Leita í fréttum mbl.is

Framtakssjóðurinn minn

er á fullu við að spila með lífeyrinn minn. Allt í einu er Ágúst Einarsson, sem vildi flytja inn hundraðþúsundir Afríkumanna til Íslands , orðin stjórnarformaður. Myndi ég hafa kosið hann?

Finnbogi Jónsson er að selja Icelandic Group sem hann keypti af Landsbankanum með Húsasmiðjunni og fleiri slíkum þjóðþrifafyrirtækjum. Forstjórinn í IG er Finnnbogi Baldvinsson náfrændi Finnboga Jónssonar. Sá Finnbogi er bróðir Þorsteins Más Baldvinssonar Gugggukaupmanns í Samherja. Baldvinsson fékk afskrifaðan meira hálfan annan milljarð hjá Landsbankanum og hefur 6 milljónir á mánuði hjá IG.  Brynjólfur Bjarnason, gamli Granda kallinn, er stjórnarformaður í IG og nýtur vinsemdar Bakkabræðra og Exista. Steinþór Baldursson, fyrrum kynningarstjóri Icesave áætlunar Landsbankans, er nýkominn í stjórnina með sexmilljóna starfslokasamning frá Landsbankanum.

  Þessar upplýsingar er að finna í grein Guðmundar Franklín í Mbl. í dag og geta allir lesið.

Ragnar Öndundarson, sem var búinn að vekja traust í hugum margra með yfirveguðum skrifum um fjármál í aðdraganda hrunsins,  er svo farinn að annast kynningarmál fyrir Framtakssjóðinn minn. Vissulega bind ég vonir við að Ragnar verði fulltrúi gætninnar og forði jafnvel einhverju af framtíðarlífeyri mínum. En Lífeyrissjóðir landsmanna eru núna helst von ríkisstjórnarinnar til að bora göt á fjöll fyrir norðan til að leysa kreppuna.

Er þetta ekki allt saman afskaplega traustvekjandi? Langur vegur frá hinu gamla ógagnsæja samfélagi sem þrúgaði okkur fyrir hrunið?

Framtakssjóðurinn minn er í öruggum höndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Saga IG síðari ár hefur verið raunasaga. Saga undanhalds og varnarvinnu. Hvers vegna þetta fornfræga félag ( SH ) lenti á þessari braut, er efni í áhugaverða bók.  Margir gætu haft mismunandi skoðun á þeirri greiningu.

Rekstur félagsins undanfarin ár hefur snúist um að halda sjó, barátta við miklar skuldir, og reyna að finna einhvern grundvöll að standa á. Þessi barátta hefur einnig snúist um að reyna að tryggja þau verðmæti sem í fyrirtækinu eru og tapa þeim ekki í harðri baráttu á þessum markaði.  Fyrir hagsmuni sjávarútvegs á Íslandi hefur þetta félag lengi skipt máli, þó einnig megi halda því fram að þeir tímar séu liðnir.  Sjálfur Landsbankinn réði ekki við að styðja þetta félag í erfiðleikum þess og hvers vegna átti bankinn líka að gera það.

Það hefur lengi verið " brunaútsölu " stemmning í kringum þetta félag, sérstaklega eftir hrun.  Margir vilja fá mikið fyrir ekki neitt.  Það kanadíska félag sem nefnt er til sögunnar, er helsti keppinautur IG. Flestir eru klárir á hvað þeir munu gera við það.

Átti Framtakssjóður að taka að sér þetta " vandamál "  Það er umhugsunarefni, en þar eru menn sem hafa mikið vit og reynslu á málefnum félagsins. Félagið er að því leiti í góðum höndum. Ég treysti þessum mönnum vel til þessara verka. Allar meiningar um annað er ómaklegt.

Framtakssjóður er að reyna að tryggja áframhaldandi rekstur þessa fornfræga félags, atvinnu þeirra sem fyrir það vinna.  Takist það án þess að sjóðurinn tapi peningum, er það besti kostur í stöðunni.

Jón Atli Kristjánsson, 12.1.2011 kl. 10:26

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takist það án þess að sjóðurinn tapi peningum, er það besti kostur í stöðunni

Hver borgar ef þeir tapa peningum? Þeir menn sem þú vel treystir? Heldurðu nokkuð að ég geti tapað?

Halldór Jónsson, 12.1.2011 kl. 11:31

3 identicon

Önnur grein sem ég skrifaði um sma efni í Kjallarann í DV

Ragnar Önundarson varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LIVE) og Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) fer stórum í Morgunblaðinu þann 8. janúar síðastliðinn og segir m.a. „Komið hefur fram að félagið nýtur góðrar afkomu og er fyrsta íslenska stórfyrirtækið sem snúið hefur vörn í sókn með aðkomu Framtakssjóðsins og eigenda hans.“ (sic) Þá vitum við það. Ekki get ég ímyndað mér að forstjóri Icelandair Group (ICEAIR)framkvæmdastjórn og starfsfólk sé Ragnari sammála. Í rauninni er ekkert fjærri sannleikanum en sú fullyrðing að aðkoma lífeyrissjóðanna hafi bjargað rekstri flugfélagsins.

Ég ætla ekki að eyða miklum tíma í að svara varaformanninum enda væri það að æra óstöðugan en eitt heilræði bendi ég honum á og það er,  dramb er falli næst. Gaman væri að fá álit Davíðs Scheving Thorsteinssonar og Víglundar Þorsteinssonar á varaformanninum en hann réri öllum árum að því að koma fyrirtækjum þeirra fyrir kattarnef með öllum þeim hörmungum og sársauka sem fylgdi því fyrir starfsfólk atvinnufyrirtækjanna sem þessir menn voru í forsvari fyrir. Frægt er þegar varaformaðurinn hótaði Davíð því að hann ætlaði að slátra honum eins og hverju öðru páskalambi.(aftaka Íslandsbanka á Sól HF fór fram um páska) Einnig er ógleymanlegt þegar varaformaðurinn mætti uppí BM Vallá til Víglundar og lét innsigla atvinnutæki fyrirtækisins vegna skulda við bankann og þar með hindra fyrirtækið í því að geta greitt sínar skuldir.

Maður sem svíkur íslenska neytendur og þ.a.l. félagsmenn VR (Virðingar og Réttlætis) til áraraða með kreditkorta svindli og ólöglegu verðsamráði er ekki hæfur til þess að fara með lífeyrismál sama fólks. Ekki stæðist varaformaðurinn einfalt hæfismat þegar orðsporsáhættan ein er metin. Orðsporsáhætta felst í því að einhver aðgerð sem einstaklingur eða lögaðili framkvæmir í starfi verði til þess að skaða þá ímynd sem einstaklingurinn eða lögaðilinn hefur skapað sér gagnvart umbjóðendum sínum. Afhverju er Fjármálaeftirlitið (FME) ekki búið að gera athugasemd við aðkomu  varaformannins? Gæti svarið verið að forstjóri FME sé einnig með vafasama fortíð og félli undir ofansagt.
FME í skjóli fjámálaráðherra tekur þátt í spillingu hinnar nýju valdastéttar og afætanna sem aldrei fyrr en botninn tók úr tunnunni með blessun FME á hlutafjáraukningu ICEAIR  og undanþágu sem þeir veita FSÍ og LIVE  fyrir því að þurfa ekki að gera yfirtökutilboð í hlutbréf þúsunda smærri fjárfesta í félaginu en LIVE og FSÍ  ráða saman yfir meirihluta hlutafjár og jafnframt  telur forstjóri FME  ICEAIR og FSÍ óskylda aðila en LIVE á 19.9% í FSÍ og hafa sama ofangreinda varaformanninn. Þessu öllu viðist vera stýrt af Samherja á Akureyri  með dyggilegri hjálp Ágústs Einarssonar yfirkrata og guðföður Samfylkingarinnar. Einkennileg er orðin þessi blanda af verkalýðsfélögum, lífeyrissjóðum, útgerðarmönnum  og skilanefndum en líklegast hafa menn harma að hefna eftir hrunið og nú er um að gera að maka krókinn og ná öllu sínu til baka með hjálp stjórnvalda í stríðsþoku eftirhruns áranna. Hver er ástæðan fyrir því að FME veitti FSÍ í upphafi undanþágu til þess að eiga meira en 30% í ICEAIR sem ekki verður séð að nein ástæða hafi verið til. Í framhaldi af því kaupir síðan LIVE að stóra stöðu í ICEAIR.  Á Íslandi miðast yfirtökuskylda við 30% eignarhlut í skráðum félögum. Sama virðist hér uppá teningnum og í Landsbankanum sáluga með öllum þeim hörmungum sem því fylgdi.
Í skjóli eldgoss í Eyjafjallajökli og öskufalls í Evrópu síðastliðið sumar völdu skuggastjórnendur Icelandair Group, fjármálaráðherra og sjálftökustéttin  að fara í hlutafjáraukningu. Fjármálaráðherra vildi ekki fá erlenda aðila að borðinu og leitaði því óumbeðinn til lífeyrissjóðanna. Einhver hefði nú haldið að þessi tími væri ekki hentugur til sölu á hlutabréfum en á stað fóru þeir nú samt, því eftir engu var að bíða og nýju hluthafarnir handvaldir, því eftir miklu að slæjast. Það er á hreinu að að ICEAIR var ekki í eins miklum hremmingum eins og sumir héldu fram.  Enda hafa allar afkomu viðvaranir síðan verið uppávið og mjög jákvæðar. Það er í rauninn umhugsunarvert hvernig fjármálaráðherra sló erlenda aðila út af borðinu í hlutafjársölunni en hann er síðan búinn að gefa grænt ljós á að ICEAIR fari á almennan markað í Noregi. Einhverjum hefði nú dottið það í hug að gott væri að fá ICEAIR á íslenska hlutabréfamarkaðinn en svo er ekki í pottinn búið. Fjármálaráðherrann og afæturnar vilja komast í skjól á Norðurlöndum, því það er nógu langt í burtu frá íslenskum eftirlitsaðilum og augum fjölmilðla hér heima.
Ekki get ég  ímyndað mér annað en að hópmálsókn sé í farvatninu þar sem óumdeildir og óvilhallir fagmenn verði fengnir til þess að meta tjón þeirra þúsunda smáu  hluthafa sem ég met ekki undir 4 milljörðum eða sem samsvarar innspítingu lífeyrissjóðanna plús framtíðarhagnað og væntanlegrar hækkunar á hlutabréfunum ICEAIR þegar íslenskt efnahagslíf er komið fyrir vindinn. Tjón litlu hluthafanna vegna afskipta fjármálaráðherra, lífeyrissjóðanna og FME gætu sérfræðingar metið á 12 til 16 milljarða. Fyrir hlutafjársöluna mun hafa legið fyrir úttekt frá þýskum banka þar sem verðmæti félagsins var metið verulega mikið hærra heldur en lagt var til grundvallar sölunni á genginu 2.5.
Það virðist vera sjónarmið margra þ.á.m.  þingmanna að þetta sé allt í lagi, vegna þeirrar nauðsynjar sem ICEAIR sé þjóðinni (hið nýja óskabarn þjóðarinnar s.b. Eimskip) og þess vegna megi horfa fram hjá gildandi reglum um eignarhald þar sem lífeyrissjóðirnir séu á sama hátt taldir slíkir kjölfestufjárfestar. Hafa ekki dæmin sannað það, að það gildi um lífeyrissjóðina og félög í þeirra eigu að þar eru eins og annar staðar iðulega teknar ákvarðanir á skjön við þjóðarhag en helgast af sjónarmiðum sjóðanna um ávöxtunarkröfu þeirra. Menn geta ekki treyst á að fjárfesting lífeyrissjóðanna sé varanleg ef annað hentar og ekki er loku fyrir það skotið að lífeyrissjóðinr leysi út hagnað sinn á erlendum hlutafjármörkuðum ef þeim sýnist svo. Hver segir svo að lífeyrissjóðirnir séu ekki bara að taka snúning á félaginu með sama hætti og þeir eru nú augljóslega að gera í Icelandic Group.  Í rauninni virðist lítið hafa breyst frá tíð banka ævintýrisins en örsök þess eru í dag öðru frekar talið stafa af krosseignatengslum í félögunum. Þetta er óboðlegt almenningi og spilling á háu stigi. Í hverskonar þjóðfélagi búum við þegar minkurinn er valinn til að gæta hæsnanna?
Virðingarfyllst,
Guðmundur Franklín Jónsson, viðskiptafræðingur

Guðmundur F Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 13:53

4 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ágæti félagi,

Spurt er; Hver borgar ef þeir tapa peningum? Þeir menn sem þú vel treystir? Heldurðu nokkuð að ég geti tapað?  ( stíll Jóns Baldvins )

Fyrst þetta. Þú kannt með peninga að fara, það veit ég. Ættir þess vegna að vera þarna einhversstaðar.

Framtakssjóður fékk í hlutafé 60 milljarða ef ég man rétt. Þá áhættu voru menn tilbúnir að taka, meira ekki. Vonandi tapast ekkert af þessu.

Ég held nú reyndar að það sem þeir borguðu fyrir IG hafi ekki verið mikið og því ekki úr háum söðli að detta.

Fagna þessari umræðu, sem örugglega kemst til skila og veitir aðhald. Eins og við munum voru fjárfestingar lífeyrissjóðanna fyrir hrun ekki mikið á dagskrá opinberrar umræðu. Betur að svo hefði verið. 

Jón Atli Kristjánsson, 12.1.2011 kl. 14:32

5 identicon

Vísir, 13. jan. 2011 07:25

Kanna hvort yfirtökuskylda hafi myndast í Icelandair

Kanna hvort yfirtökuskylda hafi myndast í Icelandair

Verið er að kanna hvort lífeyrissjóðirnir séu nú komnir með skyldu til að kaupa allt hlutafé í Icelandair og eignast þannig flugfélagið að fullu

Í vikunni var því flaggað í kauphöllinni í tengslum við hlutafjárútboð Icelandair að Framtakssjóður Íslands ætti nú 29% í Icelandair. Því var einnig flaggað að Lífeyrissjóður verslunarmanna ætti orðið tæplega 10% í félaginu og eiga þeir því samanlagt tæp 40% af hlutaféinu. Yfirtökuskylda myndast við 33% eignarhlut.

Hér er um að ræða tengda aðila í þeim skilningi að Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki eigandi Framtakssjóðsins með tæplega 20% hlut. Sökum þessa sendi fréttastofan fyrirspurn um málið til Fjármálaeftirlitsins.

Í svari eftirlitsins segir meðal annars að ávallt sé til skoðunar hvort aðilar teljist yfirtökuskyldir samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti þ.e. einstakir aðilar sem og hvort aðilar teljist í samstarfi og því yfirtökuskyldir. Fjármálaeftirlitið er bundið af skilgreiningu laga um það hvort aðilar teljist í samstarfi.

Hinsvegar geti Fjármálaeftirlitið ekki tjáð sig um það einstaka tilvik sem nefnt er í fyrirspurninni annað en eftirlitið er með slík mál til skoðunar nú sem endranær.

Tekið skal fram að á síðasta ári veitti Fjármálaeftirlitið Framtakssjóðnum undanþágu til að fara með eignarhlut í Icelandair umfram yfirtökuskylduna. Sú undanþága var hinsvegar tímabundin og skilyrt.

Guðmundur F Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 3418434

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband