Leita í fréttum mbl.is

Hættið að tala okkur niður

voru skilaboð Ólafs Forseta til forystumanna vinnumarkaðarins. Orð í tíma töluð. Þessi barlómur Villa, Gilla og Finna er óþolandi. Útgerðin geri ekki út nema hún fái eiífðarábúð á kvótanum.

Ekki verði fjárfest í sjávarútvegi fyrr en óvissunni um kvótann verði eytt. Útgerðin er sögð skulda 600 milljarða í það minnsta. Þýðir það ekki að mestöll fjárfestingin hefur verið tekin að láni á undaförnum árum? Sjávarútvegurinn fjárfestir þá væntanlega lítið nema ef ríkisbankarnir vilji lána honum þar sem gróðinn núna hefur greinilega farið annað en í greinina sjálfa.

Fyrir hrun var sagt að enginn þorskur synti í sjónum um Ísland nema með miða á hausnum sem segði að hann væri veðsettur Landsbankanum fyrir þrefalt verðmæti sitt. Nú eru sögur í gangi að sumir útgerðarmenn hafi þegar selt kvótann sinn til útlendinga.

Við núverandi aðstæður og erfiðleika almennings er ótækt að þessir aðilar vinnumarkaðarins beiti þjóðina pólitískri fjárkúgun af þessu tagi. Svartagallsræður í tíma og ótíma telja aðeins upp erfiðleika böl og þraut og landsmönnum er hótað öllu illu ef þeir fá ekki sínu framgengt með festingu kvótakerfisins. Því má aldrei breyta.

Útgerðin hefur varla lifað aðra eins veltitíma og nú meðan gengið er svona lágt. Falli það enn meira verður sjávarútvegur orðinn að gullgreftri. Til viðbótar myndi ný ríkisstjórn líklega auka kvótana í öllum tegundum. Útgerðin ætti því ekki að vera með þennan sífellda "Kristjánska harmagrát" en vera í heldur í startholunum til að rífa þjóðina upp úr táradalnum sem hún hefur verið í á næstliðnnum árum hinna glötuðu tækifæra eins og forsætisráðherrann réttilega gerir sér ljóst.

Forsetinn sér ótal möguleika framundan fyrir Íslendinga. Sem fremstur meðal markaðsmanna landsins hefur hann lýst því að útlendingar bíði í röðum að fá tækifæri til samvinnu við Íslendinga. Þessvegna finnst honum eðlilega brýnt að við hættum að tala okkur niður. Hættum að rakka okkar eigin þjóð niður þó að við höfum fellt Icesave og Moodys sé hugsanlega í fýlu. Það er ýmislegt sem getur breyst ef við getum hrist af okkur krataadoðann sem liggur eins og mara yfir þjóðlífinu. Það verður engin nýsköpun hjá þeim sem liggur í bölsýni og barlómi.

Upp Íslendingar ! Hættum að tala okkur niður ! Tölum okkur heldur upp!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband