Leita í fréttum mbl.is

"Integrity"

er hugtak sem er erfitt að þýða með einu orði á íslensku. Siðferðileg staðfesta nær nokkurn veginn merkingunni held ég.

Ég hef velt því fyrir mér hvort þurfi ekki að líta til aðaleiganda flugfélags þar sem fylgni þess við reglur er dregin í efa. Flugfélag fer með líf og limi lifandi fólks. Menn mega ekki efast um "integrity" á bak við félagið.

Það er ástæða til að spyrja slíkra spurninga í tilviki Iceland Express.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sammála þér að þetta er erfitt orð. Heilindi nær því en oftast með e-i vísun.

Ragnhildur Kolka, 18.7.2011 kl. 14:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hefði haldið að orðið ráðvendni næði fullkomlega utan um þetta hugtak.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2011 kl. 15:16

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er ekki frá skilningi Axels. Óráðvant fólk finnst mér ekki til forystu fallið eða prýði.

Halldór Jónsson, 18.7.2011 kl. 15:29

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála ykkur báðum, Axel og Halldór. Mér finnst þið túlka orðið of þröngt, því siðferðileg staðfesta og ráðvendni eru hugtök sem notuð eru yfir lærða hegðun fólks, byggða á kristilegri kenningu.

Integrity er líka notað um eiginleika kerfa, strúktúra og janvel mekkanísk fyrirbæri. Bilun í þessum fyrirbærum, t.d. taugakerfi raskar integrity þess.

Ragnhildur Kolka, 18.7.2011 kl. 17:08

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er rétt Ragnhildur að orðið hefur fleiri merkingar eins og þær sem þú nefnir.

En þú myndir gera kröfur um integrity hjá manni sem færi með örlög manna eins og t.d Bandaríkjaforseta. Mafíósi hefur ekki integrity og hann á ekki að fara með lífshagsmuni fólks. Það er ekki hægt að treysta glæpamanni fyrir einhverju sem krefst legers heiðarleika. Glæpaeðli, eða criminal mind, er hlutur sem Bandaríkjamenn þekkja. Ex con er glæpamaður þó hann sé búinn að afplána brot og er skertur á hæfi og integrity..

Halldór Jónsson, 18.7.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband