Leita í fréttum mbl.is

Frábær frammistaða!

brúarflokks Vegagerðarinnar að brúa Múlakvísl á 5 dögum.

Í gamla daga fór það í taugar réttspekinga krata og jafnvel frjálshyggjumanna íhaldsins, að Vegagerðin væri að halda úti brúarflokk þegar nógir verktakar væru til að bjóða í verkefni. Nú virtist hafa skipt sköpum að hafa svona lið tiltækt sem hægt var að ræsa út.

Réttrúarmenn úr Samfylkingunni þegja þunnu hljóði yfir því hvað þetta er auðvitað gróft brot gegn rétthugsuninni um Evrópska Efnahagssvæðið. Að réttu hefði orðið að bjóða þetta út, sem hefði þytt teiknivinnu í margar vikur, síðan útboðsgögn í mögum liðum með spurningum um gæðakerfi bjóðenda, hvort þeir skulduði skatt, hvort þeir hefðu brúað margar Múlakvíslir á ferlinum, hver ætti að vera byggingastjóri og svo fram eftir götunum. Síðan hefði átt að auglýsa eftir tilboðum á EES og síðan fara yfir tilboðin, semja og ráðast í verkið hugsanlega snemma árs 2012 og ljúka því að vori.

Í stað þessa sýna Íslendingar enn einu sinni hvað í þeim býr. Þeir hlusta ekki á neitt "kjaftede" heldur vaða í hlutina, hvað sem líður evrópskum hvíldatímareglum og ráðherrum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, og byggja brú á 96 klukkustundum ef hana vantar.

Þetta er frábær frammistaða, hvað sem líður Evrópureglum. Ég er stoltur af þessum löndum mínum.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband