Leita í fréttum mbl.is

Hver á Íslandsbanka?

spyrja margir. Ekkert svar fæst við því auðvitað. Hlutafélag í eigu ríkisins segja sumir. Erlendir kröfuhafar segir Steingrímur J. En auðvitað trúir honum enginn frekar en fyrri daginn.

Íslandsbanki er í miðju söluferlinu á Magma og leifarnar af Geyser Green sem Hannes Smárason og Jón Ásgeir eiga. Björk og einhverjar tugþúsundir vilja ræða það mál. En Íslandsbanki gefur bara langt nef.

Íslandsbanki er innheimtuaðili á hendur þeim sem voru gabbaðir af Jóni Ásgeiri til að kaupa viðbótarstofnfé í BYR á láni frá Glitni sem tryggt væri aðeins í öllum stofnfjárbréfunum sem viðkomandi átti. Ekki aldeilis núna vinir, nú skuluð þið borga í topp skuldirnar, sem Íslandsbanki keypti auk þess á slikk af þrotabúi Glitnis. Greiðsluskyldan fellur ekki niður þó að ekki hafi verið krafist annarra trygginga en í bréfunum sjálfum. Þar sem þau eru ónýt þá skuluð þið borga með húsunum ykkar.

Börnin sleppa þar sem Íslandsbanki áttar sig á því að það er ekki góð latína að rukka þau. En gamlmennin verða hundelt áfram . Eina 95 ára veit ég um sem skuldar 80 milljónir og er farin á taugum af því að hún sé fram á að missa íbúðina sína.Lipurtungur Glitnis plötuðu hana til að skrifa undir á sömu forswendum og þeir lugu að hinum. Þeir vinna flestir áfram hjá Íslandsbanka og muna nú ekki neitt. Bankinn er búinn að fella niður á svakalegustu dæmin eins og þar sem örvita Alsheimerssjúklingur átti í hlut. Hinu er haldið áfram þó ýmsir séu að reyna að verja sig fyrir dómi. Og margir telja sig vita að dómsvaldið gengur yfirleitt erinda krúnunnar.

Íslandsbanki, sem enginn veit hver er, er áfram banki þúsundanna og öllum er sama.Hvert á fólk svo sem að fara? Hver á Arajón banka? Hver á BYR? Hver á Landsbankann? Hver á Sparisjóð Keflavíkur?Þetta er kallað fjármálakerfið ?

Hver á það? Steingrímur J.og Már Seðla ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Þarf ekki bara að spyrja um hver á Steingrím J.? Af hverju svarar hann alltaf eins og fáviti þegar hann er spurður um bankana? Hann svarar ýmist að hann viti ekki neitt eða eignarhaldið komi honum ekki við. Hver á Steingrím?

Jón Pétur Líndal, 16.1.2011 kl. 13:19

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tveir Íslenskir bankar af þremur mun vera í meirihluta eigenda áður stærstu erlendra lánadrottna. Íslandbanki mun vaflaust vera í þeim hóp. Nágranni minn er líka yfir áttrætt og misst allt sitt um 30 milljónir í fjárfestingasöfnum.

Rekstrakostanaður Banka er greiddur með rekstaratekjum hans sem eru ekki virðisaukaskapandi og bera því ekki vsk. Tekjur hér eru seðilkostnaður og vextir, afskriftir milli uppgjörstímabila eru engar í samburði við önnur eðlileg efnahagsríki þess vegna helst rúmtak veltu ekki það sama eða svipað heldur vex eins og snjóbolti.  Af því leiðir að átt hefur sér stað eignaupptaka hér á kostnað þeirra sem staðgreiða ekki húsnæði sitt frá um 1983, upptökugengið kallast svo fjármagnseigendur og fulltrúar sama hóps hafa svo sjálfdæmi um ágæti þess.

Glitnir var með um 1/3 hluta heildar kostnaðar, þess vegna gefur augaleið að gjaldþrot var tækifæri til að lækka heildarkostnaðinn um 30 % til langframa.  

Sértækar aðgerðir vegna þeirra sem sannaralega hefðu farið illa úr því þroti hefðu kostað mikið minna en t.d. Icesave. 

30% lækun kostnaðar hjá hinum tveimur hefði skilað sér til 60% Íslendinga beint.

Best er að hafa einn öruggan banka  [lávaxta] með innri samkeppni í mörgum útibúum  um að halda kostnaði í lágmarki. 80% eru aðal atriði. Hinir 10% til 20% geta svo haft eins margar fjármálstofnanir á eigin kostnað á eigin veðum sem þeir vilja okkur hinum að meinalausu. 

Júlíus Björnsson, 16.1.2011 kl. 14:33

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Í þróuðum löndum myndu mál af þessu tagi falla undir stórfelld fjársvik og  blekkingar af hópi manna sem í krafti aðstöðumundar og aðgengis að upplýsingum vélað hóp fólks til að skrifa undir skuldbindingar sem það gat ekki staðið við hefði fólkið haft sömu upplýsingar. Í þróuðum löndum væri líklega búið að rannsaka, rétta og dæma þrjótana.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.1.2011 kl. 15:00

4 Smámynd: Morfeus

Það munu líklega vera huldufyrirtækið Burlington Loan Managment Limited og Dekabank ásamt nokkrum skúffufyrirtækjum sem eru raunverulegu eigendurnir.

Sem hlýtur að vekja upp spurningar sem hvorki slitanefnd, Íslandsbanki né ríkisvaldið vilja svara.

Morfeus, 16.1.2011 kl. 16:50

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gaman væri að sjá hvað mikið af þessum innlánum fór aftur í fjáfestingar í löndum kröfuhafa frá 119 löndum sem hafa lýst kröfum [stundum er það skilyrði]. Hvað EU sem heild vegur mikin þátt í innlánum/steymi og útlánum /streymi.

Júlíus Björnsson, 16.1.2011 kl. 18:08

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka ykkur öllum fyrir athugasemdir og ábendingar.

Júlíus kemur inná punktinn sem mér er hugleikinn. Hvert fóru peningarnir sem komu inn sem lán?  Þeir bara töpuðust ekki og brunnu upp, eins og bara hlutaféið sjálft. Þeir eru í öruggum höndum og Eva Joly sagði að fótspor þeirra mætti alltaf rekja. En skilanefndirnar eru áreiðanlega ekki að því.

Halldór Jónsson, 16.1.2011 kl. 19:35

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í alvöru viðskipum snúast hlutirnir um spurninguna hvað græða hinir til langframa, aldrei hvað græði ég, því það er alltaf viðtað áður gengið er til samninga eða tekin ákvörðun um breytingu á rúmataki framtíðar veltu.

Hér er dregin upp sú myndi af samkeppni og viðskiptum að þetta séu líkarstofnanir eða Jólasveinar með endalaus veð og fjármagn til að sóa í sauðsvartan almenning óháð uppruna og kynferði.

Viðskipta orðaforðin hér ömurlegur eins og allir geta fundið út með þýða Íslensku nafngiftirnar aftur til baka beint á ensku, og bera saman við upprunalegu fræði skilgreiningarnar. 

2009 fær Ísland í fyrsta sinn opinberlega vaxtalánfyrirgreiðslur af hálfu Brussel það ljóst leggur fyrir yfirlýsing að einbeittur vilji samber upptöku Schengen [þykir plús] og EES og umsóknina um samrunan, sem verður samstundis og Ísland hefur samþykkt 100% öll lög Evrópsku Sameiningarinnar.

Through the EEA, Iceland already participates in the single marketand contributes financially towards social and economic cohesion in Europe. A significant proportion of the EU's laws are applied in Iceland today. Iceland also participates, albeit with no voting rights, in a number of EU agencies and programmes, covering areas including enterprise, environment, education and research.

http://ec.europa.eu/enlargement/candidate-countries/iceland/relation/index_en.htm

Þarna á þessari heimasíðu kemur flest fram sem hefði átt að vera efst á baugi á Íslandi að mínu mati síðust 50 ár allavega síðustu 30 ár.

Brussel hefur heilt þjóða Seðlabankakerfi og Fjárfestinga banka sem í framhaldi hefur sínar herdeildir af gamalgrónum þjóðarhollustu séreigna fjármálstofnum nú eftir 1994 allar gervi séreignavædda. Eining lifir lengi án meðmæla síns Seðlabanka.  ÞjóðarSeðlabankarnir selja líka meðmæli. Í háðir sitjandi skammtíma framkvæmdavaldi. En alls ekki sínum stefnumótandi húsbændum með aðsetur í Brussel. Gleymist að upplýsa um þetta síðara hér á landi.

Hvernig Brussel stuðlar að samrunanum er líka oft viðkvæmamál og heyrir þá undir leyndarákvæði.

Hinsvegar er tilgangur og lokmarmið frá upphafi opinber. 

Hinsvegar  mun ekkert stórvægilegt gerast án vitundar Brussel Í EU eða fyrir meðmæli og tilstuðlan Brussel til að framfylgja sínum lögum.   

Alþjóða miðstýringarkerfi og samruninn sem þeim hefur fylgt hingað til í sögu siðmenningarinnar frá upphafi, í öllum heimsálfum hafa gengið út á mútur, einangrun og efnahagslegum undangreftri markmiðs lendurnar. Nær undantekningalaust með blóðug átökum á loka sprettum.

Er EU undantekning sem sannar regluna að þessu leyti?

Íslendingar flytja greinlega ekki út verðbólgu þekkingu sína, nema kannski til fyrrum kommúnista ríkja.

Við það við höfum staðfest aðild, opnast lánafyrirgreiðslur [til greiðslu síðar] til að styrkja uppfræðslu á kostum [ekki göllum] framtíðarinnar inna EU. 

Þetta er dæmi um viðskiptalega snilld láta hina duglegu gera allt sjálfa og borga sér svo fyrir.

Greind merki ekki dugnað heldur velja um dugnað eða leti eftir aðstæðum.

Júlíus Björnsson, 16.1.2011 kl. 23:10

9 Smámynd: Morfeus

26572 20100106-0433 Bayerische Landesbank Lánasamn./Loan Agr. 34.283.992.266 594.698.354 AF
26573 20091229-0407 Burlington Loan Management Limited Skuldabréf/Bonds 37.644.617.682 3.371.596.453 AF
26574 20100104-1908 Thingvellir Fund, L.L.C Skuldabréf/Bonds 43.759.586.845 4.034.455.933 AF

Úr kröfuhafabók Kaupþings 23 jan 2010 birtri af Wikileaks

 Berið saman við listann frá Glitni og svo lesið rúsinuna í pylsuendandum

(Burlington Loan Management was not immediately available for comment, while RBS declined to comment.

http://uk.reuters.com/article/idUKGEE5BA22R20091214)

Key Company Details for BURLINGTON LOAN MANAGEMENT LIMITED

Registered Number:

470093

Company Type:

PRIVATE LIMITED BY SHARES

 

Company Status:

NORMAL

 

Principal NACE Code:

[67.12] SECURITY BROKING AND FUND MANAGEMENT

 
 

Incorporated:

24/04/2009

 

Registered Address:

4TH FLOOR
HANOVER BUILDING
WINDMILL LANE
DUBLIN 2

Jamm Burlington er stofnað þann 24 apríl á því herrans ári  2009.

Að því er best verður séð er Burlington líkt og Thingvellir.llc og fleiri ... skúffufyrirtæki með leyndri eignaraðild.

Allir sáttir við það  ?

Morfeus, 17.1.2011 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband