Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið

er núna lævíst og lipurt eins og Jón Kadett þekkti með syndina. Morgunblaðið bauð mér fríáskrift í mánuð. Ég hætti að kaupa það einu sinni fyrir mörgum árum þegar ég fornemaðist við blaðið sem tók ekki lengur við greinum frá mér en gaf mér bloggsíðu í staðinn. Í því fannst mér felast mat ritstjórans þáverandi á mér og mínum líkum. Og ekki langaði mig neitt til að skrifa í blaðið þegar næsti ritstjóri tók við og gerði blaðið evrópusinnað. Nú kveður auðvitað við annan tón í blaðinu en ég hef haft aðrar leiðir til að lesa það því ég er að upplagi bæði kjaftfor og heimskur og auðvitað langrækinn í framhaldi af því.

Það er ólýsanlegur léttir og endurfundir að fá blaðið í pappír með Baugstíðindunum á morgnana með morgunkaffinu. Maður las Fréttalaðið áður spjaldanna á milli sér til ergelsis. Nú les ég Moggann en varla fletti hinu.

Var ekki sagt að fíkniefnasalar gæfu fyrtu skammtana fría. Svo væri afgangurinn auðveldur.

Ætli ég geti hætt með Morgunblaðið á pappír eftir mánuðinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Nei, Halldór! Sú synd er erfið viðureignar.

Kristinn Snævar Jónsson, 1.6.2011 kl. 08:56

2 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Morgunblaðið er yfirburða dagblað vel skrifað og uppsett,sérstaklega sunnudags Mogginn sem er lesinn spjaldanna á milli hér á þessu heimili,Fréttablaðið er bara flettiblað

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 1.6.2011 kl. 10:00

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Halldór, sannleikurinn er sá að sá sem ætlar sér að fylgjast með stjórnmálumræðunni kemst ekki hjá því að lesa Moggann. Allt annað er plat og einhverjir lesa hann auðvitað í laumi, sérstaklega vinstrimennirnir.

Gústaf Níelsson, 1.6.2011 kl. 21:07

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk þið hafið lög að mæla allir. Gústaf, auðvitað hef ég alltaf lesið það í tölvunni. En það er eitthvað thrill að handleika pappírinn með kaffinu. Minnir mann á gamla daga.

Halldór Jónsson, 1.6.2011 kl. 22:58

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er eins með Moggann og reykingarnar, Halldór. Það er auðvelt að hætta en erfiðara að byrja ekki aftur. En þar sem þú ert bæði staðfastur og þrjóskur með eindæmum, þá held ég að þér reynist auðvelt að hætta að lesa Moggann eftir mánuðinn...... en þú munt svo auðvitað falla fljótlega í lesturinn aftur..... og hafðu gagn og gaman af.... Bara verst að fá ekki Sigmund aftur. Ríkisstjórnin félli fljótt ef hann fengi að birta myndir sínar í Mogganum aftur....!

Ómar Bjarki Smárason, 2.6.2011 kl. 00:20

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já segðu Ómar Bjarki. Sigmund var séní.

Nú koma skrípamyndir í Baugstíðindum sem eru teiknaðar af einhverjum nóboddíum sem bara kratar og kommar þekkja og eru auðvitað ekki fyndnar fyrir tvoaura, þar sem þetta lið er yfirleitt alltsaman húmorslaust meða marxískan vindspenning.

Halldór Jónsson, 2.6.2011 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418284

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband