Leita í fréttum mbl.is

Kostur er góður Kostur

hef ég löngu gert upp við mig.

Ég fylgdist nokkuð með Baugsmálum frá því að þau hófust. Engnn fór í grafgötur með afl Baugsfeðga til málsvarna. Svo var dómur uppkveðinn og Jón Gerald Sullennberger fékk sama dóm og Jón Ásgeir Jóhannesson, eða 3 mánuði á skilorði.

Nú er Baugsveldið komið í aðra farvegi en áður. Allt er á huldu eins og fyrri daginn hver á hvað og hvað ekki. Enginn veit hvað fram fer bak vð þykkar gardínur Aríons banka, sem enginn veit hver á eða hvert er að fara nema Steingrímur einn. Og hann segir ekki frá. Og aðeins Aríon banki veit hver á Haga eða önnur fyrirtæki Baugs-og Bónusveldisins og sá banki segir heldur ekki neitt fremur en Steingrímur. Skyldi vera til fólk sem finnst þessi leyndarbanki vera banki fólksins?

En það er alveg á hreinu hvaða kostur býðst í Kosti. Jón Gerald Sullenberger opnaði nýja nýlenduvöruverslun mitt í kreppunni Ekki fannst manni það nú skynsamlegt og var nú eigninlega áhyggjufullur yfir þessu. En búðin opnaði og maður fór að venja þangað komur sínar til að leggja sitt litla lóð á skál baráttumannsins. Og búðin hefur sem betur fer dafnað og vörunum fjölgað. Hún hefur yfir sér þægilegt amerískt yfirbragð og þarna eru margar vörur sem maður þekkir að westan en eru ekki víða á boðstólkum hér.Ég vil hvetja þá sem ekki hafa farið þangað að gera það. Það er alveg hættulaust.

Landbúnaðarvörurnar eru auðvitað þær sömu og annarsstaðar, þar sem hérlendis er einokun og innflutningshöft.Við megum ekki kaupa amerískt lambakjöt eða ost, þó svo að það yrði ofurtollað. Fólk á Íslandi má ekki velja sér landbúnaðarvöru þó það vilji borga hærra verð fyrir innflutning. En svo er líka íslensk landbúnaðarvara orðin þvílíkt afbragð á mörgum sviðum að ekki er völ á betra. Þó að við ráðum engu um hvernig mjólkurumbúðir við viljum frekar en fyrri daginn, þá er það líklega sama náttúrulögmálið sem við verðum að búa við. Við erum dæmd til að fá þessa ómögulegu stútlausu skærapakka utan um mjólkina þó svo að hinar vélarnar séu til í landinu. Engin skýring fæst hvað sem spurt er. Hversvegna megum við ekki velja með verðlagningu til dæmis, borga hærra verð fyrir mjólk i almennilegum umbúðum sem hægt er að hella úr og loka stútnum aftur í ískápnum?

Þegar maður er kominn úr kuldanum í landbúnaðardeildinni Í Kosti þá kemur maður inn í minni kuldann í ávaxtadeildinni. Þar er á boðstólum nýinnflutt vara, sem ilmar eins og maður hefur ekki fundið síðan í Ameríku. Sullenberger lætur fljúga inn ferskri vöru frá Bandaríkjunum þrisvar í viku. Auðvitað kostar þetta sitt, en gæðamunurinn upphefur verðmuninn.Maður hreinlega fallerast.

Jón Gerald svífur gjarnan um búðina og heilsar gestum eins og þeir séu aldavinir hans og oft hefur hann sérstaka manneskju við dyrnar að bjóða mann velkominn með kaffisopa og meðlæti. Stöku sinnum er gefin útrunnin vara við útganginn í stað þess að fleygja henni. Þarna er því þægilegt andrúmsloft.Og stund sannleikans við kassann er eiginlega ekkert verri en annarsstaðar þannig að verðið finnst manni alveg samkeppnisfært.

Til hamingju Jóni Gerald Sullenberger með að vera útnefndur verslunarmaður ársins! Í mínum huga var þetta kjör á kaupmanni ársins góður Kostur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég er vikulegur gestur þarna,sæki þangað Great Value vörurnar eins og mjöl og kartöflumos,síðan er mjólkin ódýrari á þriðjudögum,sem kemur sér vel fyrir barnafjölskyldur,mun ódýrari túnfiskur og svo ávextirnir auðvitað,eins og nýupptekinn ananas.

Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2011 kl. 13:43

2 identicon

Ég er tíður gestur hjá honum og bara í gær hjólaði ég samtals 30km til að versla hjá honum, og rétt hjá þér hann svífur þarna um búðina ekkert nema almennilegheit. Svo er svo rúmt um allt þarna öðru vísi en sumum Bónus verslunum þar sem maður er stopp í innganginum vegna þess að einhver er að velja sér vöru og lokar á alla aðra sem vilja inn. En ekki hjá vini mínum honum Sullenberger. Topp búð.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418415

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband