Leita í fréttum mbl.is

Leynd og lygar

einkenna fréttir af kaupum Íslandsbanka á BYR. Fjölmiðlar bjóða okkur gagnrýnilaust uppá að hér sé um frjáls viðskipti á markaði án aðkomu ríkisins.

Hver skipaði skilanefndina sem selur? Hver skipaði stjórnina sem sem réði Arctica? Hver á BYR? Hver á öll hlutabréfin í Íslandsbanka?

Allstaðar leynd og lygi í kringum hókuspókusa Steingríms og leyndarhyggju ríkisstjórnarinnar. Almenningur og fyrri þolendur misgerða bankaræningjanna er eiginlega sagt að troða því. Minni spámenn sýkna svo sjálfa sig í Héraðsdómi. Þorvaldur Gylfason hefur lausnina um að kjósa dómara eftir kappræður eins og í Kenía og efla vald forsetans.

Er bankakerfið að að vinna í þágu þjóðarinnar? Er það ekki harðlæst, lokað og leyndardómsfullt og upptekið við þá iðju að valda heimilum og fyrirtækjum landsmanna sem mestum skaða? Rukka inn gamlar verðtryggðar syndir og leggja blóðpeningana inn í Seðlabankann til ávöxtunar?

"Stál og hnífur er meeerki mitt" söng Bubbi. Í leynd og lygi er lausn að fá, lokum þig inni í skuldum, látum þig aldrei sólu sjá, sauður á vegi duldum. Svo gæti ókindin kveðið í bankanum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Halldór, ert þú höfundur að þessari snjöllu vísu?

Annars er það ekki einleikið hvað maðurinn sem allt vildi upp á borðið í stjórnarandstöðu og í kosningabaráttuinn er duglegur við að halda öllu leyndu þegar hann er komin í aðstöðu til að setja allt upp á borðið.

Landfari, 14.7.2011 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband