Leita í fréttum mbl.is

Er þetta hægt?

að ríkið skuli leyfa fólki utan af götunni að læra flugumferðarstjórn, sem er ekki hægt að læra annarsstaðar eða vinna við annarsstaðar en hjá ríkinu, að taka síðan vinnustaðinn af ríkinu til einnkaeignar?

Setja loftferðasamninga sem ríkið hefur gert við aðrar þjóðir í uppnám og hóta að eyðileggja það sem því sýnist ef það fái ekki það kaup og réttindi sem því sýnist sjálfu. Núna hóta þeir að leggja flugsamgöngur undir ef þeir fái ekki starfsaldurslista. Þannig sé ekki hægt að reka þá sem óhæfir eru vegna þess að þeir gætu hafa með árunum orðið óþolandi af einhverjum ástæðum.

Það er fáránlegt að flugumfeerðarstjórum skuli yfirleitt vera leyft að hafa með sér stéttarfélag með verkfallsrétti. Opinberir starfsmenn eiga ekki að hafa verkfallsrétt því það er algerlega fáránlegt að ríkið geti farið í stríð vð sjálft sig.

Ættu hershöfðingjar í Bandaríkjaher eða hermenn að hafa verkfallsrétt? Eða hvaða her sem væri? Eiga menn að bera virðingu fyrir löglegum stofnunum ríkisins eða gera aðeins það sem þeim sýnist? Er þetta ekki grundvallarspurning um samfélagið?

Hver á að ráða flugmálum á Íslandi? Flugumferðarstjórar?

Tökum verkfallsrétt af opinberum starfsmönnum og stígum það óheillaspor til baka sem stigið var með því að veita þeim það á sinni tíð. Þorir enginn stjórnmálamaður að tala um þessi mál? Vandamálið ætti að blasa við hverjum sem vill sjá.

Það er ekki hægt að hafa þetta svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil að ríkið æviráði sína strafsmenn á lægri launum en í einkageiranum á móti. Bjóð um á störf sem eru þess eðlis að sé hægt að gegna  hugsunrlaust eftir strafsþjálfu hliðstætt og um her væri að ræða.  Láta svo aðra um að skapa verðmæti. Þjóðartekjur hér á mann eru hryllilegar. CIA fact book, verðbólaga almennrar neysluvöru 12 % í fyrra og Ísland við hlið Kyrkestan í sæti 209 með neikvæðan raunhagvöxt -3,4 %.  Raunhagvöxtur er leiðrétt verðbólga [hagvöxtur] yfir lengra viðmiðunartímabil.  

Júlíus Björnsson, 16.5.2011 kl. 03:05

2 Smámynd: Jónas S Ástráðsson

Á tímum eins og þeim sem hér eru í dag á ekki að líða oflaunafólki að fara slíku offari og nú er gert. Verkfallsréttur er neyðarréttur en ekki vopn oflaunastétta sem hafa kverkatak á þjóðfélaginu.   

Jónas S Ástráðsson, 16.5.2011 kl. 08:38

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er kannski annað, sem gjarnan mætti fjalla um en það er að Keilir er með flugumferðarstjóranám, sem þeir hafa verið duglegir að auglýsa.  Þetta nám kostar hátt í 600.000 og þegar þeir auglýstu þetta nám síðastliðið sumar sagði í auglýsingunni að starfsmöguleikar væru mjög miklir.    En svo kemur flugumferðarstjóri (hann var í afleysingum í kennslu þarna einhvern tíma) og hann sagði við nemendurna "þið skulið ekki láta ykkur dreyma um að þið farið að vinna við þetta", enda kom það á daginn að það voru 24 sem útskrifuðust frá Keili í vor og 6 frá Flugskóla Íslands.  Þessir nemendur útskrifuðust með mismunandi "réttindi" og það passar til að rétt eftir útskriftina auglýsti ÍSAVÍA lausar til umsóknar 6 stöður fyrir þau réttindi sem Flugskóli Íslands útskrifaði með.  Eftir því sem ég veit best hefur ENGINN nemanda Keilis fengið vinnu og mér þætti fróðlegt að vita hvort það standi til á þeim bæ að LJÚGA til sín fleiri nemendur í þetta nám næsta haust...................

Jóhann Elíasson, 16.5.2011 kl. 08:50

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóhannes

Er það ekki svo að enginn fær að vinna við flugumferðarstjórn nema hann fái starfsþjálfun hjá flugumferðarstjórunum. Þeir þjálfa engann nema sér þóknanlega nemendur. Þannig eru þeir búnir að slá eign sinni á flugmál landsins.

Þú manst að Reagan rak þá alla í PATCO á einu bretti þegar þeir ætluðu að taka Bandaríkin í gíslingu. Enginn fékk vinnu aftur og hann bjó til nýtt sett af flugumferðarstjórum

Halldór Jónsson, 16.5.2011 kl. 19:07

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Jónas

Þjóðfélagið er maðksmogið af svona smábófaflokkum sem kalla sig stéttarfélög og stunda bara hold-ups, miða byssu á þjóðina og segja ég loka ef þið borgið ekki. Ekki hótinu betri en byssubófar í Equator og Medelín.

Halldór Jónsson, 16.5.2011 kl. 19:10

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég heiti ekki Jóhannes.  Það geta jú allir menntað flugumferðarstjóra en til að þeir fái endanleg flugumferðarstjóraskírteini verða þeir að fara í eins árs þjálfun hjá ÍSAVÍA (þar eru þeir á svokölluðum námsamningi og eru einnig launalausir).

Jóhann Elíasson, 17.5.2011 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband