Leita í fréttum mbl.is

Auðlindirnar

eiga að vera í íslenskri eigu ! Það er sá grunntónn sem flestir Íslendingar vilja byggja á. Þetta tyggja stjórnmálamenn upp sem sérstaka ást sína og áhugamál og sönnun fyrir gæsku sinni.

En peningar þekkja engin landamæri sem kunnugt eer og enginn borgarmúr er svo hár að asninn hans Fillipusar með gullklyfjarnar komist ekki yfir hann.

Hversu mikið af kvótanum er enn í íslenskri eigu? Veit það einhver? Á sínum tíma var sagt að enginn þorskur synti í sjónum umhverfis Íslands án veðmiða frá Landsbankanum uppá fjórfalt verðmæti sitt. Afleiðusamningar, vafningar, skuldabréf og allur þessi djass ?

Hver á veðin sem Landsbankinn átti? Erlendir kröfuhafar?

Hver á kvótann sem Kínverjar eru að kaupa?

Hver raunverulega á þá fiskinn? Hver á auðlindirnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta er ekki glæsilegt útlit Halldór. Eg tel að ef við tökum ekki á þessu kvóta máli þegar í stað ráðum við engu um fiskveiðistjórnina. Ef haldið verður áfram í kvótakerfinu myndast hefðir fyrir veðunum og þjóðin hættir að hafa fyrst yfirráð síðan tekjur af auðlindinni. Spurning hvort þetta tengis því offari LÍÚ sem á sér stað núna þegar menn hótast við Ríkisstjórnina.

Við höfum tækifæri núna til að breyta í Sóknarmark án þess að það hafi nein áhrif á hag þjóðrinnar þó síður verði. Með því leysast öll þau vandamál sem skapast hafa í tíð kvótakerfisins og stóraukinn afli bers að landi.

Ólafur Örn Jónsson, 1.4.2011 kl. 19:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka þér fyrir þetta innlegg Ólafur Örn. Það getur enginn afgreiit togaraskipstjóra eins og þig  sem einhvern Pétur eða Pál af götunni.

Mér finnst til um það þegar þú bendir á hversu lítið kvótakerfið sjálft stuðlar að uppbyggingu fiskistofnanna eins og það er kallað. Ég man að Einar heitinn Oddur lagði áherslu á þessa atriði og taldi það ástæðu öðrum fremri til endurkoðunar kerfisins. Það væri greinilega ekki að virka.

Jón Kristánsson hefur verið óþreytandi á að greina veilurnar í reikningskerfinu öllur og tíundað vel hversu mikið ósamræmi er í spánum og uppskerunni.

Kannski kemur einhver hreyfing á málin ef félagsmenn í LÍÚ eru farnir að selja kvótann sinn til útlanda. En mér finnast daufar undirtektir við slíkum fréttum. 

Halldór Jónsson, 1.4.2011 kl. 22:56

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér fyrir Halldór. Ég get lofað þér því að við værum fleiri að mótmæla þessari vitleysu bæði kollegar mínir og vísindamenn ef menn væru ekki hræddir um afkomu sína. Ef einhver minnist á eitthvað sem miður fer á skipi sem hann er á eða gagnrýnir kvótakerfið er hann umsvifalaust rekinn og settur á "dauðalista"*. 

Því miður hafa vissir aðilar komist upp með að hóta mönnum í greininni eða hreint út sagt látið reka menn úr störfum sínum sem látið hafa skoðanir sínar í ljósi. 

 Mitt álit er að þjóðin þarf að fá yfirráð yfir auðlindinni með Sóknarmark og kæmust útgerðamenn þá ekki upp með svona framkomu gagnvart fólki og þjóðinni. 

*Dauðalisti var fundinn upp af Þorsteini Má og Kristjáni Ragnarsyni. Ef maður í sjávarútvegi lendir á "dauðalista" fær hann ekki starf á skipum og ef fyrirtæki tengt sjávarútvegi ræður kauða er stjórnendum þess fyrirtækis tilkynnt að ef það losar sig ekki við manninn verði engin viðskipti höfð við fyrirtækið af aðilum LÍÚ. 

Ólafur Örn Jónsson, 2.4.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband