Leita í fréttum mbl.is

Flokkshollusta

er nokkuð óþekkt fyrirbrigði hjá vinstri mönnum.

Þetta má glöggt sjá í bréfi Karólínu Einarsdóttur :

"Með þessu bréfi segi ég mig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og frá öllum trúnaðarstörfum sem ég gegni innan eða á vegum flokksins.

Í nokkurn tíma hefur flokkurinn að mínu mati verið að fráhverfast hugmyndafræðinni sem hann var stofnaður um..... Sú ákvörðun flokksforustunnar að standa ekki við stefnu flokksins í veigamiklum málum hefur haft afdrifaríkar afleiðingar, bæði skaðað flokkinn og gert vinstri stefnuna ótrúverðuglega. Í nær tvö ár hefur flokkurinn verið klofinn í afstöðu til margra mála eins og t.d. ESB, samstarfið við AGS, IceSave, Magma og nú síðast fjármálafrumvarpið......

 Lítið sem ekkert hefur verið gert til að reyna að miðla málum af alvöru og er svo komið að fólk hefur safnast í fylkingar og gert málefnalegan ágreining að persónulegum. Þau vinnubrögð sem eru viðhöfð í flokknum eru heldur ekki líkleg til að skapa traust né sætti milli fólks. Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins........ "

Vinstri menn þrá fátt heitara en að fá svona fréttir af Sjálfstæðisflokknum. Þeim hefur aldrei orðið að ósk sinni. Af hverju ekki? Það er af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hugsjón að byggja á. Hún liggur fyrir frá 1929 og er skrifleg og einföld svo allir skilja. Hún hefur gert  Sjálfstæðisflokkinn að því sem hann er.

Hver veit fyrir hvað flokkur eins og Vinstri Hreyfingin-Grænt Framboð stendur fyrir? Er það einhversstaðar skráð?  Blasir ekki við að menn hafa þá stefnu sem gefur best í aðra hönd hverju sinni? Snýst ekki allt um það að ákveðnir flokksbroddar séu ráðherrar? Víli og díli daglega sjálfum sér til dýrðar? Skítt með allar hugsjónir ?

Núverandi klemma leysist ekki fyrr en VG hrynur í frumeindir sínar og fólkið í landinu sér að það hefur elt mýrarljós út á evrópufrerann þar sem kjarasamningaskálkar hrópa hó í sinn hverri áttinni.

Það verða ábyrgir stabílir stjórnmálaflokkar að koma að stjórninni, ekki flokkar sem eru eins og þeir séu úr kvikasilfri, þar sem droparnir geta runnið saman eða slettst út um allt. Stjórnmál eru langhlaup þó nóg sé af hirðfíflum og trúðum til að bjóða þjónustu sína við skyndilausnir  fyrir góða borgun og þægindi.

Það verður flokkshollustan sem límir saman björgunarliðið.

 

 





 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og hvaða hugsjón skyldi það vera Halldór, ef mér leyfist að spyrja?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.1.2011 kl. 16:06

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ef þú hefur ekki kynnt þér það þá er til lítils fyrir mig að útlista það fyrir þér.

Halldór Jónsson, 18.1.2011 kl. 16:55

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég er hræddur um að þessi hugsjón sé löngu dauð og grafin. Um svipað leyti og flokkurinn gerðist hækja hermangaranna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.1.2011 kl. 17:12

4 Smámynd: Björn Birgisson

Halldór minn, af hverju grunar mig að næsti pistill þinn muni fjalla um tilvistarkreppu Sjálfstæðisflokksins? Guðlaugur Þór ofurstyrkþegi er enn þar innanborðs, sömuleiðis hin fallega Þorgerður Katrín, einnig hinn arðsami af Nesinu fallega og nokkrir fleiri fyrirmyndar fulltrúar. Þarf ekkert að fjalla um allt það?

Þetta ætti nú að vera verðugt viðfangsefni fyrir þinn snjalla penna!

Smá Innanbúðar Króníka!

PS. Varstu búinn að lesa um úrslitin í sumarkosningunum 2011 á síðunni minni?

Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 22:58

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað eru hornsteinar Íslands? Hvað merkir stétt með stétt?

Eftir það komið er í stjórnaskrá að sitjandi stjórnssýsla eigi náttúru auðlindirnar, hver á þá ráðstöfunarréttinn? Má leiga þær og má veðsetja þær?

Júlíus Björnsson, 19.1.2011 kl. 01:08

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn minn góður,

Sjálfstæðisflokkurinn er aldrei í tilvistarkreppu þar sem hann veit alveg hvað hann er. Hann hefur ávallt losnað sig við einstaklinga sem eru ekki söluvara og hafnað öðrum snemma. Til dæmis féll ég mörgum sinnum í miðstjórnarkjöri meðan ótrúlegasta fólk flaug inn. Það er fólkið í heimabyggðunum sem ræður því hverjir eru í framboði það ofarlega að það nái inn á þing. Ef fólkið telur einhvern kandídat kominn fram yfir síðasta söludag þá fellur hann. Það er svo annað mál að mönnum hefur verið gert of greitt að kaupa sér stuðning á vafasaman hátt. Svo vaxa menn kannski af verkum sínum eftir það og þurfa ekki að múta fólki heldur verða sjálfkjörnir. Þetta er andskoti flókið allt saman Björn, og mér er til efs að þú sért alltaf sammála dómi kjósenda.

Júlíus,

Stétt með stétt þýðir það að grunndvallarsjónarmið til þjóðlífs og einstaklinga er svipað hvað sem við verðum að gera í brauðstritinu. Okkur getur dreymt sömu draumana þó daglegt líf sé mismunandi.

 En það dreymir ekki alla eins og ég er hræddur um að draumar Laxdal séu öðruvísi en mínir.

Halldór Jónsson, 19.1.2011 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418314

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband