Leita í fréttum mbl.is

Er dæmið vonlaust?

þegar maður lítur yfir pólitíska sviðið eins og það birtist á Alþingi?

Hugmyndin um eina ríkisrekna matvöruverslun frá öðrum stjórnarflokknum er svo stórkostleg að ég skil ekki hversvegna menn gleyma olíufélögunum sem alltaf eru að hækka bensínð? einu sinni var hérna Viðtækjaverslun Ríkisins þar sem ég verslaði og svo Raftækjaeinkasala Ríkisins þar sem hann faðir minn vann sem ungur maður. En hann á einmitt 100 ára afmæli í þessum mánuði.Hann kenndi í Ágústarskólanum hjá föður sínum og skrifað bók í Eðlisfræði sem lengi var kennd í Gagnfræðaskólum.

Hin klassíska hugmyndafræði VG, sem stóð í blóma á þessum árum birtist greinilega þegar Svandís og Steingrímur lýstu því yfir að rétt væri að þjóðnýta Orkuveitu Suðurnesja. Kapítalismi sem gerir ráð fyrir endalausum hagvexti leiðir mannkynið til glötunar var svo næsta framsetta kenning Svandísar, sem hefur kannski fengið hana í arf frá pabba sínum frá Þjóðviljadögum hans. Spurning hvernig eða hvort Alaska-Lúpínan tengist þeirri hugmyndafræði?

Margir sáu í Lilju Mósesdóttur eitthvað annað en gamlan komma á nýjum kjól.En hugmyndin um 70 % tekjuskatt er áreiðanlega of stórkostleg fyrir marga sem hafa gælt við samstarfshugmyndir til vinstri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Gjaldþrotafrumvarpið hennar Lilju lofaði góðu en Sjálfstæðisflokknum tókst að kveða slíkar þjóðþrifahugmyndir niður í eigin röðum. Nú virðist frumvarpið kalið og dáið drottni sínum eins og svo margir aðrir vorsprotar niður við Austurvöll. Þó eer það sannfæring mín að endurskoðun gjaldþrotalaganna sé eitthvað almesta nauðsynjaverk sem hér liggur fyrir. Þetta er er svo himinhrópandi vitleysa hvernig fólk er dæmt til nærri eilífrar útskúfunar við það eitt að missa veraldlegar eigur sínar.

VG kemur æ betur í ljós sem samansafn sérvitringa af vinstri kantinum. það er alveg sama hvert litið er, þetta er allt svo einstakt lið og fjarri venjulegu fólki að það verður varla neitt á því byggt. Snertiflötur Sjálfstæðisflokksins og VG virðist helst liggja í afstöðunni til Icesace sem báðir þingflokkar vilja nú koma yfir þjóðina. En þingflokkar eru ekki endilega sama og flokkarnir sem þeir eru fulltrúar fyrir, sem kemur í ljós 9.Apríl n.k..

Sjá einhverjir betur til lands um þessar mundir ? Er ég bara svona blindur að sjá ekki birtuna framundan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigyn

Hvernig færðu það út að grein lítils drengs í ungliðahreyfingu VG á Akureyri sé skyndilega hugmynd flokks?

Það vantar aðeins í lýðræðisvitundina hjá þér félagi

Sigyn, 8.3.2011 kl. 17:57

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigyn mín góð,

Þú ert fullorðin og lífsreynd Rauðsokka. Mér finnst að þú megir nú ekki skúbba svona til hliðar svoan hugmynd sem barnaskap eins lítils drengs. Þettaer félag ungra manna sem eru að hugsa um umhverfi sitt og þjóðfélag. Þessar hugmyndir eiga hljómgrunn í hugmyndafræði VG. Þetta eru sósíalistar eða kommúnistar og allir vita hvað þeir vilja. Ég held að þetta hafi verið lýðræðislega afgreidd ályktun hjá þessum ungu mönnum. Ég sé þá ekki ná samhljómi við heimdellinga til dæmis

Halldór Jónsson, 8.3.2011 kl. 20:12

3 Smámynd: Sigyn

Hvernig færðu það út að grein sem strákpjakkur að norðan skrifar hafi verið lýðræðislega afgreidd? Eru líkur á því að grein 7 hæstaréttarlögmanna í dag hafi verið lýðræðislega afgreidd úr Félagi lögmanna þrátt fyrir að formaðurinn sjálfur hafi skrifað undir hana?

Nei minn kæri Halldór, áralöng reynsla mín af stjórnmálum hefur kennt mér að greinaskrif eru iðulega frá hjarta viðkomandi og tala ekki fyrir hönd hóps. Svo má deila um það hvort það sé við hæfi að einstaklingur í ábyrgðarstöðu tjái sig um sín hjartans málefni ef hægt er að skilja þau sem svo að þar tali ritari fyrir hönd margra. 

Þú getur kynnt þér síðu Ungra vinstri grænna, www.vinstri.is og séð þar að aldrei hefur samskonar ályktun verið send út - það stendur ekki einu sinni stafkrókur um málið í stefnu hreyfingarinnar.

 Hugsa fyrst Halldór, tala svo

Sigyn, 9.3.2011 kl. 17:24

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigyn mín

á stefnuskránni hjá ungum er að vinna gegn fákeppni í matvælaverslun. Þeir vilja gera eitthvað í því.Gæti það ekki verið með ríkisvæðingu?

Halldór Jónsson, 10.3.2011 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband