Leita í fréttum mbl.is

Áróður ?

en ekki fréttir, gæti manni dottið í hug þegar maður hlustar á fréttir í Útvarpi Allra Landsmanna, RÚV. Maður gæti spurrt sig hvort verið sé að beita skipulagðri misvísun til þess að fá þjóðina til að samþykkja Icesave III?

RÚV og Baugsmiðlarnir slá því upp sem stórfrétt að 63% þjóðarinnar ætli að samþykkja Icesave. Samkvæmt könnun Capacent er sagt.

En hvernig var þessi könnun Capacent?

1279 voru spurðir.
745 kusu að svara (58%)
545 tóku afstöðu(42%)
344 ætla að segja já (27%)

Sem sagt 27% af þeim sem spurðir voru ætla að segja já

Er þetta ekki nokkuð ljóst?

Hvervegna er þá talað um 63 % þjóðarinnar?

Af hverju matreiðir RÚV fréttir á þennan hátt? Ekki vill RÚV þjóna núverandi stjórnvöldum svipað og Pravda gerði í Sovét? Vill RÚV ekki vera Útvarp Allra Landsmanna? Líka þeirra sem ekki vilja borga Icesave?

Verður RÚV ekki að vanda sig til þess að engum detti áróður í hug?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já þetta er skrítin útreikningur. þetta er alveg óþolandi, líka áberandi hluttekning í kastljósi, hjá sumum spyrjendum!!

Eyjólfur G Svavarsson, 11.3.2011 kl. 11:18

2 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Þetta eru slík vinnubrögð að samstundis brottrekstur viðkomandi fréttamanns eða fréttastjóra væri á öllum ríkisfjölmiðlum í Evrópu meira að segja í Rússlandi yrði svona ekki liðið.

Að segja að 344 af 1279 spurðum séu 69% eins og fréttin var lesin er svívirðileg fréttafölsun.

Sveinn Egill Úlfarsson, 11.3.2011 kl. 12:46

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Sveinn,

En þetta er Ísland.

Eyjólfur,

við hefðum ekki fengið hátt fyrir svona reikninga í skólanum í gamla daga.

Halldór Jónsson, 11.3.2011 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband