Leita í fréttum mbl.is

http://vala.blog.is

er slóða til Völu Andrésdóttur lögfræðings í Bandaríkjunum. Þetta er ágæt lesning fyrir þá sem vilja velta fyrir sér málsástæðum í Icesave.

Val segir m.a.:

"

..... Það er skoðun mín að Alþingi (og alla aðra en skattgreiðendur persónulega) skorti í þessu máli bæði stjórnskipunarlegt vald og umboð til að gera einkaskuldir glæpamanna að almennum skuldum íslenskra skattborgara. Það er ekkert fordæmi fyrir því að íslenska ríkið gangist í ábyrgðir fyrir jafn háum skuldum, hvað þá einkaskuldum, og hvað þá án nokkurrar aðkomu dóms og laga.  .....

Sem lögfræðingur sem starfar við meðhöndlun sáttasamninga og gerðardóma á erlendri grund er frá mínum bæjardyrum séð hvorki eðlilegt né ráðlegt að aðilar semji um "skaðabótagreiðslu" í máli þar sem réttarstaða er jafn ótrygg og málsatvik eru jafn opinber og raun ber vitni í Icesave. Það væri samkvæmt mínum skilningi mun eðlilegri farvegur að gagnaðilar Íslands í Icesave lögfestu málið fyrir einhverjum dómstól og að íslenska ríkið léti fyrst reyna á frávísun (e. summary judgment). Ef málið lifði af (í hluta eða heild) tillögu íslenska ríkisins um frávísun væri tími til komin að setjast að samningaborðinu, enda gætu lögfræðingar íslenska ríkisins þá fyrst lagt kalt mat á haldbær lög og rökfærslur sem finna mætti í málsskjölum sem gagnaðilum ber að leggja fram til að forðast frávísun og gæti lagateymi íslenska ríkisins þá fyrst raunverulega metið þá áhættu sem gæti blasað við í slíku dómsmáli, í stað þess að velta fyrir sér hreinum tilgátum líkt og nú.

En Icesave málið hefur aldrei komist svo langt að vera lögfest en samt er ríkið til í að skrifa undir samning um fullar skaðabætur vegna ótta við dómsmál reist á tilgátum sem aldrei hafa verið vefengdar fyrir rétti og er allskostar óvíst að haldi nokkru vatni.Hvort núverandi Icesave tilbúningur er örlítið "betri" en einhver fyrri tilbúningur skiptir mig nánast engu máli því ég er einnig þeirrar skoðunar allir erlendir einkabankaskuldafjötrar sem Alþingi reynir að setja á íslenskan almenning (án þess að skuldaþrælarnir íslensku gefi fyrir því skýrt samþykki með þjóðaratkvæði eða stjórnarskrárbreytingu) eru ekki bara siðlausir heldur ganga þeir þvert á náttúrurétt einstaklinga sem búa í stjórnarformi því sem við köllum lýðveldi.

Náttúruréttur einstaklinga eru hin óafsakanlegu mannréttindi sem við fáum fráskaparanum/náttúrunni.  Í lýðveldi heldur þjóðin þessum grundvallarréttindum utan stjórnvaldisins og því getur stjórnvaldið hvorki veitt þau né tekið.  Þessi grundvallarréttindi saklauss manns til lífs (sem er tími hans á þessari jörð), frelsis og eigna eru þó ekki nema stafur í bók ef ódæmdur einstaklingur getur, án síns samþykkis, verið neyddur af stjórnvaldi til þess að gefa líf sitt og eigir (í hluta eða heild) til aðila sem eru honum réttarfarslega ótengdir. Íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að borga krónu af Icesave vegna þess að það er einfaldlega ekkert réttarfarslegt orsakasamband á milli íslensks skattgreiðanda og skaða innistæðueiganda einkabanka í Bretlandi eða Hollandi (hvort sem bankinn er íslenskur eða erlendur) og skaðabótaskylda getur ekki orðið til milli tveggja aðila nema á milli þeirra sé slíkt orsakasamband.  Maður sem verður fyrir bíl getur ekki kært alla bílaeigendur, og þó að bílaumferð sé leyfð á landinu þýðir það ekki að landsmenn séu búin að samþykkja að bæta persónulega allt tjón sem verður af notkun þeirra.  Það gilda engar sérreglur um menn sem nota banka í stað bíla til að valda tjóni. ...."

Ég held að ég telji einboðið að þjóðin segi sitt álit á Icesave lll sem nú er verið að keyra á hraðferð í gegnum Alþingi Íslendinga. Ég hvet alla til að skrifa sig á listann www.kjosum.is og biðja um að fá að greiða atkvæði um þetta mál.

Lyktir þessa máls í þjóðaratkvæðagreiðslu munu annaðhvort verða jákvæðar eða neikvæðar.Ein  niðurstaðan er sú að þeir stjórnmálamenn sem taka afstöðu á Alþingi í atkvæðagreiðslunni en verða undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni,   munu margir gjalda fyrir með pólitísku lífi sínu.

Er svo vel eða illa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband