Leita í fréttum mbl.is

Velkomin í verðbólguland!

Hafiðið tekið eftir því hvernig allt er að hækka. Daglega. Kjötvörur eru verðmerktar lengur til að við tökum ekki eftir þróuninni. Við kunnum ekki á skannana. Neytendasamtökin virðast steindauð og ASÍ komið í frí frá verðkönnunum. 

Við erum að dofna sjálf  í uppgjöf.  Steingrímur talar um að hækka matarskattinn um 300 % og enginn segir neitt við því.  Fólksflóttinn vex og eftir sitja bara aumingjar sem ekkert geta flúið og ekkert geta keypt. Og svo skilanefndirnar sem allt geta keypt og sá lýður sem vinnur við samráð, starfshópa og skrifar álitsgerðir fyrir stjórnvöld.  Hin nýja Nomenklatúra. Spillingin í bankakerfinu er rampant og gæðingar eru mataðir á fullnustueignum meðan almenningur er hundeltur en milljarðaafskriftir hjá völdum aðilum þykja ekki fréttnæmar. 

Allir eru í hernaði gegn krónunni. Þrýstihópar heimta hækkanir og gera skrúfur því til áréttingar. Verðbólgan verður komin yfir 10 % áður en við vitum. Svo 20 % og svo 30 % áður en mörg ár líða. Hver reynir að hækka hjá sér til að dragast ekki afturúr.Allt sem maður kann síðan í gamla daga.  Atvinnan minnkar dag frá degi meðan forsætisráðherrann lofar nýjum störfum og Steingrímur lofar landrisi.

Adrei áður hefur maður heyrt annan eins uppgjafartón í fólki. Vonin um betri tíð er að hverfa. Umferðin minnkar, skemmtibátar og einkaflugvélar sjást varla frekar en á Kúbu. 

Verðbólguland vitleysinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er skelfilegt. Ég væri farinn ef ég væri yngri!

Eyjólfur G Svavarsson, 29.6.2011 kl. 17:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég segi sama, því það hefur verið nærri ördeyða í mínu fagi síðustu ár. En brjálað að gera í Noregi.

Örkög okkar eru því að sitja hér og reyna að veita viðnám. Ég minnist þess að Harry S. Truman sagði þegar hann frétti að Douglas McArthur ætlaði að bjóða sig fram gegn honum í forsetakosningunum, einhvern veginn svona: "Látið hann bara tala og hann afgreiðir sig sjálfur"

Þannig fer fyrir lýðskrumurunum á endanum. Fólkið mun sjá í gegnum Jóhönnu og Steingrím á endanum og hætta að kjósa þau. Kannski lifum við það annaðhvor eða báðir. Það er verst að þetta er svo helvíti flatt það sem eftir er, flest besta fólkið farið og við gömlu aularnir einir eftir.

Halldór Jónsson, 29.6.2011 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband