Leita í fréttum mbl.is

Kosningar sem fyrst!

er það sem þjóðin þarfnast mest. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns Egilssonar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins á Bylgjunni nú í þessu.

Bjarni dró saman horfurnar eftir næstu kosningar á stjórnarsamstarfi sem margir velta fyrir sér. Hann spurði hvernig ábyrgur stjórnmálaflokkur gæti unnið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og leitt þær til lykta. Staðið síðan upp og tekið í hönd viðsemjendans og þakkað fyrir sig. Snúið sér síðan við og ávarpað þjóð sína fyrir allra augum og skorað á hana að fella hið nýgerða samkomulag. Það hlutskipti biði VG.

Hvernig gæti það gengið upp, að slíkur stjórnmálaflokkur væri fyrsti kostur sem samtarfsaðili fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar? Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans væri andvígur aðildarviðræðunum og vildi hætta þeim.

Þetta er skýr röksemdafærsla sem nánast útilokar samstarf við Evrópuflokkanna, Samfylkinguna og VG. Þeir geta hreinlega ekki orðið þáttakendur í ríkisstjórn með svo eindregnum andstæðingi Evrópusambandsaðildar sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Áframhaldandi vinstri stjórn er því eini valkosturinn við það að Sjálfstæðisflokkurinn komi til forystu eftir næstu kosningar. Línurnar eru því algerlega skýrar.

Sjálfstæðiflokkurinn vill virkja í neðri-Þjórsá.Ríkisstjórnarflokkarnir vilja það ekki. Enn einn átakapunktur. Sjálfstæðisflokkurinn vill atvinnuuppbyggingu sem forgangsmál. Ríkisstjórnin hefur ekki starfað á þann hátt.

Því fyrr sem kosningar verða knúðar fram þeim mun betra er það fyrir þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú ekki að stjórna nema í svo sem eins og einn mánuð til að koma þessum tveimur stefnumálum sínum fram, Halldór....! Eitt já-mál og eitt nei-mál. Svona einföld og skýr pólitík ætti nú ekki að þvælast lengi fyrir þinginu....

Hafðu góða sunnudag, félagi....!

Ómar Bjarki Smárason, 14.8.2011 kl. 12:22

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Til að geta farið út í kosningar nú verðum við Sjálfstmenn að hafa foristu sem er hægt að treista.

Vilhjálmur Stefánsson, 14.8.2011 kl. 17:51

3 Smámynd: Elle_

Bjarni Ben hefur ekki efni á að gagnrýna VG verð ég að segja.  Hann er sjálfur ótrúverðugur og tvístígandi eins og í ICESAVE og kemst hvergi í nánd við Jón Bjarnason.  Jón er allavega heiðarlegur. 

Elle_, 14.8.2011 kl. 23:31

4 Smámynd: Elle_

Samt: Af hverju á jörðinn studdi Jón Jóhönnuliðið í ICESAVE?  Eins og 9 menn úr Sjálfstæðisflokknum enduðu með að gera og eins og fjöldi VG-líða gerðu á vissum tímapunkti.  Ófyrirgefanlegt. 

Elle_, 15.8.2011 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418272

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband