Leita í fréttum mbl.is

"Fjárhagsleg endurskipulagning"

er samnefnari fyrir allskyns reddingar, klíkuskap,afskriftir og jafnvel misnotkun á almannafé.

N1, áđur Olífélagiđ ESSO, er nýjasta dćmiđ ţar sem allskyns ábyrgđarlausir fúnksjónerar sem enga ábyrgđ bera á ţví fé sem ţeir eru ađ skálka međ, koma saman undir ofanskráđum formerkjum. Skeđur á sama tíma og fréttist ađ Steingrímur hafi möndlađ međ 700 milljónir af ríkisfé til ađ bjarga sparisjóđi í sínu kjördćmi.

En N1, sem undir forystu "rekstrarmanns ársins", er komiđ svo kirfilega á kaf ađ skuldirnar eru sagđar nálgast hundrađ milljarđa, er sett á vetur undir ţessum nýjum flöggum og Pótemkín-tjöldum til ađ keppa viđ önnur félög í smásöluverslun međ nýlenduvörur um land allt, sem ekki selja líka olíur.

Einu sinni var ég stoltur hluthafi í Olíufélaginu sem var eitt stöndugasta félag landsins. Ţađ var áđur en ţessir Excel-strákar međ löngu lćrdómstitlana komu ađ dćmunum í íslensku viđskiptalífi. Fjölbreytni í félögin hét ţađ, og olíufélögin fóru ađ selja pulsur hvert í kapp viđ annađ. Og núna eru ţau öll stórskuldug meira eđa minna ađ vasast í öllu milli himins og jarđar tilviđbótar ţví ađ skaffa olíu. Og Olíufélagiđ mitt gamla, stćrsta félagiđ sýnu mest og dýpst sokkiđ.

Af hverju eru gjaldţrota félög ekki sett á hausinn, seld á nauđungaruppbođi í heilu lagi eđa hlutum eins og var í gamla daga? Hvađ eiga ţessir ókjörnu og umbođslausu lífeyrissjóđafurstar međ ađ vera ađ gambla međ lífeyri landsmanna međ ţví ađ festa peninga ţeirra í allskyns hlutabréfum eftir ađ hafa veriđ stađnir ađ ţví ađ hafa misfariđ međ peninga eigendanna međ ţví ađ lána áhćttufé til allskyns félaga sem ţeir hafa greinilega ekki yfirsýn yfir rekstrarlega?

Af hverju fá ekki lögmál kapítalismans ađ njóta sín? Sá sem skuldar of mikiđ eđa tapar of miklu fer á hausinn. Punktur.

Ţessi "fjárhagslega endurskipulagning" sem tröllríđur ţjóđfélaginu út og suđur undir gunnfánum leynibankanna er eitt mesta mein ţess og kemur auđvitađ út í augum almennings, sem á peningana í mörgum tilvikum, sem eitt spillingarforardíki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, ţađ er löngu orđiđ tímabćrt ađ endurskipuleggja lífeyrissjóđina sem áttu ađ vera okkar haldreipi og eru orđnir ađ spilasjóđum peningaafla og happdrćtti fyrir okkur.  Og ţađ sama má segja um ríkissjóđ, hann er víst orđinn einkafjárfestingarsjóđur Jóhönnu og Steingríms.  Peningar, SKATTPEININGAR, fljúga ţađan út í einkabanka og önnur einkafyrirtćki, Evrópufáráđ og hvađ ţau ćtluđu okkur međ ICESAVE, etc.  En Halldór, hvađ varđ af vatnsgreiddu Exel-strákunum međ löngu lćrdómstitlana? 

Elle_, 14.8.2011 kl. 17:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband