Leita í fréttum mbl.is

Mistæk ríkisstjórn

virðist okkar ríkisstjórn að vera á fleiri sviðum en í hagsstjórninni.

Hún hækkar vexti við samdrátt í efnahagslífinu..

Hún heldur áfram með hönnunarvinnu við nýjan Landspítala þó hún hafi ekki ráð á að reka hann í núverandi húsnæði.

Hún keyrir áfram aðildarviðræður við ESB þrátt fyrir að stækkunarstjórinn hafi stungið uppá frestun vegna andstöðu landsmanna.

Hún gerir ekkert til að undirbúa virkjanir í Neðri-Þjórsá sem er grunnur að framhaldi álversins hálfkaraða í Helguvík.

Skjaldborgin um bankana er risin en heimilin telja sig afskipt.

Skilanefndir bankanna virðast starfa á fullu enn og engin merki eru um að verkefnið sé að klárast.

Hún kláraði hinsvegar Vaðlaheiðargöngin í gær og á lof skilið fyrir það. Þar eru ákveðin veggjöld til fjármögnunar. Fleiri jarðgöng með veggjöldum myndu örfa atvinnulífið.

Ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk fyrst og fremst og því verða afköstin eftir því. Mistök og verkleysi ríkisstjórnarinnar eru margfalt fleiri en það sem tekst.

Það eru brýnir hagsmunir þjóðarinnar að fá kjósa sem fyrst við þær grafalvarlegu aðstæður sem í þjóðlífinu eru.

Við þurfum samhenta ríkisstjórn en ekki sunndurþykka og mistæka.Þráin(n) er ekki nóg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Þránni er ofaukið Halldór minn.

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2011 kl. 12:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þrán(n)i

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2011 kl. 12:38

3 identicon

Það er eitthvert þráabragð af þessari stjórn, bragð sem hefur loðað við hana frá fyrsta degi hennar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 17:40

4 Smámynd: Elle_

Þrá-in eða -inn???  Það er heitasta þrá-in mín að geta bara andað og fengið frið fyrir ofursköttum.  Það er víst ekki hægt í þessu mistæka andrúmslofti. 

Elle_, 20.8.2011 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband