Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálaflokkar

eru aldrei nauðsynlegri en einmitt núna. Þjóðin er sundruð og ráðvillt um þessar mundir. Á Alþingi fer fram einhver farsi sem mun engu frekar skila, hvort sem menn stofna þar fleiri nýja þingflokka eða færri.  Það situr bara allt of mikið af stjórnmálagæfulausu fólki þar inni um þessar mundir. Þetta fólk nær ekki saman um neitt og elur því á sundurlyndi og vonleysi almennings, sem kennir stjórnmálaflokkum um allt illt .

Skemmst er að minnast  flokkaflórunnar á Ítalíu á sínum tíma? Þar var alltaf stjórnarkreppa. Hvernig er það í föðurlandi Evrópusambandsins, Belgíu? Er einhver stjórn þar? Flokkafjöldi og flokkasmæð er ávallt til bölvunar. Því eiga menn að styrkja stóra flokka til áhrifa.

Hvernig sjá menn fyrir sér Alþingi, þar sem svona 10-15 nýir flokkar væru samankomnir? Það þyrftu svona 6 að koma sér saman um að mynda ríkisstjórn. Myndi ekki verða talað eitthvað um hrossakaup þá?

Sumt fólk heldur því fram að stjórnmálaflokkar séu ekki tilbúnir að stjórna Íslandi. Stenst þessi fullyrðing? Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylking og Framsóknarflokkurinn  eru ágætlega vel starfhæfir flokkar.  Allt skipulagið er fyrir hendi og getur fúnkérað fyrirvaralaust. Flokkarnir velja sér forystumenn um allt land og þar finnast innanum ágætir menn og konur. Með því er ekki sagt að þetta fólk sé alltaf perfekt, það er langt í frá. En þetta eer fólk sem vill reyna að veita góðum málum lið. En til þess þarf skipulag og sameinað átak. Þar koma stjórnmálaflokkar til sögunnar.

Menn hugsi sér gamlan teinæring. Þýðir nokkuð fyrir einn mann eða tvo að fara á sjó á slíkri fleytu? Eða reyna brimlendingu? Verða menn ekki að stilla saman strengi ef róa þarf lífróður? Stækkið svo teinæringana eins og ykkur lystir og þá erum við komnir með stjórnmálaflokka, þar sem menn geta valið sér skipsrúm. Einhver þvottabali með einn eða tvo kalla innanborðs er ekki líklegur til að fiska mikið þegar skipin halda á sjó.

Ef flokksmenn eru nógu margir saman, þá er minni hætta á sífelldum gíslatökum og blackmail uppi eins og í litlum flokkum. Þá eru meiri líkindi til að eitthvað takist. Sérstaklega ef vel tekst til með skipstjórann eða forystumennina. Menn veljast í flokka eftir grunngildum og eru skuldbundnir til að starfa í anda þeirra meðan þeir eru um borð.  En það er því miður svo að þingmenn og sveitarstjórnarmenn halda stundum eftir kjör sitt, að þeir hafi þegið vald sitt frá Guði og þeir séu engum háðir. Slíkt  þroskaleysi er því miður algengt og verður því algengara sem menn eiga styttri stjórnmálareynslu að baki.

Margir virðast halda að stjórnmál byggist á raketturæðum í púlti Alþingis. Eins og til dæmis   Steingrímur var með hér á árunum áður í ungmennafélagsstíl.  Stjórnmál eru hinsvegar sameiginlegt puð að málefnum og  sameiginlegri grunnstefnu. Rökræður í ró og næði eru líklegri til árangurs  en ekki sífellt "sound and fury" sem eru fremur í ætt við skemmtiatriði fyrir áhorfendur.

Þessi ríkisstjórn sem sem nú situr  hafði fallega grunnstefnu. Hvað er með hana núna? Breytir það einhverju ef hægt er að reka Steingrím og setja Ásmund eða Lilju í staðinn? Gengur þá allt upp? Senda Jóhönnu í frí og setja Össur á spíssinn? Hefur einhver trú að að núverandi Alþingi geti myndað stjórn? Verða ekki hlutföllin að breytast fyrst? 

Það er því áríðandi að menn fari að gera sér dælla við stjórnmálaflokka en áður og reyni þannig að hafa áhrif til hins betra. Hætti  þessari slagorðasíbylju um vonda flokka, flokkseigendur og önnur uppnefni. 

Flokkar eru forsenda fulltrúalýðræðisins.  Þeir þurfa að vera stórir en ekki smáir. Og mönnum þarf að þykja vænt um þá og virða þá ofar sjálfum sér. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.

Stjórnmálaflokkar eru nauðsynlegir vilji menn ná árangri. .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góður pistill, Halldór.

Mér líst vel á að velja á framboðslista með því að setja þá sem vilja bjóða sig fram upp í teinæring sjá hverjir róa best saman. Þannig gæti fengist góð samstilling í liðið fyrir kosningar og þeir færu best saman sem eru samstíga við róðurinn. Nú þegar velja þarf í stjórn þegar aðstæður eru erfiðar að kosningum loknum þá mætti setja saman í teinæringa fólk úr mismunandi flokkum og finna út hverjir standasig best við erfiðar aðstæður, þegar róa þarf lífróður!

Ómar Bjarki Smárason, 25.4.2011 kl. 11:18

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Gleðilega páska Halldór og kveðja til þinna.  Nú þekki ég f.v. formann fulltrúaráðsins sem messaði yfir söfnuði sínum af sannfæringu og þrótti. Ekki má heldur gleyma húmornum.

Mjög góð hugvekja og tímabær í allri upplausninni. Ég veit að þú talar hér af langri reynslu í pólitík. Við eigum að leita leiða til að sameina krafta okkar og sjónarmið. Samvinnu þarf að rækta og kenna, allir verða að geta borið virðingu fyrir skoðunum næsta manns.

Jón Atli Kristjánsson, 25.4.2011 kl. 11:52

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er allt satt og rétt en besta leiðin til að fækka flokkum er að koma upp einmenningskjördæmum. Þá munu sjálfkrafa koma upp tveir, í mesta lagi þrír stórir flokkar svipað og er í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 25.4.2011 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband