1.2.2011 | 07:26
Hver trúir bönkunum?
þegar Arion banki auglýsir að hann skuli sjá um lífeyririnn þinn. Man enginn Ólaf Ólafsson, Hreiðar Már, Sigurð Einarsson, Al Thani, Exista og Bakkabræður? Lifir allt þetta lið ekki í sús og dús eins og ekkert hafi í skorist?
Íslandsbanki auglýsir að hann taki við aleigunni þinni líka, alveg eins og Arion. Man enginn Sjóð 9, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Pálma í Fons, Lárus Welding, Bjarna Ármannsson? Fljúgið með Iceland Express?
Er ekki traustið farið og kemur ekki aftur? Sér almenningur annað en að spillingin sé á fullu í ríkisbönkunum Aríon Banka, Landsbanka og Íslandsbanka?. Sést nokkuð annað en verið sé að afhenda gömlu glæpamönnunum fyrri veldi sín aftur? Vitum við nokkuð hverjum verið er að selja hitt og þetta? Stóreignir skipta um hendur án þess að nokkur viti nokkuð fyrr en eftir á? Allt sveipað hjúpi leynimakks og lyga ríkisstjórnarinnar um það að hún stjórni engu í bönkunum heldur einhverjir erlendir kröfuhafar. Hverjir séu að kaupa Sjóvá ? Kemur ekki viðskiptanefnd Alþingis við? Allt leyndó hjá Mávi Seðla og Steingrími J.?
Og svo Sparisjóður Keflavíkur og Geirmundur- Herre Gud! Ætlar ekki Steingrímur J. að sletta þangað 16 milljörðum meðan Landspítalinn lokar á norrænu velferðarstjórnina? Og svo allar skilanefndirnar í öllum ríkisbönkunum sem taka tuttuguþúsund á tímann alla daga til eilífðarnóns? Er ekki bara komin ný spilling á gömlum belgjum? Hin nýja stétt Nomenklatúrunnar? Nafnlaust og andlitslaust fólk?
Trúum við nokkru sem þetta lið segir? Veit nokkur hverju verður logið næst ? Hverjir muni næst setja skeinipappír handa lífeyrisþegunum í næsta sjóð 9 ? Hvaða skrautfjaðrir sem þá verða keyptar til að ginna sakleysingjana eins og Glitnir gerði? Er ekki margt sama fólkið þar ennþá?
Verður bankakúltúr nokkurntímann til á Íslandi þegar glæpamennirnir eru búnir að sanna sig og sýna með fyrirliggjandi hætti? Hversu marga áratugi mun þurfa? Geta siðlausir íslenskir strákabjálfar úr viðskiptadeildum með hvítt um hálsinn nokkurn tímann unnið sig upp á stig ræktaðra bankafjölskyldna eins og tíðkast erlendis? Kemur einhver auga á það?
Mun einhver trúa auglýsingum frá íslenskum bönkum framar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.5.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420835
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Hver trúir Sjálfstæðisflokknum
þegar Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir að hann skuli sjá um að breyta stjórnarskránni. Man enginn Davíð Oddson, Árna Matthisen, Friðrik Shopusson, Gunnar Birgisson,Þorgerði Katrínu, vafninga Bjarna Ben og bara alla hiðina? Lifir allt þetta lið ekki í sús og dús eins og ekkert hafi í skorist?
Flokkurinn auglýsir að hann sé flokkur allra stétta, alveg eins og ekkert sé. Man engin þöggunina,leikaraskapin í kringum fjarvinsluna, ofbeldið við Kárahnjúka, bellibrögðin við skipun dómarana Jóns Steinars Gunnlaugssonar, Þorsteins Davíðssonar, og allra hinna. Hefur einhver trú á ríkissaksóknara sem húkir hnípinn í skugga sérstaks og lætur lítið fyrir sér fara?
Er ekki traustið farið og kemur ekki aftur? Sér almenningur annað en að hagsmunagærslan sé á fullu í Hæstarétti. Sést nokkuð annað en verið sé að tryggja gömlu Sægreifunum fyrri veldi sín? Vitum við nokkuð hverjum verið er að selja hitt og þetta? Auðlindir skipta um hendur án þess að nokkur viti nokkuð fyrr en eftir á? Allt sveipað hjúpi leynimakks og lyga flokksmaskínunar um það að hún stjórni engu í hæstarétti heldur einhverjir heilagir guðir . Hvaða aðfrerðum var beitt við að skipa þá, hvað var gert í fjarveru dómsmála ráðherra? Kemur ekki þjóðinni við? Allt leyndó hjá Mafíuni og Móra.?
Já Og Móri í Hádegismóum- Herre Gud! Ætlar hann og hanns hyski ekki að hætta að sletta skít á allt og alla, eða ætlar maskínan að sletta skít fyrir alla 3 milljarðana á meðan Auðlindagreifarnir læsa klóm sínum í það sem eftir er á hlaðborði þjóðarinnar? Og svo kumpánarnir í Kópavogi þar sem innmúraður flokksrakki og verktaki og fjölskyldulið sem taka tuttuguþúsund á tímann alla daga til eilífðarnóns eru að því er virðist með krumlurnar á kafi í bæjarsjóði. Er ekki bara komin tími til að afhjúpa þessa gömlu belgi? Hin fráfarandi stétt Mafíunar? Nafnlaust og andlitslaust fólk sem er í sjálftöku á kosningum, auðlindunum og völdum?
Trúum við nokkru sem þetta lið segir? Veit nokkur hverju verður logið næst ? Hverjir muni næst setja skeinipappír í kjörkassa í næstau kosningum ? Hvaða skrautfjaðrir sem þá verða keyptar til að ginna sakleysingjana eins og flokkurinn gerði? Er ekki margt sama fólkið þar ennþá?
Verður Sjálfstæðisflokki nokkurntímann falið að stjórna á Íslandi aftur þegar glæpamennirnir eru búnir að sanna sig og sýna með fyrirliggjandi hætti? Hversu marga áratugi mun þurfa? Geta siðlausir íslenskir flokksrakkar úr innmúruðu klíkuveldi með hvítt um hálsinn nokkurn tímann hysjað upp um sig. Er ekki komin tími á að þetta fólk geri sér grein fyrir því að framboð er meira en eftirspurn og gjaldgengi þess er hrunið, komin tími á að halda sig til hlés. Getur það ekki komið auga á það.
Mun einhver trúa trúa þessu fólki fyrir velferð þjóðarinnar framar?
Birgir Björgvinsson, 1.2.2011 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.