Leita í fréttum mbl.is

Til hvers er Alþingi

núna þegar ljóst er að ríkisstjórn landsins getur ekki komið neinum málum í gegn nema semja til hægri eða vinstri við stjórnarandstöðuna í sínum flokkum eða öðrum ?

Er þjóðin ekki meira og minna á sjálfstýringu embættismannanna ? Hefði Sir Humpfrey ekki talið þetta sína stóru tíma? Skyldi blaðafulltrúi Vegagerðarinnar ekki geta upplýst okkur um stöðu mála á hans stofnun til dæmis?

Nú er hafin undirskriftasöfnun gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Biðlað er til Forsetans að taka í taumana og væntanlega setja málið í þjóðaratkvæði. Víst eru ótrúlegir hlutir í því frumvarpi sem betra væri að vera án.

Ríkisstjórninni er enn einu sinni að takast að búa til rakettusýningu sem fær fólkinu eitthvað annað að tala um en ástandið sjálft. Nú getur Steingrímur hnjóðað í Forsetann og Stjórnarskrána,Þorvaldur Gyhlfason getur boðað þjóðinni fagnaðarerindi stjórnlagaráðsins um kvótann í Fréttablaðinu þeirra Baugshjónanna. Jóhanna lofað Bretum gulli og grænum skógum í bætur hvað sem þeim möguleika líður að Ísland sé sýknað saka og eigi sitt þrotabú sjálft. Allt má ræða nema vandamálið sjálft. Kreppuna, atvinnuleysið, landflóttann.

Hinsvegar er athygli vert að stuðningur við þingrof var mun minni en traust á ríkisstjórninni. Er stjórnarandstaðan þá enn talin hræðilegri en hin hræðilega ríkisstjórn? Eða að þingmenn bresti kjark til að takast á við vandamálin? Eða þeir séu svo hræddir um stólana sína í nýjum kosningum?

Hefur virðing Alþingis vaxið meðal fólksins eftir fall vantraustsins og eins atkvæðis meirihluta stjórnarinnar?

Hugsanlega mælir einhver stöðu Alþingis núna í hugum fólksins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband