Leita í fréttum mbl.is

"KAGODAAAA.."!

"Við munum eiga fund með þeim og ef þeir eru ekki tilbúnir í að gefa okkur betra boð þá verðum við að fara í þær aðgerðir sem við teljum að þurfi til að menn hugsi sinn gang,« segir Guðmundur og bendir á að komi til verkfalls vélstjóra muni slíkt hafa í för með sér, miklar afleiðingar fyrir bæði skipafélög og þjóðfélagið."

Hvað eru mörg bófafélög á þessu landi sem geta miðað á okkur byssu og sagt : Ef þíð ekki borgið þá berjum við ykkur og einhvern nákominn ykkur þangað til að þið gefist upp og borgið?

Hvernig eigum við að reka þjóðfélag við þessar aðstæður? Það er hægt að halda okkur í svona spennu endalaust? Þegar Guðmundur vélstjóri hefur kúgað okkur til að borga, þá kemur næsti. Heilagur réttur launafólks!

Hvernig fór Margrét Thatcher að því að frelsa Breta frá svona óværu? Af hverju gat Reagan fengið sér aðra flugumferðarstjóra? Bandarískir flugumferðarstjórar eru ekki með verkfallsrétt í dag.Getum við ekki fengið okkur útlenska vélstjóra og flaggað restinni af skipunum út? Þarf eimskip að vera að ergja sig á þessu liði?

Höfum við þolendurnir einhverja leið til að láta þessa "guðmunda" finna fyrir miklum afleiðingum sjálfa? Nei, líklega ekki kæmumst við upp með það.

Gætum við sett lög um að verkföll megi aðeins hefjast ákveðinn dag á ákveðnu ári. Verkföllin standi svo lengi hjá öllum þar til sá síðasti hefur "samið"

Og um hveð er samið? Verðbólgu, hversu mikla og öra. 4000% taxtahækkanir hafa áður lækkað kaupmátt á þessu landi. Það gerist bara aftur af því að enginn vill læra neitt og heldur að hann geti náð tímabundu forskoti á annan.

Þetta hefur allt miklar afleiðingar fyrir aldraða, öryrkja, sjúklinga og alla sem eru ekki vélstjórar, flugmenn, flugumferðarstjórar, hafnsögumenn, kennarar....

"KAGODAAAA" sagði Tarsan við apann sem hann hélt í banvænu taki því hann Tarsan kunni apamál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband