Leita í fréttum mbl.is

Eru skólarnir að skila?

því sem foreldrar ætlast til?  Það er að krökkunum sé kennt eins mikið og unnt er.

þegar ég var í skóla voru yfir 30 í bekk. Þá var skipt í bekki eftir námsgetu. Í heild leið börnunum vel minnir mig innan um jafningja. Ef einhverjum fór að ganga verr í einstökum fögum eftir því sem árin liðu, þá fór þetta  fólk gjarnan annað eða var flutt milli bekkja.

Nú skilst manni að bannað sé að velja í bekki. Þeir námfúsu og tossarnir séu saman. Getur afleiðingin skilað besta árangri? Leiðist ekki öllum í bekknum, bæði þeim besta og þeim lakasta? Sá lakasti tekur alla hina. Svo bætist við nýbúavandamálin. Börn nýbúa fá sum ekki aðstoð heims því foreldrarnir eru ekki mæltir á íslensku. Sum börn eiga heldur ekki brúklega foreldra.

Svo eru kjarafélög kennara öflug. Gera skrúfur og setja þjóðfélaginu fyrir hvað þeim þóknist. Sem þarf ekki að vera sama og börnunum þóknast. Kennari sem nær árangri fær ekki meira greitt en sá sem getur ekki kennt.

Milton Friedmann vildi koma á samkeppni milli skóla. Hver nemandi fengi ávísun á lágmarksskólavist, sem gæti verið venjulegur íslenskur skóli. Hann gæti fengið betri skóla keyptan.  Efnafólk gæti keypt betri skóla þó ekki sé víst að þeirra krakkar séu betri námsmenn. Og ekki sé víst að fjárhæðin sé svo svimandi ef samkeppni er virk. Ef til vill væri líka hægt að hafa styrkjakerfi eftir einkunnum? 

Af hverju er ég að skipta mér af þessu sem ég hef ekki vit á? Jú, mér nefnilega ofbýður þegar ég rekst á það aftur og aftur að fermingarkrakkar kunna ekki margföldunartöfluna.

Svo eru það Menntaskólarnir. Einn góður skólamaður sagði mér að sín verstu mistök hefðu verið að innleiða haustpróf fyrir fallista. Fyrir bragðið hefði stúdentsstandardinn lækkað og meðaleinkunn á stúdentsprófi fallið um heilan. Afleiðingin væri sú að léttustu deildir Háskólanna fyllast af fólki sem á ekkert erindi í Háskóla. Af hverju er ekki númerus klásus í öðrum deildum en læknadeild? Síur? 

Er þetta einhvernvegin svona? Eru skólarnir að skila okkur því besta? Höfum við ráð á öðru?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór, ég tek undir þessar athugasemdir hjá þér og bendi á máli mínu til stuðnings hvernig skólakerfið er í Bandaríkjunum. Á mörgum stöðum er það svo slæmt að börn eru varla læs. Innleiðing samkeppni í skólakerfið þarf alls ekki að vera af hinu illa, en það álit hefur ríkt innan skólakerfinsins um langan tíma. Rektor HÍ setti skólanum markmið ekki alls fyrir löngu, að vera meðal fremstu háskólum í heimi. Hann verður það ekki ef nemendurnir sem inn í hann koma þurfa nánast að byrja á byrjunarreit þegar þangað er komið. Gæði inn, gæði út. Það sama á við um matseld, þú býrð ekki til lostæti úr hráefni sem farið er að slá í. Því miður hefur gæðum kerfisins ekki mikið verið sinnt hingað til. Það er kominn tími til.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 16:49

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég var í bekk þeirra sem voru vinnu samastir og afkastamestir og fljótastir til skilja og setja sig inn í hvað sem var og í bekk í barnaskóla voru um 28 nemendur og kennsla sú sama í hverjum tíma fyrir alla.

Þegar Aljóðlegur auðhringu í Þýsklandi leitar að yfirmönnun, þá er þetta sem hann er að leita eftir og líka í USA. Master um 40 ára, er tossi þegar hann sækir um hjá fyrirtæki þar sem allir í stjórn fyrirtækisins voru 24 ára masterar.    Þess vegna er mjög gott að hafa góðar stofnanir hjá hinum opinbera þar sem tossar er ekki í öndvegi. Því Ráðgjafa sem eru fljótir að setja sig inn í sem flest er bráðnausynilegir, sér í lagi á viðsjárverðum tímum.  Við sem eru ekki tossar eru fljót að greina þá sem eru það frá fæðingu.  Þeir eru einfaldlega lengi að setja sig í flest mál fyrir utan það litla sem þeir kunna utan að.  Hér er verið að selja leiðtogahæfileika, í frumstæðustu samfélgum væri ekki að selja slíkt. Sumt er meðfætt. Sumir eru með tónheyrn yfir meðalagi, sumir eru drátthagir, ......  Allir eiga rétt á því að hagnast og tekjur hins venjulega launamanns eru hans hagnaður: heildar hagnaður þessar tekna eru sá sem skiptir flesta máli. Á árstekjur stafsmanna, má dreifa hagnaði lögaðila sem hefur þá í vinnu. Honum má líka dreifa á sölu. Ég vil til að koma í veg fyrir vöxt risa veltu fákeppni fyrirtækja, takamarka aukningu eiginfjár á milli ára, við 5% vöxt áhverjum 5 árum. Umfram aukning getur runnið beint í skattmann. Ég vil leggja 20% starfsmanna skatt á alla starfsmenn, og max 20% vsk. á alla samásölu jafnt. 

Ég vil ekki mismuna lögaðilum og vill að allir skil sömu föstu upphæðum í skatta. Borgin á að leggja aðstöðugjöld á seljendur vöru og þjónustu. Hærri föst gjöld eftir neytenda fjölda á fermetra.

Ég vil að opinbera sé með fastar tekjur sem taka mið af hreinum þjóðar tekjum í meðal ári.  Varasjóðir til dæmis verðtryggð lán án raunvaxta til heimili fasteignakaup opinbera starfsmanna gætu geymt tekjur um fram meðaltekjur.

Viðbjóðslegt lið sem lítu á hagnað [tekjur]  allra sem þeirra ráðstöfunarfé. Siðmenntað er erlendis að leggja gjöld á tekjur, án þess að skerða tekjurnar. Gjöld fyrir að hagnast á samfélaginu.

 Hér er fullt af tossum á launum sem eru ekki í samræmi við afkost og snarleika í ákvörðunatöku, heldur eingöngu í samræmi við námlengd og setu í embætti fastra starfskyldna sem allir læsir geta uppfyllt. 

Allir eiga að tapa jafnt í almennu kreppum eða fá útborgað jafnt úr varasjóðum, allir eiga græða jafnt í góðærum. Hinsvegar á frjálsum mörkuðum ganga verð upp og niður í kauphöllum sú stærsta er hinn almenni neytendamarkaður . Þer geta ekki allir grætt jafn mikið í einu en æskilegt að allir geri það að meðaltali á fimm árum. Þá er kominn stöndugur stöðuleiki.

Fyrir þá sem líta ekki á starfsmanntekjur sem arð samfélgsinga. Bara aukning eiginfjár áhættufélaga. Þá skilja hinir sömu að tap hins opinbera er tap allra. Hér ættu því að vera einn ráðherra þingmaður í dag, til minnka tapið af launkostnaði ríkisins. Minnkar þörf fyrir vaxtaskattlagningu.

Júlíus Björnsson, 6.6.2011 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 3418438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband