Leita í fréttum mbl.is

Bankastjóraskali

gæti reiknast á ýmsan hátt. Til dæmis:

Hver lánar mest?
Hver lánar best?
Hver gefur frest?

Allt má meta til launa.Hvað kemur útúr svona mati ef maður ber saman eftirtalda launatöflu:

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er með tæplega 1,1 milljón á mánuði. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, er með 4,3 milljónir á mánuði í fyrra, eða samtals 30 milljónir, en hann hóf störf í júní. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 2,6 milljónir á mánuði í fyrra eða 31,6 milljónir króna samtals.

Hver af þessum lánar bæði mest og best?

Öll eeru þessi laun k... og kanill miðað við Hreiðar Már sem fékk 80 milljón á á mánuði á sínum tíma. Enda lánaði hann miklu mest og gaf lengstan frest en ekki endilega best því hans banki fór á hausinn en Al-Thani og Óli í Samskip fóru með aurinn sem Davíð lánaði honum. En samt var sagt að það dygði ekki að bjóða honum Hreiðari Má minna því annars færi hann annað, því bankaheimurinn biði eftir svona manni. Hefur einhver heyrt hvaða banka í útlöndum hann stjórni núna? Eða hvert þessir bankastjórar sem taldir eru hér að framan, myndu fara ef þeir fá ekki þetta eða meira?

Ég er atvinnulítill um þessar mundir. Ég er alveg til í að gera launatilboð í að vera bankastjóri. Ég gef ekki upp strax hvernig ég myndi vinna á skalanum að ofan en ég yrði sjálfsagt minna fyrir frest og mest frekar en best.Og það er auðvitað ómögulegt í framsæknum bankarekstri

Mikið væri gaman ef einhveer spyrði sig að því hvernig maður getur fengið gott verð á stjórnun? Gilda aðeins öfug samkeppnislögmál á því sviði? Má ekki spara þar líka?

Er ég fyrirfram svo miklu vitlausari en næsti maður að það taki því ekki að spyrja mig? Nú eða bara þig?

Hvaða hæfileika þarf maður annars til að komast á bankastjóraskala? Eða forsætisráðherraskala? Að ég tali ekki um Seðlabankastjóraskala?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418441

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband