Leita í fréttum mbl.is

Baugspressan

hrósar sér af því að ná til 2/3 landsmanna á móti þeim 1/3 sem Morgunblaðið nær til. Sem væri ekki neitt athugavert við ef ekki væri sú staðreynd, að Mogginn er einkafyrirtæki sem var keypt af eigendunum úr gjaldþroti og gerður út á þeirra kostnað. Fréttablaðið er gjaldþrota apparat sem er gert út af Arion Banka til þess að vera málgagn Samfylkingarinnar og Evrópusambandsins. Margir milljarðar af almannafé liggja í líkhúsi blaðsins og enginn veit hvernig rekstur þess er.

Blaðið stundar einhliða áróðursstarfsemi með allskyns leigupennum. Sem betur fer eru flestir þessir skríbentar svo lélegir að margt fólk ypptir öxlum yfir málflutningnum. Maður verður var við að flestir hafa lesið greinar sem koma í í Mogganum en hending er hvort menn hafa lesið greinar í Fréttablaðinu. Sem gefur manni aftur hugmyndir um hversu mikil áhrif blaðsins eru í raun og veru.

Fréttablaðið segist hafa kannað að meirihluti landsmanna vilji núna samþykkja Icesave lll. Meirihluti VG vilji halda áfram aðildarviðræðum að Evrópusambandinu og raunar meirihluti landsmanna allra. Blaðið reynir að sverta Sjálfstæðisflokkinn við öll tækifæri og gera kjósendur hans tortryggilega á sem flestan hátt. Samt hefur fylgisstreymið til þess flokks aldrei verið meira en núna og segir það líka sína sögu. Sjálfstæðismenn virðast líka forðast að skrifa í Fréttablaðið. Fyrir þær sakir er blaðið mjög einhæft og fyrir mig til dæmis hrútleiðinlegt aflestrar.

Dreifingin er langt í frá sú sem blaðið heldur fram, úti á landi er blaðið selt og selst dræmt, stórir haugar af ódreifðum blöðum liggja hingað og þangað, þannig að mér er nær að halda að útbreiðslan sé mjög orðum aukin.

En Baugspressan styður stjórnina til allra óhappaverka. Það er mergurinn málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta eru líka gerólíkir fjölmiðlar. Morgunblaðið ber af hvað fréttaflutning varðar. Morgunblaðið er vandað en Fréttablaðið afar óvandað. Samfélagsrýni og fréttaskýringar Morgunblaðsins bera af öllum íslenskum fjölmiðlum. Sá sem hafnar Morgunblaðinu velur fáfræðina. Upp er komin ákveðin stéttaskipting á Íslandi: upplýst fólk sem les Moggann og óupplýst fólk sem ekki les Moggann.

Hæfileg stéttaskipting er vafalaust ágætt mál.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 13:00

2 Smámynd: Halldór Jónsson

"Wher eagles dare" Baldur-

sumir eru djarfari en aðrir og segja manni ekki bara það sem maður vill heyra.

Halldór Jónsson, 25.1.2011 kl. 14:03

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Fréttablaðið er ekki lengur fríblað á landsbyggðinni og þar með hefur útbreiðsla þess stórlega dregist saman utan Stór-Reykjavíkur og Akureyrar. Menn vilja ekki borga 35 kr.(flutningsgjald) fyrir Fréttablaðið.

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 25.1.2011 kl. 14:11

4 Smámynd: Halldór Jónsson

"Rúmur helmingur þeirra, eða 50,3%, sem tóku afstöðu í könnun MMR, sagðist vilja að nýr samningur um Icesave yrði sendur í þjóðaratkvæði en 49,8% sögðust vilja að hann yrði eingöngu afgreiddur af Alþingi.

Segir MMR að þetta séu svipaðar niðurstöður og fengust í mars 2010 en þá vildu 49,5% nýjan Icesave samning í þjóðaratkvæði en 50,5% sögðust vilja samninginn afgreiddan eingöngu af Alþingi.

Um var að ræða síma- og netkönnun sem gerð var 11.-14. janúar og fengust 890 svör. Samtals tóku 78,5% afstöðu til spurningarinnar."

Þetta er frétt í Mogga.

Þetta er það sem er að baki yfirlýsingar Baugstíðinda um að þjóðin vilji semja um Icesave.

Þjóðarviljinn, ekkert minna en það.

Halldór Jónsson, 25.1.2011 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband