28.7.2011 | 20:47
Hneykslaður?
eða er maður ekki bara orðinn svo dofinn á íslenska réttarkerfinu og stjórnmálaspillingunni að maður er orðlaus, -næstum því.
RíkistjórnaÚtVarpið sagði frá því að Seðlabankinn hefði rétt í þessu verið að selja ráðandi hlut í Sjóvá til valins hóps manna, þar á meðal kúlulánagreifa úr gömlu bönkunum og sllskyns fólki öðru á einhverja 5.7 milljarða. Þeir koma upp í þá 12milljarða sem Steingrímur J. lét í félagið SJOVÁ af því að það var búið að stela bótasjóðnum af aumingja félaginu.
Svo glytti í Karl Wernersson, stjórnarformann félagsins í baksýn. Þess sama sem sannarlega tók peningana, skipaði forstjóranum að afhenda sér þá ellegar ræki hann hann á staðnum. Hann sést í baksýn í fréttinni þar sem hann var að flýta sér, væntanlega til London þar sem hann býr í vellystingum og virðist laus allra mála.
Steingrímur J. Sigfússon lét íslenska ríkið lggja 12 milljarða inn í SJÓVÁ bara si svona. Fékk hann einhverjar fjárheimildir frá Alþingi? Hvaðan fékk hann heimildir til þess að gera þetta bara svona allt í einu? Það hefur kannski verið Már Guðmundsson sem veitti honum leyfið úr því hann er svo látinn selja þetta með svona 7 milljarða tapi og skýra frá þessum snilldarviðskiptum í fréttatíma RÚV eins og það hefði verið að versla með kaffipakka.Ekki að gefa 20 milljónir til Sómalíu eins og Össur gerði heldur gefa Wernersbræðrum 7000 milljónir, þrjúhundruðsinnm þá upphæð. Og Kalli var bara í góðum holdum á myndinni.
Þetta er kannski ekkert öðruvísi en að að setja 2 x 30 milljarða í tvo gjaldþrota sparisjóði sem eru svo seldir áfram fyrir einhverja leyndarmálasummur til óþekktra aðila? Eða 2x 30 milljarða í VBS og Saga Capital og tapa hverjum eyri? Eða safna fyrirtækjum í ríkisrekstur eins og Húsamiðjunni, Pennanum, BM Vallá, Steypustöðinni og svo áfram. Tapa bara eins og þetta sé glas af súrmjólk sem sé verið að sletta úr.
Finnst fólki, kjósendum VG líka, þetta vera í lagi allt saman? Er þetta rústabjörgunin eftir hrunstjórnina þar sem Jóhanna Sigurðardóttir var ráðherra í?. Hin þungbæra skylda sem Steingrímur talar um sem hann var kallaður til og neyddist svo til að hlýða rödd samvisku sinnar þegar hann leiðir Geir Haarde fyrir landsdóm?
Þetta eru bara ekki spilapeningar pólitískum Matador Steingríms J. og VG. Þetta eru skattpeningar íslenska ríkisins, sem þú átt og hefur lagt fram með sköttum þínum. Borgar á hverjum degi í VASKinum sem rennur til Steingríms. Þetta eru ekki aurar sem Steingrímur átti heldur þú.Það er ekki Steingrímur sem er að tapa á sölunni heldur þú. Og til hvers var hann að kaupa þetta á 12 milljarða þegar hann verður að selja þetta á slikk? Hver var þörfin ? Var það bara upphæðin, 12 milljarðarnir, sem búið vara að stela sem réð upphæðinni sem Steingrímur sletti í félagið? Ekki hvað var verið að kaupa? Hvað hefði kostað að reka félagið dag frá degi með ríkisábyrgð ef svo hefði þurft í einhvern smátíma?
Finnt öllum þetta bara í lagi? Er ekki þetta fjármálasnilli Steingríms J. Sigfússonar í hnotskurn? Manni sem kígjaði ekki við Icesave l,ll eða lll klyfjunum sem hann vildi fyrir hvern mun koma á þjóðina. Og selja svo Íslandsbanka og Kaupþing til einhverra sem hann þekkir ekki einu sinni aðspurður í dag? Var það þetta sem var það besta fyrir íslensk heimili að fá erlenda vogunarsjóði sem innheimtumenn á verðtryggðum skuldum sem ekki var hægt að leiðrétta af umhyggju fyrir bönkunum nýju sem Steingrímur "fullfjármagnaði" og hreykti sér af?
Hvernig getur VG sagst vera alvörustjórnmálaflokkur með svona afrek formannsins í farteskinu? Er svona erfitt að vera fjármálaráðherra og skila ríkissjóði með 10 % halla af vergri landsframleiðslu? Alveg svipað eins og í Grikklandi og á Spáni?
Allt í einu uppgötvaðist sem sagt að það var búið að stela bótasjóði SJÓVÁ. Bótasjóður er heilagur sjóður tryggingafélags sem það fær að mynda með þáttöku ríkisins með skattfríðindum. Sjóðurinn verður þessvegna opinber sameigneign skattborgara landsins og eigenda félagsins. Að stela honum er því að hluta til stuldur frá ríkinu sem stundum þykir athugavert.Fyrir utan það að vera glæpsamlegt tilræði við grandalausan almenning landsins.
En ekki þegar Steingrímur J. Sigfússon tekur ákvörðun um að bjarga SJÓVÁ frá gjaldþroti og lokun. Hvaða ástæðu bar til þess? Nokkur? Samkvæmt öllum viðskiptalögmálum átti ekki að skipa skiptastjóra í félagið? Og hugsanlega taka þjófana sem bokkuð vitað er hverjir eru höndum og hneppa í gæsluvarðhald þangað til að þeir skiluðu peningunum til þrotabúsins? Því 12 milljarðar gufa ekki sporlaust upp. Það er ekki eðli peninga sagði Eva Joly.
Fólk sem var með tryggingar hjá SJÓVÁ, eins og ég til dæmis. hefði auðvitað staðið uppi uppi meða allt ótryggt. Við vorum búin að vera það lengi en vissum það bara ekki. Hvað var svona voðalegt við það? Hefði ég ekki bara farið niður í TM og tryggt? Allir hefðu bara orðið að fara annað með tryggingar sínar samkvæmt lögmálum markaðarins. Þau tryggingafélög sem ekki voru komin á hausinn áttu auðvitað að njóta sigursins án afskipta ríkisins. SJÓVÁ væri bara horfið. Átti ekki alveg eins að fara með steypustöðvar og önnur fallítt fyrirtæki bankanna? Hversvegna fá ekki lögmál kapitalismans að ráða?
Ef ég væri ekki orðinn svo gersamlega kexsaður á íslensku réttarfari og þeirri spillingu sem mér finnst vaða hér uppi í skjóli stjórnvalda, þá hefði ég líklega hneykslast. En þar sem ekkert kemur manni á óvart lengur í afrekaskrá þessarar ríkisstjórnar og ástandinu í Alþýðulýðveldinu Íslandi, þá fer maður bara að hlakka til helgarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Í öðrum löndum væru svona menn fyrir löngu komnir bak við lás og skrá.
Björn Emilsson, 28.7.2011 kl. 23:37
Ég hugðist færa innbú tryggingar mínar annað,en Sjóvá sá um að ná í það á Visa-korti sem ég var löngu hætt að nota og ég hafði lokaði því. Nennti ekki að jagast..
Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2011 kl. 00:35
Haldór! Allavegana er ég orðin dofinn og hringlaður það er hvert klúðrið á fætur öðru, og varla hægt að fylgjast með, svo hratt ganga klúðrin yfir. Ég er hættur að verða hissa og það kemur manni ekkert á óvart lengur í þessu annars ágæta landi.
Eyjólfur G Svavarsson, 29.7.2011 kl. 01:19
Það er gott að tapa "bara" 4 milljörðum á þessum díl sagði Már seðló. Íslensk viðskipti eru tær snilld.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 29.7.2011 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.