Leita í fréttum mbl.is

Virðing handa Alþingi óskast!

segja nokkrar þingkonur í miklum móð. Orðbragð þingmanna um hvorn annan, hvað þá karlmanna um konur, er ekki til að auka virðingu Alþingismanna almennt segja þær.

Ég skal nú alveg viðurkenna það að mín virðing fyrir Alþingi fékk ekki afgerandi mikinn skell við þetta eitt. Hann var kominn eftir síðustu kosningar. Í þeirri hersingu sem þá strunsaði á þing og valdastóla voru ýmsir sem mér fannst ekki mikil virðing að, með eða án slifsis.

Þetta fólk fannst mér ekki hafa fengið neina þá vitrun eða skyndivisku sem ætti skyndilega að fleyta því til æðstu metorða. Frekar sýndist mér vonsvikin þjóð vera að sparka þeim þangað inn í hefndarskyni fyrir einhver svik eða getuleysi gömlu fulltrúanna í kraftaverkakúnstum við að afstýra hruninu og falli Lehmansbræðra.

Nú hefur þetta nýja lið sem sagt fengið að dvelja um stund í þokkalega launaðri innivinnu.Það er meira segja farið að tala eins og það trúi því að það hafi verið kosið þarna inn vegna sérstakra hæfileika sinna ef marka má leikræna tjáningu sumra í ræðustól.

En þjóðin er langt komin með að láta sér renna reiðina og farin að spá í að það sé hugsanlega kominn tími til að fá einhverja aðra áhöfn í brúna í veikri von um að það gæti breytt einhverju. Það virðist nefnilega harla lítið hafa komið frá þessu liði sem einhverju máli skiptir fyrir kjósendurna. Hinsvegar finnst mörgum upplyfting í því þegar það vekur stundum á sér athygli fyrir ýmiskonar strigakjaft eða missannar svívirðingar, þegar það fær ekki öllu sínu framgengt í sandkassanum. Þá eru jafnvel fundin upp ný kúakyn og ríkisstyrkt orðsins kyngi gíruð í botn.

Dr. Josef Göbbels sagði eitt sinn við söngkonuna sænsku hana Söru Leander: "Kunst kommt nicht vom wollen sondern können." (List kemur ekki af því að vilja heldur af því að geta.)Líklega væri þetta ekki alvitlaust þó þessu væri snúið upp á ýmsa núverandi Alþingismenn.

Það geta ekki allir alltaf þó þeir vilji ættu blessaðar þingkonurnar að meta til mildingar. Hugsanlega getur það gengið betur næst!

Það er hinsvegar erfitt að búa til virðingu handa þeim sem ekki vilja vinna fyrir henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband