Leita í fréttum mbl.is

Ólafur brillérar á Blomberg

í viðtali við ágenga fréttakonu á þeim bæ. Þrátt fyrir frammígrip og nokkuð ruddalegar spurningar hélt Ólfur svo fast og rökvíst á málstað Íslendinga að betur gerir varla nokkur Íslendingur.

Það er eitthvað meiri reisn og kraftur yfir Forsetanum okkar heldur en skötuhjúunum sem fyrir ríkisstjórninni fara. Málflutningur þeirra Jóhönnu og Steimgríms virðist miklu frekar ganga út á það að keyra Ísland fyrir dómstóla nú þegar þau sjálf hafi orðið þríafturreka með þá fyrirætlan sína að smeygja Icesave beislinu upp í Íslendinga. Hagsmunir Íslands virðast þeim ekki sérdeilis hugfólgnir en hagsmunir gömlu nýlenduveldanna Hollands og Bretlands komi þar langtum framar. mann gæti grunað að þeim sé svona mikið í mun að láta atkvæðagreiðsluna hafa ekki neikvæð áhrif á aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu.

Jóhanna lýsir því að þjóðin hafi valið versta kostinn í stöðunni og að framundan sé upplausn og óáran hjá klofinni þjóð. Steingrímur tilkynnir í beinni útsendingu í BBC að Ísland sé á leið með málið fyrir ESA og jafnvel EFTA dómstólinn. Það er ekki verið að bíða eftir viðbrögðum hinna samningsaðilanna heldur lagt af stað með svona yfirlýsingar fyrir hönd þjóðarinnar.

Við þessar aðstæður er traust að því að eiga svo skeleggan talsmann sem er Forseti vor, prófessor dr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hann rís svo sannarlega yfir fallið flatlendið. Og mælir auk þess svo vel á enska tungu að allir mega skilja.Forsetinn er orðinn einn fremsti markaðsmaður landsins og virðist óþreytandi að vinna hagsmunamálum landsins án þess að hafa til þess sérstakt leyfi frá ráðherrum eða útvöldum þingmönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Og er það ekki dæmigert, Halldór, að þegar einhver skarar fram úr þá vilja ráðamenn helst losna við þá og breyta embættinu þannig að forsetar framtíðarinnar verðu múlbundnir blýtantsnagarar!

En kannski við ættum að fara að gera það að skilyrði að forsætisráðherrann sér með doktorspróf...? Það gæti leitt til hærri launa á línuna.....! Og á þessum tímum tækni og framfara ætti það að vera réttmæt krafa að forsætisráðherra, ef ekki ráðherrarnir allir séu þokkalega mælandi á erlend tungumál eða hafi að öðrum kosti fólk í sinni þjónustu sem getur svarað fyrir bæði sig og þjóðina.... Nú eða kannski að við ættum bara að kjósa prófessor dr. Ólaf alla vega eitt kjörtímabil enn..... Hann verður að sitja fram yfir 2016 til að við höfum öruggan málssvara um Icesave málin.....

Ómar Bjarki Smárason, 11.4.2011 kl. 22:17

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ólafur á mitt atkvæði víst hvenær sem hann þarf á því að halda. Minna get ég ekki gert fyrir mann sem er búinn að bjarga þjóð sinni í tvígang frá sjálfri sér og hinum þeim verstu dárum sem hægt var að finna.

Mér finnst að enginn nútímamaður geti sætt sig við ráðherra sem ekki mæla á erlendar tungur, það er liðin tíð að það dugi að hafa átt fræga ömmu eða eitthvað svoleiðis. Nútíminn krefst þess að fólk geti átt bein samskipti við annað fólk án túlka.

Og ég lýsi mig alveg andvígan hugmyndum Steingríms um það að srjórnlagaþingsskrípið taki málskotsréttinn af forsetnaum. Það veitir ekki af að haf það inni þegar þingið getur heilabilast svo gersamlega sem það gerði. Það er ekki einu sinni hægt að treysta Sjálfstæðisflokknum lengur sem maður þó gerði lengst af.Ef hann getur klikkað svona eins og hann gerði, þá verður 26 gt. að vera inni.

Halldór Jónsson, 11.4.2011 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband