28.7.2011 | 14:11
Evrópuherinn
Það er eitt mál sem Evrópusinnum skýst dálítið yfir í umræðunni, en það eru samþykktirnar í Lissabon sjórnarskránni, sem við munum undirgangast með inngöngunni sem gera það að verkum , að Íslendingum býðst að leggja okkar skerf fram til hermála Evrópusambandsins. Unga fólkið okkar fær þar tækifæri til að gegna herþjónustu í Evrópusmabandinu og gera Ísland þar með að þjóð meðal þjóða sambandsins. Eitthvað sem sjálfvirðing þjóðarinnar hefði ef til vill ekki slæmt af.
Það er þekkt staðreynd að Íslendingar eru illa bagaðir af agaleysi. Ókurteisi, ruddaháttur og skepnuskapur í umgengni ríður hér húsum eins og frásagnir um umganginn í miðborg Reykjavíkur eftir fyllerín þar heimsfrægu Makalaust að eigendur öldurhúsanna skuli ekki vera látnir kosta þrifin að einhverju leyti þar sem tengslin eru augljós. Ég veit ekki hversu mikið t.d. Hótel Geysir í Haukadal greiðir til viðhalds á hverasvæðinu eða vertshúsið við Gullfoss greiðir til viðhalds göngustiganna, en tengslin eru þar líka nokkuð augljós milli aðstöðu og einkagróða. Auðlindagjald þykir sjálfsagt í fiskveiðum svo dæmi sé tekið.
Ungir menn í herþjónustu læra að bursta skó sína og hegða sér eins og siðaðir menn í hernum. Þetta eimir eftir í þeim síðar í lífinu. Því verður ekki trúað að Íslendingar ætli bara í Evrópusambandið til að byggja alla sína tilveru á því að vera stikkfrí, stikkfrí frá fiskveiðisstefnu sambandsins, stikkfrí frá hermennsku, stikkfrí frá því að uppfylla skyldur sínar. Vilji bara taka fyrir sig en ekkert að láta í staðinn, ekki vera fullgildir félagar heldur svíkja aðra eins og þeir geta meðan þeir græða sjálfir.
Það er einhver fóbía í gangi hér í hinni opinberu og miðstýrðu umræðu, sem bullar um það að Íslendingar séu vopnlaus þjóð og friðelskandi sem aldrei taki þátt í hernaði og bla bla. Við höfum bara verið svo fáir að við höfum ekkert haft fram að leggja. Innrætið okkar er ekki hótinu skárra en hjá Agli Skalla ef út í það er farið. En það er áróður kommúnistanna gegn hermennsku hjá okkur af því að hún færi fram í hópi vestrænna þjóða sem stýrir hugsuninni. Í því skyni níða þeir niður hermennsku fyrir okkur eins og að sé eitthvað niðurlægjandi og fyrirlitlegt í allri hermennsku þó þeir sjálfir hafi tekið fagnandi þátt í hermennskuþjálfun í austantjaldslöndunum og hafi haldið því fram að "hér mætti skjóta án allrar miskunnar ef það kæmi Rússum að gagni." Þeir gleyma því að hermaður er opinber embættismaður þjóðar sinnar sem getur verið jafnstoltur af starfi sínu eins og hver annar, prestur, kennari eða bankastarfsmaður. Maður hittir aldrei Bandaríkjamann sem er ekki stoltur af því að hafa verið í hernum og þjónað föðurlandinu.
Kannski lagast þetta með uppeldið hjá okkur og umgengnina þegar ungir Íslendingar fara að gegna herþjónustu í Evrópuhernum og við hættum að hugsa bara um undanþágur og sérréttindi og förum að axla samevrópska ábyrgð eins og í fiskveiðimálum. Ég hef séð marga unglinga hérlendis sem hefðu gott af því að læra að bursta skó og temja sér kurteisi í framkomu eins og menn og draga lærdóm af því að vera opinberir og ábyrgðarfullir embættismenn þjóðar sinnar eins og hermenn eru.
Kannski er Evrópuherinn það sem okkur vantar hvað mest?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Flottur pistill hjá þér, en sennilega fær Össur undanþágu frá herþjónustu eins og öllu öðru í Evrópusambandinu nema kanski fiskveiðum þar sem við þurfum eingar undanþágur að hans sögn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 17:23
Sæll Halldór.
Eins og ég hef oft mjög gaman af því að lesa fróðlega pistlana þína og oft, en alls ekki alltaf er ég sammála þeim.
Þá skil ég samt illa þessa meintu "kommúnistafóbíu" þína, þó ekki sé ég á þeirri línu þó ég hafi lengst af talið mig til vinstri í pólitík, en er reyndar fyrir lífstíð hreinsaður af því að ég geti stutt Samfylkinguna sem ég gerði í fyrstu.
Ég held nefnilega eins og skoðanir þínar eru og þú ert innréttaður að þá hefðir þú á unga aldri svona svolítið ferkantaður eins og þú ert orðið alveg ágætis efni á sanntrúaðan Sósíalista, ef ekki hreinan Komma.
Það hafa kannski aðeins verið uppeldis aðstæður og kreðsurnar sem settu þig kannski alveg óvart hinu megin við strikið.
Ég vona að þú takir þessu ekki illa heldur frekar sem góðlátlegum húmor sem sýnir aðeins hversu stutt getur verið á milli raunveruleikans og sjálfrar hugmyndafræðinnar ! Sjálfur átti ég foreldra sem voru alveg á sitthvorri línunni ! Var reyndar nokkuð pólitískt þroskandi ! Bestu kveðjur !
Gunnlaugur I., 28.7.2011 kl. 18:12
Ekki veit ég hvar þú varst Gunnlaugur á dögum Sovétsins. Þeir sem þjónuð málstað þeirra eru margir sprellifandi í dag. Þeir voru kallaðir kommúnistar þá þér til upplýsingar. Ég nota orðið "kommar" oft sem safnorð yfir svokallaða vinstri menn sem virðast aldrei vita hvað þeir vilja hvað þá að þeir geti setið á sárshöfði hver við annan.
Rafn Haraldur, það urðu margir hissa þegar Össur taldi Íslendinga ekki þurfa neinar undanþágur. Enda er það mála sannast að þær yrðu aldrei nema til skamms tíma. Fiskveiðistefna Sambandsins liggur fyrir og frá henni verður ekki kvikað skiljanlega.
Halldór Jónsson, 28.7.2011 kl. 21:18
Sæll Halldór.
Ja þó ég hafi verið mikill vinstri maður á unga aldri í mikilli andstöðu við föður minn en til mikils fagnaðar fyrir móður mína, þá var ég aldrei kommi og þó var ég skráður í Alþýðubandalagið um einhvern tíma.
Margir vina minna sem voru í þá tíð raunverulegir byltingarsinnar og voru í Fylkingunni og Marx Lenínistunum töldu AB vera smáborgaralegan krataflokk og einnig ferlega endurskoðunarsinnaðan og langt í frá hæfa til þess að leiða alvöru sósíalisma eða fylgja kenningum í anda Marx og Leníns, sem voru þeirra Guðir.
Ég var andstæðingur Sovéttsins frá unga aldri og taldi það algerlega óhæfa stefnu og ekki til eftirbreytni fyrir nein þjóðfélög.
Þeirri stefnu hef ég verið trúr og tel markaðsdrifinn þjóðfélög vinna best að því að byggja upp hagvöxt og velferð, þó svo að þar þurfi að koma til sterkt aðhald almennings og stjórnvalda. Tel þennan voðalega Bankakapítalisma dæmi um illa heppnaðan loftbólukapítalisma sem þurfi að koma böndum yfir.
Svo erum við báðir sannir andstæðingar ESB helsisins, þannig að það er ekki svo langt á milli okkar í skoðunum tel ég.
Gunnlaugur I., 29.7.2011 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.