Leita í fréttum mbl.is

Galin hagstjórn

birtist okkur í niðuskurðaráformum ríkissjóðs og vaxtahækkun Seðlabankans.

Gamla tólið sem kallað er stýrivaxtaákvörðun, sem sagt er að hafi verið fundið upp af Mávi Seðla í tíð Birgis Ísleifs og notað að bankastjórum hans alla tíð síðan, hefur aldrei skilað þeim árangri sem að var stefnt.Því þær eru alltaf eftirávirkar, aldrei framvirkar. Og ekki batnaði það þegar stýrivextir voru skrúfaðir upp til að hleypa jöklabréfunum inn á lægri vöxtum og gera ekkert annað. Nú hanga þau bréf eins og snjóhengja sem bankinn er að reyna að krafsa í með misjöfnum árangri eins og sást í svörun markaðarins í fyrradag.

Hækkun stýrivaxta við þessar aðstæður er því galin ákvörðun þó lítil sé. Því hvað er að kynda verðbólguna í kreppunni núna? Eyðsla almennings í nýja bíla, nýjar mublur,ný föt, meiri neyslu, meiri ferðalögum,meira brennivín ? Ekkert af þessu er í gangi. Það er ekkert að gerast nem brjálaðar kauptaxtaákvarðanir og verkfallakúgun. Þaðan kemur sú verðbólga sem er í gangi fyrst og fremst.

Það er enginn af almenningi að gera neitt yfirleitt nema kaupa mat og halda að sér höndum og reyna að fá leiguhúsnæði á snarhækkandi verði í stað þess sem það er að missa á uppboð. Fólk liggur á peningunum undir koddanum til þess að hleypa ekki skattstofunni í reikningana og fá á sig auðlegðarskatt og skerða bætur enda bara neikvæð ávöxtun í boði hjá þessum leynifélögum sem Íslendingar kalla viðskiptabanka um þessar mundir.

Warren Buffet segir það algalið að keppa að hallalausum ríkisrekstri í kreppu. Hallinn verði að vera 3-5 % ef eigi að halda þjóðfélaginu í gangi. Til þess verða þjóðir auðvitað að eiga eigin gjaldmiðil eins og Bandaríkjamenn og Íslendingar hafa.

En hér ætlar Steingrímur bara að skera niður. Skeri hann enn niður Landspítalann til dæmis þá verða enn hundruðir að fara úr landi af bæði læknum og sjúklingum. Áfengisverslunin skilar ekki hærri tekjum með verðhækkunum og aðrir skattstofnar eins og bensínið hljóta að láta undan síga með frekari hækkunum. Nátttröllin í ríkisstjórninni vita ekki sitt rjúkandi ráð því þau kunna ekkert annað en drynja um að hækka skatta og gjöld. "You aint seen nothing yet" sagði Steingrímur við síðustu hækkanir.

Það verður þjóðarinnar vegna að fara að stinga útúr Stjórnarráðinu og koma þessu liði burt með einhverjum ráðum. Nýjar kosningar og nýjar hugmyndir þurfa að koma til eigi kreppan að taka enda. Þessi ríkisstjórn gerir fátt til gagns á hverjum degi sem líður.Hún getur helst ekki tekið neinar ákvarðanir vegna sundurlyndis. Sjáið bara hvernig eins Fangelsisbygging uppá smáupphæðir getur enst þeim og Ríkisstjórnarfjölmiðlunum lengi til umræðustýringar.

Maður er hálfgert að kafna í þessu andrúmslofti eymdar og vonleysis sem liggur eins og mara yfir þjóðlífinu. Hvergi örlar á neinni trú á framtíðina. Fólki finnst að allt ástand sé að versna ef nokkuð er. Við þessar aðstæður fer auðvitað engin fjárfesting í gang þó að Steingrímur tali eins og hún standi yfir.

"..Gef mér loft, gef mér lífsandaloft, því ég lifi ekki í kalkaðri gröf" sagði séra Matthías. Þær ljóðlínur eiga við um núverandi hagstjórn á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er algjörlega vanhæf ríkisstjórn. Góð samantekt hjá þér!

Sumarliði Einar Daðason, 17.8.2011 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband