Leita í fréttum mbl.is

Verum túristavæn

sem við erum bara alls ekki.

Ég var í för með túristum í gær. Á aðalstöðum sem farið er á, vantar víða að gefa til kynna að þeir geti fengið endurgreiðslu á 15 % af vöruinnkaupum yfir 4000 kr. Það er vandséð að kaupmenn hafi hag af því að leyna þessu?

Ennfremur eru víða leiðbeiningar á íslensku um hitt og þetta. Sumstaðar á ensku líka. En Þjóðverjar skilja bara ekki allir ensku og þeir eru einna fjölmennastir ferðamanna.

Svo ættum við að hætta að halda því fram að lögberg sé við flaggstöngina. Enginn sem ætlaði að halda þarna fund og hefði ekki gjallarhorn myndi standa þar og gala uppí suðaustan þræsuna og slagveðrið, þegar hann gæti setið í gjánni í skjóli  og  notað gjávegginn sem hljómbotn til að ná til áheyrendanna. Enda er búið að finna það að við þann vegg er aðflutt fylling og maður skilur auðveldlega að þar hafi verið áheyrendabekkir.

Getum við ekki lagað þetta og verið svolítið túristavæn í eiginhagsmunaskyni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þjóðverjar geta vel lært nokkur orð í íslensku. Því meira hostile sem við erum í garð ferðamanna því meira spennandi er að koma hingað fyrir fólk sem veit hvað það vill og er tilbúið að borga fyrir raritet, því við þolum ekki massatúrisma.

Tökum Frakka okkur til fyrirmyndar og gerum allt óskiljanlegt og erfitt. Allur matur á frönskum veitingastöðum sem hafa þýtt matseðilinn yfir á erlend tungumál er óætur, þ.e. túristagildrur.

Við getum selt Þjóðverjum íslensk-þýskar orðabækur. En vandamálið er bara það að þeir tíma ekki að borga fyrir neitt. Enda ekki fengið kauphækkun heima í Þýskalandi í samfleytt 13 ár

Ó hve lítið mig langar að Íslandi sé breytt í minjasafn og sjálfsala í þágu ferðamanna-iðnaðar. Allt saman láglaunastörf á þeim bæ.

Afsakið

Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2011 kl. 16:38

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Góð ferðamanna-iðnaðar hugmynd væri náttúrlega að opna McDonalds drive-in veitingastað í Almannagjá og síðan tvo fljótandi þannig staði á Þingvallavatni, með blikkljósum og heavy metal auðvitað. Manni finnst andinn og vísdómurinn í ferðamanna-iðnaði stundum farinn að nálgast þetta stigið.

Fólk sem kemur hingað vill sjá orginalinn og sjaldgæfleikann. Ekki spegilmyndir. 
 
Ef það er ekki þannig þá er það markaðsfærslan sem er röng. Þá hefur maður bara fyllt vélar og rútur. Allir gera fyllt vélar og allir geta fyllt rútur. Þarf ekki einu sinni Íslendinga til þess.
 
Frökkum hefur tekist þetta með því að vera bara þeir sjálfir sama á hverju gengur og gengur ekki  
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2011 kl. 17:27

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar,

ef þjóðgarðsvörður hefði ekki opnað nýju evru eða tvöhundruðkrónu  klósettin á Hakinu þá hugsa ég að margir hefðu pissað í sig og ekki getað farið með rútunum í bæinn. Þetta er líklega illa fjáð  alþýðufólk mestan part sem lítið skilur eftir í landinu. En það er afskaplega þakklátt fyrir alla eftirtekt sem því er sýnd og maður fær góða tilfinningu af því að tala við elskulegt fólk En það kemur ekki gat á vasana undan þjórféinu.

Já, auðvitað er ferðamannaiðnaður allstaðar láglaunastörf og við njótum þess þá líka þegar við siglum ef við þá nokkurntíman komust í þau efni aftur hér  í Alþýðulýðveldinu 

Halldór Jónsson, 3.7.2011 kl. 17:33

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Góður ferðamannaiðnaður er lengi að vaxa og þarf að vaxa hægt. Þar þýðir ekki að viðhafa vertíðarhugsun. Það er eiginlega það sem þú ert að kvarta yfir Halldór. Rútan kom á staðinn með fólk mörgum árum of snemma. Og nú á að byggja bræðsluna í einum hvelli. Helst í gær. 

Sjáðu muninn á Spáni og Frakklandi í þessu sambandi. Sláandi.

Við getum ekki bjargað tungumálakunnáttu Þjóðverja, eins ömurleg og hún er. En við sættum okkur þó mjög vel við hana þegar við förum sjálf til Þýskalands. Hún er bara eitt af því sjarmerandi við að koma þar.

Það sem gert er á að gera vel, hitt á að láta ógert. Oft er hægt að vera stoltur af því sem aldrei var gert.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2011 kl. 17:47

5 Smámynd: Björn Emilsson

Gaman að sjá meistarana ræðast við, ekki á hverjum degi. Smá innlegg. Eg brá mér á Hotel Loftleiðir forðum daga. Það var grár rigningar laugardagur. Þar við barinn sátu tveir ´ekki hressir´ amerikanar frá Texas, þungbúnir. Kvörtuðu yfir verðinu á bjórnum, auðvitað. En það sem þjáði þá mest, að þeir voru komnir alla þessa leið frá Texas til að fara á sjóstangaveiðar! Þeir voru bara ekki farnir að sjá neina viðleitni frá neinum í þá átt, að komast á sjó! Engin svör neinsstaðar.

Björn Emilsson, 3.7.2011 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband