14.3.2011 | 17:04
Frjálshyggja eða fangavist ?
finnst mér vera valið fyrir þessa þjóð eftir að hafa hlustað á Egil Helgason tala við hina venjulegu viðmælendur sína um lausnir á vandamálum íslendinga.
Eftir þennan Silfursþátt fannst mér að við værum pikkföst í sama farinu. Hugmyndafræðilegri kreppu á sósíalískum grunni, þar sem engar hugmyndir bærast aðrar en meira af því sama, skattahækkunum, launahækkunum, gjaldeyrishöftum, atvinnuleysi. Það er að mínu mati borin von að nokkrar þær lausnir komi frá þessu Egilsfólki sem breyti nokkru til næstu framtíðar. Það er svo rígfast í ömurleika þess daglega lífs sem nú ríkir hér, að það getur hreinlega ekki hugsað út fyrir hinn þrönga hring.
Lilja Mósesdottir lýsti skattastefnu sinni um stórauknar álögur á allt hátekjufólk. Hún segir ríkisvaldið hafa sannað það í gegn um tíðina að það hefur staðið vörð um þá lægstlaunuðu og líka þá hæstlaunuðu. Nú sé komið að því hæstlaunaða að borga meira. Kristrún Heimisdóttir benti Lilju á með of hárri skattlagningu kæmu læknar ekki heim til starfa. Já, hugsanlegt er það að bæði læknar og aðrir leiti sér grænni grunda.
Lilja sagði að samningsfrelsi yrði að ríkja í landinu og því yrði að skattleggja hálaun með skandínavískum prósentum. Þá gætu menn ekkert flúið. Hún kom líka með þær skoðanir að nafnbreyting á krónunni myndi nægja til al blekkja fjárfesta, sem væru væntanlega heimskingjar með gullfiskaminni í hennar augum. Þá myndu þeir taka gjaldmiðilinn okkar góðan og gildan. Ólafur Arnarson sagði auðvitað ekkert geta gerst hér fyrr en við bærum komnir með evru og gengnir í Evrópusambandið. Ekki fannst mér björt framtíðin eftir þær yfirlýsingar.
Seinna talaði Egill svo við Gylfa Magnússon sem er nýbúinn að vera viðskiptaráðherra Íslands. þar var uppá teningnum sama vantrúin á að frelsi gæti átt við á Íslandi. Höft væru það sem myndi blífa um mörg ár og krónan myndi duga Íslendingum áfram betur en evran Írum. Ekki hresstist ég við að horfa á þennan gest.
Eins og áður sagði, þá missti ég þarna mikið af voninni um að betri tíð væri í vændum við þenna þátt. Vonandi bara tímabundið þar sem maður vill alltaf drífa sig upp og hætta að sökkva sér í þunglyndið. Við aldraðir og öryrkjar getum heldur ekki farið neitt og erum því fangar í þessu landi með vonina eina að vopni.
En ef maður reynir að leggja saman fyrir sér hvað þetta Silfurfólk á allt sameiginlegt, þá er það trúin á sérmeðferðir fyrir alla hluti. Ekkert má ráðast af sjálfu sér og markaðnum. Hugtökin aflandskrónur, háskattar og lögþvingað gervigengi haftanna eru hagstjórnartækin sem þetta vinstra fólk á þó allt sameiginlegt. Hlutirnir verða að vera skipulagðir og hlýta reglum og leyfisveitingum á reglur ofan.
Eftir þennan þátt var ég sannfærður um að lausn á vandamálum Íslendinga er ekki í sjónmáli næstu ár að óbreyttu. Hér verður líklega sama eymdin áfram. Það skilur að himinn og haf núverandi hugarástand þjóðarinnar og trúna á markaðinn, frjálshyggjuna, hina ósýnilegu hönd og einstaklings-og atvinnufrelsið.
það er búið að koma því því inn að einstaklingurinn sem reynir að bjarga sér sé ávallt skálkur sem noti fyrsta tækifæri til þesas að stela og skara eldi ólöglega að eigin köku. Hann verði ávallt að meðhöndla og stjórna sem sakamanni með stöðu grunaðs. Hinir einu heiðarlegu séu opinberir starfsmenn sem verði að sækja sér kjarabætur með samstöðu og velheppnuðum verkföllum.
Ritstjóri Neytendablaðsins koma svo síðastur og lýsti því hvernig úthlutun verðmæta og kvóta hefur leitt þjóðina til einhæfni og kennisetninga sem eru þó aðeins klisjur ef grannt er skoðað. Til dæmis hugtakið sem er kallað matvælaöryggi. Hjá þjóð sem getur ekki neitt ef lokast á aðdrætti er þetta brandari. Allur landbúnaðurinn gengur á innflutningi. Lokist fyrir aðdrætti þá er ekkert matvælaöryggi til. Þá eru Napóleonsstríðsástand komið aftur og hungursneyð fyrir dyrum á Íslandi eins og þá var, þegar Magnús Stephensen var að reyna að útvega brýnistu lífsnauðsynjar til landsins.
Við Íslendingar gengum í EES á siðustu öld. Helst kratar halda því fram að þetta hafi gert eitthvað ólýsanlega gott fyrir þjóðina.En líklega hefur það núna snúist upp í andhverfu sína þegat við sitjum uppi með útlendingaherdeildir af atvinnulausum verkamönnum og svo frjálst flæði heilu þjófagengjanna sem bætast við okkar eigin vandamál.
Okkur var lofað frelsi tl orðs og æðis, fjárfrelsi , ferðafrelsi, frelsi fra átthagafjötrum, menntafrelsi þegar við kokgleyptum þessan samning. Okkur fannst vonandi réttilega að þarna væri hljómur frelsins frá áratuga kúgun okkar eigin heimsku og heimóttarskapar. En núna einum tuttugu árum seinna er ekkert af þessu frelsi lengur í gildi. Schengen-samningrinn hefur líka bæst við og nú vitum við ekkert hvaða lýður flæðir hingað inn meðan við getum ekki borgað löggunni vegna samdráttarsparnaðar.
Við erum sjálfir auðvitað búnir að brjóta þennan samning með höftum og kvótum og ríkisverslun. Hér er ekki ferðafrelsi lengur, fjárfrelsið er fyrir bí, átthagafjötrar eru komnir aftur, ferðafrelsi hefur verið stórskert með gjaldeyrsskömmtun. Svartamarkaðsbrask blómstar og spillingin í fjármálakerfinu er sem aldrei fyrr með sínum séra Jónum og sérmeðferðum.
Af hverju er þetta allt svona?
Það er vegna þess að það er búið að rægja frjálshyggjuna og frelsið sjálft burt með áróðri og blekkingum. Það er fátt eftir af EES-áhrifum innanlands nema nema hin neikvæðu og íþyngjandi og svo nafnið á samningnum, sem sagt er að tryggi að við séum enn aðilar að samfélagi þjóðanna.Við búum við gjaldeyrishöft eins vond og þau voru nokkurntímann í gamla daga.
Lilja Mósesdóttir leggur hiklaust til upptöku margfalds gengis, einskonar endurnýjun bátagjaldeyriskerfinsins, og svo auðvitað nýja ofurskatta. Kristrún blessaði þetta allt af hálfu Samfylkingarinnar væntanlega en hefur áhyggjur af því að læknar skili sér ekki heima að námi loknu.Hún spurði ekki hversvegna við værum þá að mennta fleiri lækna?
Stjórnlyndið er svo gerólíkt frjálshyggjunni að endalaust er hægt að skipa nýja starfshópa og samráðshópa til stýra öllum hlutum í stað þess að gera eitthvað í málunum. Allt þetta vinstra fólk viðist ekki geta ekki hugsað öðruvísi um einstaklinginn en að binda hann á bás og hirða af honum frelsið.Allt er athugað en ekkert gert.
Stjórnlyndið virðist byrgja þessu velmeinandi vinstrafólki sýn og þessi trúarbrögð eru eina haldreipi þess í heiminum. Það er eins og það treysti sér ekki til að lifa nema ríkið sé einskonar barnfóstra sem tryggi því ávallt framfærslu. Manni finnst stundum að sumt fólk sé svo hrætt við lífið að það vilji heldur gera ekki neitt en að taka áhættu og gera eitthvað.
Einungis með afnámi gjaldeyrishaftanna á einum degi og loforði til umheimsin af ábyrgu Alþingi sem er kosið í heiðarlegum kosningum þannig að styrk kjörtímabilsstjórn geti myndast sem á ekki líf sitt sífellt undir hlaupastrákum og tækifærissinnum, er hægt að endurreisa landið í anda frjálshyggjunnar. En frjálshyggjan hefur reynst þessari þjóð best hvernig sem á það er litið. En til þessa er núverandi Alþingi gersamlega ófært og það verða að verða hér kosningar áður en nokkuð getur gerst. En meðan það gerist ekki þá gerist heldur ekki neitt annað.
Endurreisnin myndi líklega byrja á snöggu gengisfalli. Þrjúhundruðkall evran og bensínið og allt innflutt stórhækkar. Útgerðin græðir sem aldrei fyrr og vöruskiptajöfnuðurinn verðu hagstæðari en nokkru sinni. Allur almenningur er við auðvitað við hungurmörk og verkföll hálaunastéttanna sjálfsagt byrja.
En það sem öllu máli myndi skipta væri að eigendur aflandskróna myndu treysta því að til næstu fjögurra ára þá verði gengið frjálst skráð samkvæmt framboði og eftirspurn. Þá yrði mjög stutt í kraftaverk undursamlegra en nokkur sér fyrir núna.
Erlend fjárfesting mun leita hingað aftur og gengið styrktist því aftur mjög hratt. Allir gætu átt og keypt þann gjaldeyri sem þeir vilja. Völd þeirra sósíölsku efnahagsóvita sem nú ráða hér ríkjum yrðu skert til heils kjörtímabils og öll líkindi eru til þess qð fólkið myndi sjá þvílíkar breytingar í efnhags og lífskjörum í landinu að stjórnarflokkar þeir sem að þessum breytingum stæðu mynndu ekki tapa þarnæstu kosningum. Nýtt gullaldarskeið gæti hafist undir fánum frjálshyggjunnar.
Sumir segja að þetta gerist ekki í næstu Alþingiskosningum. Þjóðin sé ekki tilbúin. Hún eigi eftir að fá eitt gnarrískt kjörtímabil þar sem vitleysan bara vex. Þarnæst komi umskiptin. Ég get því, vegna minnar úldnu kennitölu, horft fram á ömurlegt ævikvöld í alþýðulýðveldinu Íslandi, þar sem næsti áratugur mun hugsanlega líða án þess að fari að rofa til. Þesvegna vildi ég að ég gæti verið annarsstaðar en hér.En öryrkjar og aldraðir geta ekkert farið og eru bara fangar fantanna sem virða þá ekki viðlits milli kosninga.
Hér blasir því miður við fangavist fólksins í útlegð frjálshyggjunnar í næstu framtíð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Skattar eru lagðir á laun opinbera starfsmanna til að taka þá af aftur. Erlendis
Landsvæði eru metinn með tilliti til hlunninda og hámarks tekju möguleika: guðslaun síðan, síðan er ákveðinn fastur lámarksskattur skattur tekinn til eilífðar. Þetta er grunnur Íslenskra skattatekju stefnu.
Aðferðir til skattheimtu og túlkun á þeim er á margan hátt: eftir stjórnmálskoðunum og öðrum trúarbrögðum.
Mín hægri stefna er að lámarka miðstýringar skatta eftir öllum leiðum og dreifa heildar sköttum stjórnsýslu á sem flesta einstaklinga, tekjustofna.
Ég vil táknrænan 5,0% [t.d] lámarks skatta á allar tekjur [vaxta, laun, bóta og fyrirtækja]. Engan persónu afslátt eða nefskatta. 20% [t.d.] skatti í 1. þrepi launstigans, 30% [t.d.] í öðru og 40% [t.d.] í efsta.
Ég tel suma hæfari en aðra til bera skatta. Ég tel að tekjur fyrir skatta álögur skipta alla mestu máli.
Ég tel því ekkert vit í öðrum samanburði en að horfa á tekjur fyrir skatta.
Einfalt skattkerfi út á við arðbærast, hinsvegar er að skipta tekjum niður í bókhaldi stjórnsýlunnar í hlutfallslega skiptingu eftir ráðuneytum.
Ég vil hampa vsk- rekstri og byggja upp hlutbréfamarkað hér sem einbeitir sér af smá vsk rekstra formum í Alþjóðlegum samburði. Sem aðal fjármögnunar aðferð vsk rekstraforma og líka sparnaðarform almennings.
Ég vil alls ekki reyna að græða á vaxtarmun í veltulána viðskipum við erlenda fjármálageira. Ég tek ekki þátt í keppni þar sem ég er ekki öruggur í það minnst um þriðja sæti. Þess vegna er besta að velja sér keppni við hæfi.
Ég var að lesa Moody's, : The government believes...
Not expects, reckon, valuates, estimates ,.... Erlendis eru hæfir menntamenn þjálfaðir í því að velja nákvæmlega orðið með réttu merkinguna. Ég treysti ekki ráðstjórn sem blandar saman trú og raunvísindum.
Þú er í alvöru banka og biður um lán, þá þýðir ekki að segja ég trúi því að geti borgað, þetta er alvega ný fjármálafræði á Íslandi.
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1149839/
Hér er íslenski tekju skattsgrunnurinn í dag.
Meiri hlutinn greinlega metnir aumingjar sem halda ekki um neyslu hér.
Veðlána grunnur sem var innleiddur hér með Íbúðalánsjóði reynist við athugun subPrime með ömurlegt lánshæfi. Lán brenna ekki upp í ráðgerðri verðbólgu það er þeim hluta sem sannast ekki raunhagvöxtur, greiðslu byrði léttist ekki á lánstíma hún hækkar. Heildarskuld lán og tekjur fer seint niður undir veðbönd og það telst sein þroska [mature].
Það má auðveldlega reikna út að þetta form gengur ekki upp í nema 5 ár, og getur aldrei orðið hluti að AAAA++++ veðlánsafni, heldur veldur hruni á öllu sem byggir á því.
Hversvegna eru 80 % sambærilegra lánsforma í USA til 30 ára með föstum nafnvöxtum og föstum jafn háum að nafnverði greiðslum allan lánstímann? Síðan 1920.
Þegar verðbólga er nánast örugglega 90% á 30 árum í USA síðustu 90 ár?
Það er til að brenna upp ráðgerðri óþarfa verðverðbólgu. Ekki til að byggja of stórt eða hækka hækka fasteigna veð?
Júlíus Björnsson, 14.3.2011 kl. 22:22
Júlíus Bearson
Þínar hugmyndir í skattamálum líka mér vel. Væri betur ef fylgi fengist við þær. Þær eru svo miklu skynsamlegri en skattastefna Steingríms og Indriða, að beinskattleggja öll lífsins gæði.Skattleggja virðisaukann af starfsemi heldur en að skattleggja smíðaviðinn og orku smiðsins. Það er svo mikill grundvallarmunur á slíku sem kommúnisti getur aldrei skilið en frjálshyggjumanninum er auðskilið.
Halldór Jónsson, 15.3.2011 kl. 11:59
Já og takk fyrir þína analysu á snertluni að ofan. Þetta mál þarfnast útbreiðslu
Halldór Jónsson, 15.3.2011 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.