Leita í fréttum mbl.is

Aumingja Orkuveitan!

segir forstjórinn Bjarni í Morgunblaðinu.

"...afborganir af lánum OR, nema um 107 milljörðum króna til ársloka 2016. Þar af eru 17 milljarðar króna á gjalddaga á þessu ári, 13 á næsta ári og 29 milljarðar árið 2013. Þá eru vaxtagreiðslurnar ótaldar...."

Þessvegna á að hækka orkuna um þriðjung eða svo. Jafnvel þó að Seltjarnarnes geti við núverandi aðstæður selt sítt hitaveituvatn a helmingi lægra gjaldi en OR.

Hversvegna er allt í klessu hjá OR? Duttu þessar skuldir af himnum ofan herra forstjóri?

Má rifja upp fyrir mönnum að 1994 var fyribæri að stjórna borginni sem hét R-listinn. Hann hélt völdum með því að gera Alfreð Þorsteinsson af stjórnarformanni OR. Margir muna eftir lúxusnum í kringum stjórnartíð Alfreðs og allr góðu hugmyndirnar hans sem þá var hrint í veruleika. Eitt var ljósleiðari á Seltjarnarnesið, annað gagnaveitan LínaNet,svo Rafmagnslína,TetraLína, Risarækja og Guð veit hvað hann Alfreð var uppátektasamur. Móttóið var allt nema að skaffa ódýrt vatn og rafmagn. Allar smáhitaveitur keyptar upp í sveitir til viðbótar þessu.

Forsprakki R-listans var auðvitað stórstirni feminísta, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Í mínum huga einhver ósvífnasti og frekasti pólitíkus allra tíma. Sagði hvítt svart og svart hvítt blákalt í mörgum beinum útsendingum. Og vinstri pressan sá til þess að húna var aldrei krafin reikningsskila á staðreyndaumsnúningi. Þessi Ingibjörg tvöfaldaði svokallað afgjald af Orkuveitunni í borgarsjóð og byrjaði held ég með 1.5 milljarð sem afgjald þarna sem svo auðvitað hækkaði ár frá ári.Ég man ekki allar þessar tölur og nenni ekki að fletta þeim upp. En þær eru svona í laginu.

Svo átti bærinn hlut í Landsvirkjun. Hann seldi hún á 28 milljarða held ég sem var talið vera gjöf en ekki gjald. Allt þetta var keyrt í félagsmálin í borgarsjóðnum á góðverkareikning ISG. Engin ný hverfi voru brotin til bygginga, engar götur lagðar. Engar lóðir voru í boði hjá Reykjavíkurborg árum saman. Á þessu fitnuðu auðvitað Kópavgur og Hafnarfjörður og þúsundir pólitískra flóttamanna í þeim skilningi streymdu þangað eins og raunar ég sjálfur áratugum fyrr undan íhaldinu þá.

Á þeim tíma sem liðinn er síðan þetta var hafa að minnsta kosti 50 milljarðar runnið út út OR og í félagsmálakassann hjá Borgarsjóði.

Finnst mönnum sjálfsagt að allir skuli núna, ekki bara Reykvíkingar, heldur líka Kópavogur, Hafnarfjörður, Akranes, Grímsnes, Mosfellsbær og fleiri eigi að borga þrjátíuprósent hækkun á heitavatnið og rafmagnið þar sem það á við eins og á Seltjarnarnesi og sfrv. Allt til þess að endurgreiða 50 milljarða sukkið hjá Alfreð og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Já aumingja Orkuveitan Bjarni minn. Það erum í rauninni ekki við sem eigum að borga heldur hann Jón Gnarr. Í stað þess ætlar hann að skrifa sögu Orkuveitunnar. Vonandi kemur þá sannleikurinn í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Kannski að þú ættir að skrifa "Sögu Orkuveitunnar - frá sjónahóli Kópavogsbúa" Halldór....? Þú ert alla vega kominn með beinagrind að einum kafla....

Ómar Bjarki Smárason, 2.4.2011 kl. 13:15

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Alfreð, hvar er hann þessi kafbátur sem þvaðraði í sífellu ef hann rak skakka sjónpípunna uppúr og fór svo í kaf til að þurfa ekki að svara óþægilegum spurningum, sem þó komu undarlega sjaldan? 

Hann keypti allt sem falt var og það skipti eingu máli hvað það kostaði.

Þessi kafbátur var ein af helstu  álitsgjöfum í tíð Ingibjargar Sólrúnar í borgarstjórn og hefur verið undalega lengi í kafi núna.    

Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2011 kl. 15:48

3 Smámynd: Alfreð K

Algjörlega sammála greiningu Halldórs á Orkuveitunni og þátt Alfreðs Þ í að skapa öll okkar vandamál nú með þessar algjöru grunnþjónustur okkar, heita vatnið og rafmagnið.

Sá maður bruðlaði með skattfé okkar almennings í þessum dýrmætu sameinuðu veitum okkur í mörg mörg ár og nú sitjum við almenningur eftir í skuldasúpunni sem hann skapaði ásamt R-listanum og ber höfuðábyrgðina á!

Og af viðbrögðum hans að dæma þá og nú kann maðurinn ekkert að skammast sín og telur sig ekki hafa gert neitt rangt. Af hverju drögum við ekki svona menn eins og Alfreð Þ fyrir Landsdóm? (Hvað höfum við í augnablikinu með bangsann Geir að gera þarna?)

Alfreð K, 2.4.2011 kl. 18:42

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fólk sem ekki er með ágætis einkunn, í tvíhliðabókhaldi, algebru og Tveimur EU tungumálum minnst, á ekki að útskrifast til æðstu ákvarðananna í nokkru ríki.   

Borgarfyrirtækin í gamla daga voru vel rekin þótt ekki væru áhættu fyrirtæki, vegna þess að ábyrgir aðilar voru settir yfir þau.  

Afætu reynsla innan stjórnsýslunnar kemur ekki að nokkrum notum þegar að kreppir. Þetta er staðreynd sem þeir greindu með alvöru reynslu er meðvitaðir um.   7,5% er eðlilegt hlutfall í UK fyrir þá sem útskrifast með meiriháttar Univerisity próf.  Þeir heyra alltaf á mæli þeirri sem er minniháttar. Frakkar og Þjóðverjar t.d. vita að 10% mannkyns er yfir meðalgreind, þess vegna eru þeir með síu í sínu mennta kerfi.  

Alþjóða viðskipti hafa alltaf gengið út á Master Mind. Yfirstéttin í Ríkjum með síu menntakerfi  lætur ekki fjöldann eða meðalgreinda hafa áhrif á sig.   Pólitíkusarnir [multi bitches] koma og fara en rauðir ráðgjafar lifa áfram í baklandi stjórnsýslunnar: hér er hún uppfull af gæðingum.

Júlíus Björnsson, 3.4.2011 kl. 05:29

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, þá sögu þyrfti að skrifa og gefa út fyrir næstu kosningar. Hún er lygileg.

Hrólfur, hann fékk allt sem honum datt í hug. Mér fannst ISG alltaf vera eins og ljónatemjari sem er inni í bútinu með stóru karlljóni. Þegar það urraði þá þeytti ljónatemjarinn ketkrofi í gin þess og þá malaði það friðsamlega. Þá gat ljónatemjarinn snúið í það bakinu um stund.

Alfreð K., þegar við lesum innlegg Júlíusar fyrir neðan þitt, þá læðist að manni grunur um það hversvegna svo margt er með þessum hætti hjá okkur.

Og Júlíus

þú segir það sem aðrir þora ekki að segja. Því miður er margt fólk sem tekur ákvarðanir fyrir okkur hreinlega ekki nógu siðað né upplýst til að bera þá ábyrgð sem til þyrfti.Niðurávið snobb er kallað alþýðlegheit hjá okkur. Hér hefur aldrei verð til neitt aristókratí utan einstaka höfðingi, sem venjulega hafa þá ekki mátt við margnum.

Halldór Jónsson, 3.4.2011 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband