Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurflugvöllur

Ég rakst á gamlar hugleiðingar mínar um Reykjavíkurflugvöll. Vegna þess að Ögmundur Innanríkis hefur talað af einhverju viti þegar kemur að flugvallarmálinu, þá dettur mér í hug að skeyta nokkrum línum hér inn. 

" Ég les í blaðinu þeirra í Orlando viðtal við mann, sem er að koma úr Sovétríkjunum gömlu. Hann grípur í ermi blaðamannsins og segir: Hlustaðu á þetta dásamlega hljóð. Þotuhvininn. Hann segir við blaðamanninn:  Þetta er hljóð frelsins. Það táknar, að ég og allir eru frjálsir að koma og fara. Þar sem ég bjó áður heyrðist þetta hljóð ekki enda var ég ánauðugur maður, sem ekkert mátti fara. Einu þotuhljóðin sem ég heyrði voru frá herþotum drottnaranna, sem sáu til þess að ég gat engin samskipti haft við umheiminn. 

Ég hugsa til okkar. Um Reykjavíkurflugvöll fara hálf milljón manna árlega ?. Hvað koma þeir með ? Hugmyndir í höfðum sínum ? Peninga í vösunum  ? Hvað er þetta fólk að vilja hingað ? Sækja teikningar til Arnar arkitekts eða kaupa Osramperur til heimilisins ?   Er þetta ekki  frjálst fólk í frjálsu landi með auðæfin í höfðunum  og peninga í vösunum. Er víst að meirihluti borgarbúa vilji skipta á  þessu fólki og flugvellinum ? Hvert vilja Reykvíkingar að þetta fólk fari heldur en í Vatnsmýrina ? Til Keflavíkur ? Munu þá ekki ríkisstofnanirnar, sem þetta "útálandi-lið" er að heimsækja,  verða fluttar þangað ? Verður ekki nærtækara að hafa alla landsbyggðarþjónustu í Keflavík heldur en í Reykjavík , sem gefur sýnilega lítið fyrir  þessar  gestakomur á flugvöllinn? 

Hversvegna er fólk á móti Reykjavíkurflugvelli ? Er það á móti flugi ?. Er það hrætt við að fá flugvél í hausinn ? Hefur það hugleitt að þoturnar yfir í Íslandi væri mínútu á leiðinni niður ef þær dyttu ? Er fólk almennt meira hrætt við flugslys en bílslys ?  Eða hafa menn ekki hugleitt málið til enda ? Hversvegna er fólkið í Grafarvogi mest á móti flugvellinum í skoðanakönnunum ? Eru mannslíf í Alþingishúsinu meira virði en önnur mannslíf almennt ?... .....Ef það er svona nauðsynlegt fyrir Borgarlandið, að þétta byggðina, hversvegna byggjum við þá ekki líka í Hljómskálagarðinum, , Landakotstúni, KR-vellinum, Laugardal og á Miklatúni ?  Höfum við yfirleitt nokkur ráð á opnum eða grænum svæðum yfirleitt   

Ég spurði sjálfan mig líka þetta kvöld, hvar þeir vegir myndu liggja, sem myndu tengja þessa nýju byggð í Vatnsmýrinni við atvinnusvæðin, sem liggja nú flest viðsfjærri Kvosinni. Munu menn leggja mikil jarðgöng í gegnum hálsa og holt, munu þeir byggja svifbrautir og einteinunga til þess að flytja fólkið að og frá Kvosinni ?   Sá sem lítur á landakort af höfuðborgarsvæðinu ætti fljótt að komast að því, hversu meistaralega flugvöllurinn er staðsettur  í útjaðri þess. Ingólfur Arnarsson sá líka hversu veður þarna er miklu betra en í nágrenninu. Þessvegna eru hvergi betri flugskilyrði en þarna. Gamla Kvosin er í útjaðri byggðarinnar. "Altstadt" sem verður aldrei miðbær framtíðarinnar. 

 

Vilja Reykvíkingar efla Keflavík umfram eigin borg ? Um það greiða þeir atkvæði í marz n.k."

Eins og línurnar bera með sér eru þær skrifaðar fyrir atkvæðagreiðsluna um flugvöllinn fyrir 10 árum eða svo.Sem sumir segja núna að sér bindandi. En 29 % kjósenda minnir mig mættu og munurinn varð ekki marktækur með eða á móti. Síðan þetta var hef ég farið til Kúbu. Þar heyrist aldrei í flugvél. Eina sem sésta á lofti eru fluglar himinsins. Er þetta dásamlegt eða ekki?

Enn eru  þessi þriggja manna "samtök um betri byggð " á ferðini að útmála hagnaðinn af því að loka flugvellinum . Sem betur fer er Ögmundur búinn að svara þeim fullum hálsi. Reykjavíkurflugvöllur lengi lifi! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ég hef einnig fylgst með flugvallarmálinu árum saman. Vil gjarnan að hann haldi áfram að vera á sínum stað og þjóna landsbyggðinni og höfuðborginni.

Einnig hef ég hugsað mér að það séu fyrst og fremst arkitektar sem sé umhugað um að fá að teikna hús og lóðir á þessum stað.

Mér sýnist að þeir séu aðalhvatamenn við að tala flugvöllin burt.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 27.7.2011 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420144

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband