Leita í fréttum mbl.is

Krataeðlið

kemur vel fram í pistli Þorvaldar Gylfasonar um bensínverðið í heiminum. Lýðræðishallinn á Arabalöndunum er Bandaríkjunum að kenna af því þau leggja ekki nóga skatta á bensínið. Þorvaldur segir:

..."Það er góð regla að styðja lýðræði bæði heima hjá sér og annars staðar. Tvískinnungur á aldrei vel við. Bandaríkjamenn bera hluta ábyrgðarinnar á ástandi arabalandanna. Ef þeir fengjust til að leggja svipaðan skatt á bensín og tíðkast í Evrópu, myndi olíuauður arabahöfðingjanna skreppa saman og andstaða þeirra gegn framsókn lýðræðisins myndi veikjast. Slíkan bensínskatt væri hægt að boða fyrir fram og leggja á smám saman, svo að fólk og fyrirtæki gætu keypt sér sparneytnari bíla, áður en bensínverð vestra næði evrópskum hæðum. Kína þyrfti að fara eins að..."

Nú var sú tíð þegar Jóhanna var í stjórnarandstöðu að hún vildi lækka 60 % álögur ríkisins í bensínverðinu til að létta fólki byrðina og skuldahækkanirnar af bensínhækkunum. Nú er hún forsætisráðherra og bensínverðið hefur aldrei hækkað meira. Nú þegir hún sem sfinxinn. Ekki er mikill skilningurinn á högum einstæðu móðurinnar sem þarf að keyra börnunum á leikskóla meðan hún þrælar í vinnunni.

Krataeðlið er að hækka allar álögur sem mest og úthluta svo bitlingum til sjálfra sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nokkuð langt seilst hjá Þorvaldi að segja að skattar í USA og Evrópu hafi áhrif á menn eins og Mubarak og Gaddafi!!

Gunnar Heiðarsson, 3.3.2011 kl. 17:45

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég hugsa að evrópsku vopnin fyrir 3 miljarða evrur til einræðisherra við botn Evrópu og frönsku Mirage þotur Gadaffi dugi miklu betur en fyrirhugaðar skattahækkanir Þorvaldar Gylfasonar í Bandaríkjunum muni gera. Utanríkisráðherra Frakklands fór þangað síðast fyrir nokkrum vikum til að lifa sæl og ánægð í vellystingum í húsakynnum vina sinna þar. 

Það verður gaman að sjá með hvaða rökum á að skattleggja bifreiðar og akstur þegar bæði verða mengunarlaus og vatnið drífur mann áfram. Þá mun þurfa að stórhækka skatta á til dæmis útöndun fólks og svo á þessar nýju vélar og eldsneyti því þá verður orðið svo hættulegt að aka hraðar en á 8 kílómetra hraða eða eitthvað álíka. 

Gunnar Rögnvaldsson, 3.3.2011 kl. 19:35

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er eins og með skottið á Storm P. hundinum Halldór. Þorvaldur er farinn að hatast við það sem í upphafi gerði tilveru hans mögulega; nefnilega velmegunina sem bjó til velferðina sem hann vill stjórna fyrir aðra. Svona menn læra aldrei neitt fyrr en þeir missa allt og þurfa að skríða í duftinu all góða stund. En til að koma í veg fyrir það þá taka þeir aldrei neina áhættu og vinna ævilangt við Nefboranir Ríkisins.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.3.2011 kl. 19:41

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja Gunnar góður

þÚ fékkst mig til að skella uppúr aleinn hér við tölvuna í henni Florídu þar sem bensínið kostar dollar lítrinn. Það er eðlilegt að svona kratasál eins og Þorvaldi ofbjóði svona skattleysi. Það er eins og Kanarnir haldi að bensínið eigi einhvern þátt í því að gera Bandaríkin stór. Nóg bölva þeir yfir verðinu á dropanum og hafa stórar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta brjálaða verð á bensíninu hefur á hagvöxtinn. Mikið rosalega mætti ala marga krata á skatti af hverjum bensínlítra sem allir þessi bílar svelgja í sig. Stöðugur straumur á áttbreiðum götunum.

Veistu Gunnar, méer finnst mig sundla þegar ég les textann hjá Þorvaldi. Þvílík innrétting er í svona fólki. Ég get bara aldrei skilið það.

Og þessum manni treystum við best til að skrifa fyrir okkur stjórnarskrá sem okkur sárvantar.

Mér finnst okkur vanta meira billegra bensín en stjórnarskrá frá Þorvaldi Gylfasyni.

Halldór Jónsson, 3.3.2011 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband