Leita í fréttum mbl.is

Ný kratastjarna í Kópavogi

Sú var tíðin að Guðmundur Oddsson var kratastjarnan í Kópavogi. Hann var mikill hrossabrestur í pólitíkini, rómsterkur og kvað fast að orði. Og skemmtilegur gat hann verið og orðheppinn og yfirleitt fremur hæðinn en ódrengilegur í málflutningi.

Hafsteinn Karlsson hefur nú tekið við leiðtogahlutverkinu á móti frú Guðríði Arnardóttur, Nýja krataforystan er alger andstæða Guðmundar. Yfirleitt stúrin og fýld og gersamlega gjörsneydd öllum húmor.

Hasteinn Karlsson er embættismaður bæjarins og hefur verið lengi til vandræða vegna óhlýðni við sín embættisverk, þar sem honum virtist yfirleitt fyrirmunað að skilja að hann ætti að reka sinn skóla eftir fjárhagsáætlunum.

En nú er Hafsteinn kominn í þá aðstöðu að geta passað sig sjálfur og hafa frítt spil með bæjarkassann. Látið hann borga fyrir sig málskostnað vegna tilfallandi meiðyrðamála og haldið sér ríkmannlegar veislur á kostnað skattgreiðenda svo eitthvað sé nefnt.

En svo kemur að pólitíkinni. Þá er húmorinn hans Guðmundar horfinn en einhverskonar eðli komið í ljós sem einu sinni var eignað vissum manni af vissum manni.

Nú er stund hefndarinnar runnin upp fyrir bæjarstarfsmanninum Hafsteini. Kominn tími til að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum. Og hver er aðferðin? Hún birtist í eftirfarandi línum um Gunnar Birgisson og svo raunar slla Sjálfstæðismenn í Kópavogi:

"Á þeim tíma jós hann úr sjóðum bæjarins sem væru þeir hans eign. Keypti lendur fyrir milljarða, lét teikna skýjaborgir, hélt fólki veislur og gaf því gjafir. Sumir fengu meira en aðrir. Létti jafnvel undir kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins síns."

Sem sagt Gunnar er þjófurí augum Hafsteins og Sjálfstæðisflokkurinn uppvís að misnotkun almannafjár í Kópavogi.

Hugsanlega myndi einhverjum mönnum mislíka þessi ummæli og sárna. En af því þau koma frá Hafsteini þessum, þá er ekki víst að menn nenni að elta ólar við þau þar sem þau standa fyllilega undir þeim væntingum sem menn hafa til þessarrar nýju kratastjörnu í Kópavogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú er hún Snorrabúð stekkur, ég verð að segja það. Þegar Gunnar Birgisson kom fyrst í Kópavog var bærinn ein allsherjar forarvilpa, frumstæður og afkáralegur og fyrirlitinn um land allt, en Gunnar breytti honum í nútíma borg með malbikuðum strætum, íþróttavöllum og menntastofnunum. Nú tengja landsmenn þennan bæ við kjörorðið fræga: það er gott að búa í Kópavogi.

Kópavogsbúar ættu að reisa 40 metra háa styttu af Gunnari þar sem hann lítur yfir handaverk sín, en í þess stað koma einhverjar lítilsigldar kratavæflur skríðandi út úr sínum rottuholum og ata nafn hans auri.

Mikil og ódauðleg er smán þessara manna.

Baldur Hermannsson, 14.2.2011 kl. 14:31

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég var spurður í dag hvort Árni Páll og Hafsteinn væru bræður. ,,Nei, ekki svo vitað sé" svarði ég.

,,Það er einhver leiðindataktur sem einkennir þá báða" sagði viðmælandi minn. 

Ég gat tjáð honum að svona í persónulegum samskiptum væri Hafsteinn hinn ljúfasti í samskiptum, en síðan hefði ég séð hann í pólitískum gír, bæði í fjölmiðlum og á fundum og þá sýndi hann á sér  afar óskemmtilega  hlið.

Sigurður Þorsteinsson, 14.2.2011 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420088

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband