Leita í fréttum mbl.is

Áfram kreppa með Aríon !

segir forstöðumaður greiningardeildar þessa banka Ásdís Krísjánsdóttir. Mikilvægast að draga úr einkaneyslunni."Við megum ekki sjá neysluna fara í gang"er boðskapurinn."Við erum að horfa á of miklar launaækkanir ...kröftugan vöxt í innflutningi...skila afgangi í ríkisrekstri..greiða niður skuldir.."

Í öðru blaði fagna fasteignasalar því að Arion banki hafi rennt sér fótskriðu inná íbúðalánamarkaðinn með allt að 80 % lánshlutfalli.Rifjað er upp hvernig sami banki lífgaði upp fasteignamarkaðinn 2004,þegar bankinn ætlaði að eyðileggja íbúðalánasjóð og sprengdi um leið þjóðfélagið í loft upp til dýrðar nokkrum handvöldum skálkum sem þá réðu flestu í þessum banka.

Nú eru komið nýtt sett af fólki í Aríon banka og gamla gengið sagt farið út.Samt vita fæstir neitt hvaðan þetta fólk kemur eða hveert það er að fara. Þessi banki er samt aftur að verða í augum margra forystuafl nýrrar spillingar í allskyns viðskiptum við gömlu víkingana, sem hafa fengið fyrirtækin sín afhent aftur með miklum afskriftum af því að þeir eru svo flinkir að reka sjoppur alveg eins og LÍÚ er svo gott að gera út báta. Þótt hvorutveggja sé kúnst sem hefur frekar krafist réttra sambanda fremur en hæfileika á síðustu árum. "Úrlausn skuldamála.." er lokið segir Höskuldur bankastjóri og því er farið ..."á íbúðalánamarkaðinn af ábyrgð....."

Nú er bankinn orðinn aftur sá Dr.Jekyll og Mr. Hyde sem hann var á sinum dýrðardögum. Farinn að reka eigin efnahagsstefnu enda segist Steingrímur J. ekkert vita hverjir stjórni þessum banka né eigi hann. Og segir þá væntanlega álíka satt og í öðrum málum sem honum efur verið til trúað. Hann á þó stuðningsmann aukinna skatta og mittisólaþrenginga þar innan dyra svona til að hugga sig við. Spurningin hvaða öfl mega sín meira innan þessa mikla banka sem enginn á.

Er góðærið farið að gæjast upp aftur úr freranum eða fær Steingrímur að sóla sig áfram í sultarstefnu sósíalismans?

Er Aríon að vinna að áframhaldi kreppunnar með Ásdísi eða endurlífgun íbúðalánaævintýrisins og aukinnar einkaneyslu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

það er gott að efla sparnað og koma í veg fyrir of mikinn vöxt einkaneyslu.  Sparnaðurinn mun fjármagna innlendar fjárfestingar og þannig mun einkaneysla framtíðarinnar verða sjálfbær og ekki byggjast á gjaldeyrishöftum.

Lúðvík Júlíusson, 12.5.2011 kl. 11:11

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ef einkaneysla eykst ekki þá verður enginn framleiðsluaukning og enginn sparnaður.

Það er hægt að setja fram alls konar frasa sem líta vel út á prenti en eru samt tómt bull.

Sigurjón Jónsson, 12.5.2011 kl. 14:52

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Peningarnir vaxa í bankanum , þess gerist ekki ef innstæður liggja óhreyfðar. Hinsvegar gerist þetta ef langtíma veðskuld er reiknuð til að vaxa veldisvísislega í framtíðinni og færð fyrirfram í bókhaldið til hækkunar eignfé. 

Ég vil taka almennar niðurgreiðslur úr kerfinu: Starfsmannaafsláttur eða persónuafláttur eins og í UK krefst líka skattalöggu.  Ef ríkið er atvinuveitandi 60 % íbúa þá er auðvelt að setja 60.000 kr á öll laun opinbera starfsmanna til að taka af aftur.  Aðrir launþegar eru flesti í svokölluðum lálauna keðjugeirum  sem borga mest af vaxtasköttum og minnst að virðisauka [söluskatti þegar búið er draga frá söluskatt vegna aðfanga].  Hér er upplagt að ríkið skyldi þess lákúrugeira til að leggja 60.000 kr á öllu laun, til að launþegar geti skilað þessu í ríkisjóð. Á móti má lækka vsk prósentuna.  Fyrirtækinn geta ekki komið undan skatti sem launþegar eru búnir að skila: virkja almenni til skattskila. Þetta vita Danir og Þjóðverjar.  

Hér má líka setja reglur um lánsform  langtíma veðlána á Íslandi sem eru ekki frjálsari en í Í UK eða eða USA.  Þá eru vaxtabætur úr sögun og kjaftæði um verðtryggingu og hlutfallsleg hækkun CPI hækki veldisvíslega í framtíðinni af því að Íslensku vertryggingar formin sanni það.   

Veðlán eftir er stéttum geta verið með með föstum vöxtum til ákvörðunar á leigu of verðbótum: 4%, 5%, 6% : fast mánaraðargjald allan lánstíman mjög vinsælt í USA.  Hámarksláns upphæð félagslegra sjóða getur verið  X. kr. en þessi upphæð á að vera vertryggð. Til að auka veltu slíkra sjóða er lántökendum fjölgað. Aðal atriðið er að innstreymi reiðufjár sé jafnt og útstreymi reiðufjár á öllum tímum. Rekstrakostnaður og afskriftir vegna veðfalsanna [Real interest] séu í lágmarki. 3,0% verðtrygging er sjálfgefin á langtíma lánum í USA og UK, Danmörku.  Þjóðverjar og Hollendingar geta lofað 1,5% til 2,0% næstu 30 ár: 45%-60% á öllum tímanum.

Íbúðalánasjóður getur ekki lofað 240% verðbólgu á 30 árum, þótt sumir illa viskiptatengdir geti reiknað það.  

Júlíus Björnsson, 12.5.2011 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 3418270

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband