Leita í fréttum mbl.is

Doktorarnir í Samfylkingunni

þeir dr. Þorvaldur og dr. Össur eru örlítið á skjön við hvorn annan í skýtingum sínum á ágæti ESb fyrir Ísland.

Ef setja má samasemmerki milli þeirra sem hringja inn að tala við Pétur á Útvarpi Sögu, þá hefur þjóðin svo mikið álit á pófessor  dr. Þorvaldi Gylfasyni að það vill fá hann helst sem einvald yfir landið.Og vissulega skilur maður það svo víðfeðm þekking prófessorsin er. En stundum er spurning um það hvort  ályktanir af lærdómi séu allar með sama hætti þegar tveir slíkir lærdómsmenn koma saman sem þeir Þorvaldur og Össur.Það eru nefnilega upp ýmsar túlkanir á ESB upp meðal gáfumanna þjóðarinnar.

 Til dæmis heldur dr.Össur Skarphéðinsson því fram að við séu ekkert að ganga inn í sameinað Evrópuríki með aðild okkar að sambandinu.  Þess vegna staldrar maður við þegar tveimur slíkum  gáfumönnum ber ekki saman.

Prófessor dr. Þorvaldur segir svo í vikulegu skrifi sínu í Baugstíðindin:

..."Grikkland sker sig að sönnu ekki lengur úr hópiEvrópulanda. Landið ljómar þrátt fyrir þessa daga. Umferðin í Aþenu er nú léttari en áður þrátt fyrir stríða fólksflutninga úr sveit í borg. Neðanjarðarlest var tekin í notkun árið 2000 og hringvegur lagður umhverfis höfuðborgina, hvort tveggja með aðstoð frá ESB. Neðanjarðarlestir þekkjast víðast hvar í evrópskum höfuðborgum, en hvergi í Afríku nema í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Grikkir standa nú eftir hrun svo að segja jafnfætis Íslendingum í efnahagslegu tilliti, mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann 2010 samkvæmt nýjum upplýsingum Alþjóðabankans. Þeir hafa því næstum náð að jafna forskot okkar á þennan kvarða frá 1981. Við stöndum þó feti framar að því leyti, að meðalævin hefur lengzt meira hér heima. Nýfætt barn á Íslandi getur nú vænzt þess að ná 82 ára aldri á móti 80 árum í Grikklandi. Það gefur okkur tveggja ára forskot. Bæði löndin hafa þá sjaldgæfu sérstöðu, að þau laða til sín fleiri erlenda ferðamenn á hverju ári en nemur fólksfjölda...

 

..".Sameiginlegri mynt eins og evrunni þarf að réttu lagi að fylgja sameiginleg stjórn ríkisfjármála að hluta líkt og í Bandaríkjunum, svo að einstök lönd í vanda eigi aðgang að fyrirgreiðslu frá öðrum aðildarlöndum, þegar á móti blæs, en þó þannig, að öll löndin hafi hag af að halda fjármálum sínum í sæmilegu horfi. Þetta hefur ESB vanrækt. Grikkland gekk á lagið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur til, að erlendir lánardrottnar gríska ríkisins taki á sig talsverðar afskriftir líkt og erlendir lánardrottnar íslenzku bankanna þurftu að gera. ESB leggur heldur til, að grískir skattgreiðendur standi full skil á skuldum ríkissjóðs við útlönd. Á að reisa skjaldborg? Um hverja? Erlenda banka eða innlenda skattgreiðendur? Vandinn hljómar kunnuglega. Málið er enn óútkljáð. Hver sat um hvern?   "....

Mér sýnist ljóst af þessu að upplýsingarnar frá þeim dr,Össuri og dr.Þorvaldi séu eilítið misvísandi. Dr.Þorvaldur talar um sameiginlega stjórn ríkisfjármála en Össur telur okkar fullveldi í engu hætt með inngöngu.

Dr. Þorvaldur klykkir út með þessu:. "Grískir skattgreiðendur eiga nú þriggja kosta völ. Þeir geta hert ólarnar og staðið í skilum, samið um afskriftir við erlenda lánardrottna eða neitað að borga. Síðasti kosturinn gefst yfirleitt ekki vel, þar eð orðstír vanskilaþjóðar þarf langan tíma - áratugi - til að jafna sig."

Þetta mun greinilega ekki ske á Þorvaldar vakt við stjórn Íslands. Icesave og aðrar skuldir við erlenda lánardrottna í Evrópusambandinu verða  greiddar upp og Íslendingar verða bara að gyrða sig í brók eins og Grikkir til að bjarga orðstírnum.

 

Dr.Össur er hinsvegar höfundur að þeirri leið sem farin var, að snuða alla erlenda kröfuhafa sem allra mest og fella gengið. Síðan þegar við erum komnir í ESB munum við taka upp evruna og henda krónunni eins og Grikkir gerðu við Drökmuna og Írar við pundið sitt.

 

Doktorarnir í Samfylkingunni eru þarna ósammála í grundvallaratriðum um hvert ESB stefni. Þair eru hinsvegar sammál um það að þangað skuli þjóðin fara, þetta muni allt saman reddast þó síðar verði.

. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Og þeir voru líka sammála um að við SKYLDUM borga ICESAVE.  Þorvaldur barðist eins og ljón fyrir kúgunarsamningnum fyrir Breta, Hollendinga og Stór-Evrópuríkið.  Og fyrir samfylkingarflokkinn sem Össur er í.  Þorvaldur sagði í RUV að það væri HOLLT fyrir okkur að borga ICESAVE.  Skil ekki hvað fólk finnur jákvætt við þennan mann.

Elle_, 20.8.2011 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418272

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband