Leita í fréttum mbl.is

Stjórnin riðar

í þessari lotu eins og hnefaleikamaður sem hefur fengið á sig þungt högg.

Þá er oft fangaráðið að fara í fangbrögð og hanga á andstæðingnum meðan menn jafna sig. Einmitt það er stjórnin að gera. Rjúka upp og tala um "Ísland úr Nato og herinn burt". Tala um sjávarútvegsmál eins og verið sé að leggja línurnar til næsta aldarfjórðungs. Ólína sé búinn að sjá málið til enda og það verði að keyra þetta mál í gegn strax þar sem síðasta vertíð sé í húfi og næsta líka. Tala um framtíð Íslands og ESB.

Ásmundur Daði kominn til Framsóknarmaddömunnar  sem hleypti honum tafarlaust uppí til sín. Steingrímur flytur skýrslu um afrek sín á fjármálasviðinu sem allir vita er að bull frá upphafi til enda. Þjónustujöfnuðurinn er bullandi neikvæður sem þýðir að það er gjaldeyrisútstreymi úr landinu. Enda Már hálfræfilslegur í sjónvarpinu í gær. Það var eins og neistinn hefði farið af einu kertinu.

Það er vafi á að stjórnin geti varist vantrausti mikið lengur við þessar aðstæður. Það er fólk sem er að bogna í hnjáliðunum efir síðustu uppercut. Kjarasamningarnir eru í uppnámi segja þeir Villi.  Stjórnin riðar. Hún bara hangir þarna inni.

Að öllum líkindum verður hún talin út fljótlega. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Jæja!Már gengur á þrem, miðað við að full frískur sé hann 4,kerta maður.

Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2011 kl. 23:17

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Var ekki Jóhanna að hóta okkur jöfnuði um ókomin ár... á einhverju þarf hún að hanga til að ná því..... kannski spurning hvenær Steingrímur sligast....?

Ómar Bjarki Smárason, 2.6.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband