Leita í fréttum mbl.is

Kjarabætur í krónum !

eru nú loks mögulegar.

Það er mikið talað um nauðsyn á þriggja ára kjarasamningi. Ef það tekst ekki vegna kvótamálanna, þá er talið hægt að semja til skemmri tíma. Og nú eru þær aðstæður í þjóðfélaginu, að það er hægt að semja um raunverulegar kjarabætur til allra. Í fyrsta sinn lengi. Af hverju?

Það eru núna gjaldeyrishöft í landinu. Genginu er handstýrt af Seðlabankanum. Það er mikið talað um að Íslendinga skorti alvörugjaldmiðil eins og þeir kalla það. Hann verður að heita eitthvað annað en króna segja þeir. En hversvegna ekki að gera krónuna betri?

Látum Má hækka gengi krónunnar um 10 % Í stað þess verða engar taxtahækkanir. Fylgt verði eftir að allur innflutningur lækki í takt við gengið. Allir fá meira fyrir krónuna sína í búðinni. Bensínið lækkar, brauðið lækkar. Allt lækkar nema kannski kaupið hjá skilanefndunum.

Sjálfsvirðing Íslendinga vex sem afleiðing af þessu. Traustið innanlands vex.

Af hverju ekki að semja um kjarabætur í krónum í stað þess að semja um hreina verðbólgu eins og  venja er í okkar  hefðbundnum "kjarasamningum" 

Fáum okkur kjarabætur í krónum !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Styrking krónunnar um 10% þýða aðeins kjarabætur til þeirra sem hafa örugga vinna og öruggar tekjur í krónum!

10% styrking þýðir að útflutningsaðilar fá 10% minna fyrir útflutninginn, að fjárfestingar í útflutningsatvinnuvegum verða óarðbærar og atvinnuleysi eykst.

10% styrking þýðir líka að landið fer aftur að safna skuldum sem greiða þarf í framtíðinni.  Ætlar þú í alvörunni að senda reikninginn fyrir bruðlinu til framtíðarkynslóða?

10% styrking þýðir líka að ef krónan er ekki ónýt þá verður hún það á mjög skömmum tíma.

.. ætlar þú í alvörunni að segja að það sé meiri ávinningur af höftum en frelsi?  ... og ætlar þú endanlega að rúsa krónunni?

Lúðvík Júlíusson, 17.4.2011 kl. 11:16

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

.. og ætlar þú endanlega að rústa krónunni?

Lúðvík Júlíusson, 17.4.2011 kl. 11:17

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll L´ðvík, takk fyrir þettaþ

10 % styrking sem kemur fram í verðlaginu kemur til allar, líka þeirra sem hafa ekki vinnu.

Útflutningsaðilar eru jafnsettir því þeir þurfa ekki að borga þessi 10 % í launin sem þeir ætluðu annars að gera.

Hvernig færðu það út að landið fari að safna skuldum sjálfkrafa? Ég sé það ekki.

Næstsíðustu málsgreinina skil ég ekki.

Síðustu málsgreinina skil ég ekki heldur. Það er handstýrt gengi og ríkisstjórnin segir að það verði áfram svo.

Hugsaðu málið betur. Það er ekkert náttúrulögmál að gengi dollarsins sé ákveðið 112 ef einhverjum embættismönnum.

Halldór Jónsson, 17.4.2011 kl. 13:00

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Halldór,

ef krónan styrkist þá fer meira af gjaldeyristekjum okkar í neyslu.  Það þýðir að minna verður eftir í fjárfestingar og atvinnuuppbyggingu.  Það þýðir einnig að minna verður eftir af gjaldeyri til að borga vexti og afborganir af erlendum lánum. 

Útflutningsaðilar þurfa að borga margt annað en laun. Ef tekjur lækka um 10% þá þyrfti allur annar kostnaður líka að lækka um 10%, ekki bara laun.  Það á við um rafmagn, fjármagnskostnað, húsnæðiskostnað, innlend aðföng og fleira.

Afgangur af viðskiptajöfnuði voru 26 milljarðar á síðasta ári, án áhrifa af bönkum í slitameðferð. 

Útflutningur í fyrra var 868 milljarðar.  Ef Krónan yrði styrkt um 10% þá myndu tekjurnar útflutningsatvinnugreina lækka um 87 milljarða. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að afgangurinn snúist í halla(26-87= 61 milljarða kr. halli) er að skerða kaupmátt með einhverjum hætti, draga úr innflutningi, og þá myndi styrking krónunnar ekki skila tilætluðum árangri.

Hægt væri að draga úr innflutningi með tollum og innflutningshöftum. 

Ég segi að þetta gangi endanlega frá krónunni vegna þess að efla þyrfti höftin, krónan myndi fjarlægjast raunverulegt jafnvægi og hagkerfið verða enn miðstýrðara en áður.

Ég þarf ekkert að hugsa málið betur.  Ég treysti markaðinum betur en embættismönnunum.  Ég hélt að flestir hægrimenn væru líka á þeirri skoðun.

Lúðvík Júlíusson, 17.4.2011 kl. 18:03

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Fyrsta setningin stenst ekki. Það fer sami dollarafjöldi í innkaupin. Varan verður ódýrari og þú átt afgang til að spara.

Gengið hefur áhrif á öll aðföng.

Útflutningur breytist ekki í dollurum

Þú verður að hugsa þetta aftur því þú ert fastur í krónunni. Hugsaðu dæmið allt í dollurum

Halldór Jónsson, 17.4.2011 kl. 19:19

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Halldór,

ef þú ætlar að auka kaupmátt með styrkingu krónunnar þá þýðir það að fólk notar meiri gjaldeyri án þess að nota til þess fleiri krónur!  Annars nærðu ekki að efla kaupmátt..

Það þýðir að sömu krónur kaupa meiri gjaldeyri en áður til neyslu!!

Það þýðir að á meðan útflutningstekjur okkar (td. í USD) eru þær sömu þá verður stærra hlutfall þeirra notað í neyslu!

Dæmi: Ef einstaklingur notar 100 þúsund krónur í neyslu á innfluttum vörum þá er hann nú að nota 885 USD af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.  Ef krónan verður styrkt um 10% þá notar hann enn 100 þúsund krónur en notar nú 974 USD af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.

Þar sem útflutningstekjur aukast ekki við styrkingu krónunnar þá verður að draga úr fjárfestingum eða taka ný erlend lán til að fjármagna þessa auknu neyslu. 

Það fara því fleiri dollarar í innkaupin!  Annars myndi kaupmáttur ekki aukast við styrkingu krónunnar.

Ég er augljóslega ekki fastur í krónunni.

Ef þú vilt auka sparnað í landinu, sem væri mjög gott, þá þyrfti fyrst og fremst að draga úr tekjutengingum og skerðingum sem fólk verður fyrir ef það sparar.  Það gæti jafnvel orðið til þess að styrkja krónuna, án þess að það væri gert handvirkt, því fleiri myndu hugsanlega spara sem myndi draga úr eftirspurn eftir gjaldeyri til neyslu.

Lúðvík Júlíusson, 17.4.2011 kl. 19:35

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Dæmi Lúðvíks: Ef einstaklingur notar 100 þúsund krónur í neyslu á innfluttum vörum þá er hann nú að nota 885 USD af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.  Ef krónan verður styrkt um 10% þá notar hann enn 100 þúsund krónur en notar nú 974 USD af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.

 Svar: Til að komast frá krónunum þá er rétt að líta svo á að einstaklingur noti US$ 88,5  minna í innkaupin, þ.e. US$ 796,5 eða um 90 þúsund krónur. Hann hefur því 10 þúsnund krónur til að leggja fyrir eða leggja í sjóð, þ.e. ef Steingrímur J finnur ekki ráð til þess að ná þessu af honum í formi skatta....! Verðum við ekki að ætla að þjóðin hafi eitthvað lært af hruninu þó ríkisstjórnin hafi ekki gert það...?

Ómar Bjarki Smárason, 17.4.2011 kl. 20:17

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Lúðvík,

Ómar Bjarki svarar þér eiginlega eins og ég sé dæmið. Ef ég hef keypt mér 100 PrinsPóló fyrir styrkingu þá mun ég ekki endilega kaupa 110 PrinsPóló eftir styrkingu heldur á ég 10 krónur eftir þegar ég er búinn að kaupa skammtinn. (Annars færi ég að fitna hraðar og það er þegar vandamál hjá mér, kreppa eða ekki kreppa.)

Þú ert með réttar hugmyndir í síðustu málsgrein.

Útflutningtekjur minnka ekki í dollurum, fyrirtækið fær 10 % færri krónur fyrir dollarann en á móti sparar það útgjöld sem því nemur.

Hvort fannst þér ekki betra að lif hér undir Davíðs-stjórninni þegar dollarinn kostaði minna en 60 kall? Auðvitað jarmaði útflutningurinn þá. Nú rokgræðir hann en við jörmum. Það eru þessar sveiflur sem gera lífið svona leiðinlegt og erfitt á Íslandi, Gerðu línurit af genginu í 30 ár og dragðu svo meðallínu í gegn. Þannig hefði verið betra að hafa þetta.Svona jafnara hefur Þjóðverjum til dæmis tekist að haga sínum málum en okkur ekki. Þú hlýtur að vita af hverju.

Finnst þér það vera náttúrulögmál að við semjum um "kjarabætur" eða taxtahækkanir og fellum svo gengið á eftir þegar útflutninguinn þarf fleiri krónur til að borga innlendan kostnað? Geturðu ómögulega hugsað í hina áttina?

Halldór Jónsson, 17.4.2011 kl. 21:56

9 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Halldór,

á tímum Davíðs þegar erlendur gjaldeyrir var ódýr þá safnaði þjóðin 1000 milljörðum í uppsöfnuðum halla á viðskiptajöfnuði!  Þannig var borgað fyrir ódýra gjaldeyrinn, með skuldsetningu.  Þess vegna var það ekki gott þegar krónan var ódýr undir stjórn Davíðs, vegna þess að reikningurinn var sendur á næstu kynslóðir!  Nú erum við að borga með lægri krónu!!

Það er til margt annað en Prins póló.  Hver þekkir það ekki að kaupa aðeins betri bíl, að fara oftar til útlanda, að leyfa sér að eyða meiru o.s.fr.v.  -  Það er grundvallar misskilningur að mismunurinn eftir styrkingu krónunnar sé sparnaður.

Ómar, eins og ég segi hér að ofan þá borgar það sig ekki fyrir venjulegt fólk að spara vegna endalausra tekjutenginga og skerðinga.  Fólki er refsað fyrir að spara!  Það sparar enginn skynsamur einstaklingur ef honum er refsað fyrir það!!  Ef þið viljið hvetja fólk til að spara þá skuluð þið berjast gegn þessum skerðingum.  Eins og ég segi einnig hér að ofan þá myndi það líklega skila sér í styrkingu krónunnar enda myndi eftirspurn eftir erlendri mynt verða minni og meiri sparnaður skila sér í lægri vöxtum og meiri fjárfestingu sem myndi efla atvinnu.

.. og strákar.  Ég skil að þið hafið misst trúnna á markaðinum og viljið miðstýringu og handstýringu í stað hins frjálsa markaðar.

Ég er "ungur og hef ekki enn lært af reynslunni" og ætla því að stóla á að króna á frjálsum markaði skili okkur betri lífskjörum en handstýrð króna eins og var hér á síðustu árum.

Ég get ómögulega hugsað til þess að það sé eitthvað vit í því að handstýra genginu.. sorrý.

Lúðvík Júlíusson, 17.4.2011 kl. 23:13

10 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er margslungið, Lúðvík, og það er nokkuð til í því hjá þér að þegar dollarinn er ódýr þá kaupum við og kaupum og erum fljót að snúa hagstæðum vöruskiptum upp óhagstæð.... og það er einnig rétt hjá þér að eins og staðan er núna þá er fólki refsað fyrir að eiga peninga á bók og vextir af innlánum munu víst vera neikvæðir og lítið vit í að láta ríkisvaldið og skattayfirvöld vita af því ef fólk á til varasjóð. Og vitanlega er ekki nokkur glóra í peningastefnu og hag(ó)stjórn þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr......

Ómar Bjarki Smárason, 17.4.2011 kl. 23:40

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er gott að vita að þú ert markaðssinni Lúðvík eins og við Ómar Bjarki. Við er um áreiðanleg engir fylgjandi handstýringu gengis, sem er núna viðhöfð.Á Davíðstímanum leið okkur mun betur en núna. Það sváfu hinsvegar allir á verðinum, ég meðtalinn, og sáu ekki hvað var í aðsigi. Við erum auðvitað eldklárir í dag en vorum það ekki þá. Því miður segjum vð núna.

Hagstýring Seðlabankans var bull þá eins og lengst af. Þeir eru alltaf að fikta í termóstatinu eftir að hitinn er orðinn óbærilegur, alltaf langt á eftir. Enda ... jæja sleppum því.

Einn vin minn látinn dreymdi um að efnahagsmálin yrðu eins og bæjarlækurinn, fallegur og tær í stað þeirrar myrku vilpu sem hann er. Og það er af því að það er sífellt verið að moka skít í hann fyrir ofan okkur en við rífumst yfir því af hverju þetta grugg sé í honum og hvort ekki sé hægt að semja um það. En gleymum gruggaranum.

Þetta var á Bifröst fyrir fjörtíu árum. Þar voru hinir vísustu menn þjóðarinnar þá að fást við landlægan peningaskortinn.Ekki óraði mann þá fyrir því sem maður átti eftir að upplifa.

Halldór Jónsson, 18.4.2011 kl. 00:20

12 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Lúðvík, Er ekki krónan í sögulegu lágmarki, Og er þá útilokað að krónan megi hækka? Á hverju eiga landsmenn þá að lifa. Mér finnst þetta mjög áhugaverð hugmynd hjá Halldóri.

Eyjólfur G Svavarsson, 18.4.2011 kl. 10:05

13 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Eyjólfur, ef krónan hækkar á frjálsum markaði þá er það af hinu góða en ef henni er handstýrt upp án þess að hagkerfið geti staðið undir því, eins og nú er raunin, þá gengur það bara alls ekki upp.

Landsmenn lifa á því sem þeir framleiða og skapa.  Við lifum ekki á því að handstýra genginu og safna skuldum, eins og ég kem inn á hér að ofan.

Lúðvík Júlíusson, 18.4.2011 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband