Leita í fréttum mbl.is

Mogginn sannaði sig

í morgun, þegar hann kom ásamt Rúmfatalagerstíðindum, Fréttatímanum og Baugstíðindum í hrúgu. Ég byrjaði á Rúmfó og sá þar margt auglýst sem mig vantar ekki. Samt er þetta gagnmerkt rit og hreint ótrúlegt hvað margt fæst mikið fyrir krónuna okkar.

Síðan kom Mogginn. Margt athyglivert, leiðarinn langur um hryðjuverk. Hann krækti í þversagnirnar sem Íslendingar standa að með vinskap Össurar við Hamas. En það sem fangar athyglina er grein eftir Gísla Holgeirsson kaupmann hvern ég ekki þekki. Gísli ritar frábæra grein undir heitinu "Nei takk fyrir Ísland"

Grípum niður í greininni:

..."Tveir stjórnmálaflokkar ráða ferðinni á Alþingi og eru þeir heilaþvegnir af almætti Evrópusambandsins fyrir Íslendinga, þvert á vilja meirihluta þjóða... Við erum Norður-Evrópuþjóð. Við eigum að fara »í var« með Norðmönnum, ef hægt er, sem eru ekki í Evrópusambandinu. Norðmenn eru kristnir eins og við Íslendingar. Þeir hafa náðina, eru hófsmenn og þar að auki moldríkir. Íslendingar og Norðmenn eiga bestu fiskimið á norðurslóðum. Við eigum líka mestu og stærstu gas- og olíusvæði á norðurslóðum. Norðmenn eru með bestu olíuleitartæki og klárustu vísindamenn til að fanga gas og olíu. Norðmenn yrðu harðir og heiðarlegir við okkur.
Við getum tekið Norður-Atlantshafs- og Norður-Íshafs-siglingar sameiginlega til rannsókna og siglinga. Vinir okkar, Norðmenn, fá tækifæri til að leysa alla okkar fjárhagslegu erfiðleika. Við greiðum skuldina síðar, hratt og örugglega.....

Glæsilandið og eyjan okkar er í Norður-Atlantshafi. Við erum frjáls og sjálfstæð. Við eigum eigið ritmál og talmál. Hér eru engar landamæradeilur. Þokan, veður, vindar og landvættir hafa verndað okkur frá örófi alda. Afurðir bænda á Íslandi og fiskurinn úr Norður-Atlantshafinu hefur gert okkur hrausta og langlífa. Nú hefur þetta görótta fólk, vinstri menn og konur, fundið tækifæri til að »leggja niður« íslenska bændur og færa okkur í staðinn eitthvað annað en fyrsta flokks matvöru frá fátækum Austur-Evrópulöndum. Þetta vekur ekki ánægju mína né margra annarra. Það er skelfing að hugsa til þess að tveir »örflokkar« ráði Íslandi þessi misserin. Samfylking og enn minni flokkur, VG, hafa eytt milljörðum frá fátækri þjóð við að koma Íslendingum inn í Evrópusambandið. Samfylkingin, sem hefur verið í teymi fyrirtækja Baugs og Haga til margra ára, hefur hugsanlega fengið það hlutverk að undirbúa og tryggja sömu fyrirtækjum allan innflutning frá Evrópusambandinu til Íslands á matvælum, lyfjum og byggingarvörum, svo eitthvað sé nefnt.....

... Höfum það í huga að ef Evrópusambandið vantar fiskinn okkar, fossa, flúðir og bergvatnsár, þá taka þeir það til sín. Sama gildir um virkjanir, rafmagn, háhitasvæði, álver, gas og olíu. Horfum til enn verri aðgerða gagnvart Íslandi: Landið er stórt og fámennt. Er ekki heppilegt að nota Ísland undir fangelsi stórglæpamanna? Eyjur hafa áður verið notaðar til slíkra hluta. Hvað með kjarnorkuúrgang frá stærstu löndum Evrópusambandsins? Það er stutt til Íslands en langt til Kína. Hvað með kristna trú og siði Evrópulanda?.....

.....Eru ekki um 600 milljónir af ólíku þjóðerni í Evrópusambandinu?
Einhver minntist á 65 milljónir múslima í Evrópu?...

Evrópusambandið er stríðsbandalag sem rekið verður af hörku. Það verða síðustu verk vinstri manna á íslensku Alþingi, að bjóða Ísland til sölu ESB þjóða á þjóðhátíðardag Íslendinga 17. júní. Þessu má enginn gleyma. Þá hafa Íslendingar flúið heimkynni sín vegna atvinnuleysis og skattpíningar. Viljum við glata þjóðerni okkar, móðurmáli og ritmáli? Nei......

Ég vonast til að við séum ekki að storma inn í vandasamt fjölþjóðasamfélag sem er að kljást við margvíslegan vanda, svo sem trúarlegan og fjárhagslegan. Ýmsir telja að innan skamms tíma verði barist hús úr húsi meðal ólíkra trúar- og trúarofstækishópa innan Evrópusambandsins vegna atvinnuleysis, hruns á evru og ósættis, sem aldrei verður hægt að leysa á skynsamlegan hátt.....

.....Hugsum til framtíðar fyrir okkar gjöfula og einstaka land. Það eru margvísleg tækifæri sem við Íslendingar getum nýtt okkur til að efla hér atvinnu og hag þjóðarinnar. Látum ekki glepjast þó nú séu erfiðir tímar.
Við viljum ekki vera vesæll »hreppur« í Suður-Evrópu. Segjum nei við óskum Samfylkingar og VG sem vilja selja föðurlandið til Suður-Evrópu. Snúum okkur að gömlum íslenskum gildum um leið og við horfum til betri tíma fyrir land og þjóð.Verum Íslendingar og segjum nei við Evrópusambandinu. Guð blessi eyjuna okkar, Ísland. "

Þetta fékk ég sem sagt af því að ég kaupi Moggann síðan í gær. Þetta finnst mér innblásin grein hjá Gísla Holgeirssyni sem mér finnst að ekkilesendur Mogganns þurfi líka að sjá og því tilfæri ég þessar glefsur hér.

Sem sagt, Mogginn sannaði sig þennan morgun með tilstilli Gísla kaupmanns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mogginn er ómissandi. Þarf að lesa grein kaupmannsins í heild.

Bestu kveðjur úr sveitasælunni í Stafneshverfi.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.7.2011 kl. 10:15

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það leynast greinilega kaupmenn með fullu viti.

Ég ætla að lesa þessa grein

Sigurður Þórðarson, 15.7.2011 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband