Leita í fréttum mbl.is

Vor í lofti?

fannst mér ég skynja augnablik þegar ég frétti af tíðendum úr þingflokki VG.

Getur verið að þrautum þjóðarinnar fari að linna? Þessi ríkisstjórn fari nú fljótlega veg allrar veraldar og verði fáum harmdauði. Að mínu áliti hefur henni illa tekist um flest vegna sundurþykkis aðstandendanna. En þar rekur sig hver á annars horn eins og hendir graðpening vorn eins og stóð í kvæðinu.

Ég lyngdi augunum og lét mig dreyma. Kosningar í maí n.k.. Sjálfstæðisflokkurinn með mörgum nýjum listaandlitum bætir væntanlega við sig verulega. VG hlýtur að bíða afhroð og fylgi Samfylkingar dalar eitthvað þó að þeir vísi ábyrgð á hendur öðrum eins og þeirra er háttur. Ný forysta hennar og þá líklega Össurar mun þó breyta ásýnd flokksins, sem getur þá farið að snúa sér aftur að stjórnmálum frá rakettusýningum og Evrópubandalagsumræðum.

Framsókn nýtur málflutnings formanns síns vafalaust og forframast því eitthvað. Hreyfingin væntanlega hverfur enda fáu einu komið til leiðar á sinni starfsævi. Nýjar trúðahreyfingar eru ekki líklegar til að ná árangri þar sem Besti Flokkurinn er þegar búinn að sýna sínar bestu hliðar og þær misjafnlega bestar.

Alefli yrði beitt fyrir atvinnusköpun. Stóriðjuframkvæmdir færu hugsanlega eitthvað í gang. Sérstaklega ef ný Seðlabankaforysta fyndi leiðir út úr gjaldeyrishöftunum, sem margir telja nú að sé forsenda viðreisnar þjóðfélagsins. Einhverjar tímabundnar þrautir munu því sjálfsagt fylgja. En allt verður þetta viðráðanlegra þegar Icesave málið er frá.

Djarfhuga tillagna nýrrar stjórnar til hvatningar þjóðarinnar og sérdeilis ungs fólks til að neyta krafta sinna og eflast í trú á landið og framtíðar þess, er beðið sem regns í eyðimörk. landflóttinn myndi vonandi stöðvast en gæta þyrfti þess að skipinu slái ekki flötu eftir að búið er að venda. Æðibunugangurinn hefur oft orðið okkur að falli.

Það getur þessvegna vel verið að það sé vor í lofti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband