Leita í fréttum mbl.is

Eftirlaunahugsjónin

er hugsanlega einhver þáttur í afstöðu Birgittu,Eyglóar,Sivjar og Guðmundar þegar þau greiða atkvæði á móti þingrofi en ekki á móti vantrausti. Þessir háttvirtir þingmenn reikna greinilega ekki með því að eiga afturkvæmt í þingsali eftir næstu kosningar. Að vonum ?

Sumum finnst óþarfa prjál í því að þingmenn tali um hvorn annan sem háttvirta og hæstvirta. En af hverju er þetta svo?

Amma mín Sigríður Jónsdóttir Ólafssonar ritstjóra og margkjörins þngmanns, sem sagði m.a. af sér þingmennsku vegna þess að hann gæti ekki setið með slíkum fíflum og þar væru saman komnir, sagði mér ástæðuna. Hún var sú, að faðir hennar, sem hún hafði í hávegum þrátt fyrir að hafa verið álitinn mesti ritsóði í orðbragði(sem þætti líklega ekki mikið í dag),hefði ofboðið orðbragðið á þingmönnum sem kölluðu hvorn annan öllum illum nöfnum úr ræðustóli Alþingis. Sögðu líklega upphátt það sem nútíma þingmenn hugsa til hvors annars á stundum. Hann fékk því til leiðar komið að þeir myndu eftirleiðis ávarpa hvorn annan með kjörforsendum sínum s.s. hæstvirtur 3.landskjörinn osfrv. Ef til vill hafa þeir samþykkt þetta vegna þess að þetta kom frá mesta skammakjafti þjóðarinnar á þeim tíma, þó ekki kæmi amma mín með þá tilgátu, því hún hafði föður sinn í hávegum.

Til hvers er annars verið að treina setu þessa Alþingis? Er þessi samkunda ekki búin að sýna það og sanna að hún er til einskis afgerandi megnug? Þjóðin er sammála um að of hægt hafi gengið. Þúsund rafiðnaðarmenn eru farnir og þúsundir úr öðrum stéttum. Þessi ástæða er ærin einkunnagjöf fyrir þetta þing því straumurinn heldur áfram. Í dag eru stórir fundir "Agenta" til að fá fólkið okkar til Noregs, svipað og var fyrir fyrri aldamót um Vesturferðir. Hvað er þessi ríkisstjórn að þráast við að viðurkenna að henni hefur ekki miðað sem skyldi ? Þarf að berja hana út á Austurvelli eins og henni var komið inn?

Blasa hugsjónir þingmanna við okkur í þessari slímsetu? Snúast þær virkilega um eigin rass og þægindi? Um það að safna eftirlaunarétti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband