Leita í fréttum mbl.is

Að drepa á dreif

raunverulegum vandamálum með flugeldasýningum og þrætubókarlist er aðalsmerki Jóhönnu Sigurðardóttur sem stjórnmálamanns.

Hvenær sem upp kemur nauðsyn þess að taka á aðsteðjandi vandamálum, þá tekst henni að leiða athygli almennings frá þeim með upphrópunum og slagorðum. Þetta hefur einkennt allan stjórnmálaferil hennar frá hruninu. Það er eins og að henni berist sífellt efni í nýjar reyksprengjur og flugelda sem duga henni til að hlaupa frá öllu því sem máli skiptir.

Nú hefur hún Stjórnlagaþingið, íhaldið og Hæstarétt til að tönnlast á þannig að enginn hugsar um vinnudeilur, atvinnuleysi eða skuldavanda heimilanna. Og fólkið fagnar þegar henni tekst að drepa öllu á dreif sem angraði geð. Þvílikir forystuhæfileikar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 1044
  • Sl. viku: 5285
  • Frá upphafi: 3193427

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 4447
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband