Leita í fréttum mbl.is

Góð helgi

var hjá mér þessa helgina.

Við hjónin vorum í sumarbústaðnum í Biskupstungunum og nutum góða veðursins.
Það er búið að leggja nýja veginn milli Biskupstungnabrautar og Flúða. Þetta er yfirmáta falleg framkvæmd finnst mér. Vegurinn flæðir frá einbreiðri Tungufljótsbrúnni yfir hjá Bræðratungunni yfir stórglæsilega tvíbreiða nýju brúna á Hvíta. Þaðan rennur hann áfram í fallegum sveig í gegnum eitt fjall sem var í vegstæðinu en var bara mokað skarð í það og svo lendir nýja brautin í hringtorgi við Flúðir. Þetta er þvílík samgöngubót að utansveitarfólk áttar sig varla á því hvað þetta breytir miklu fyrir allt mannlíf á svæðinu.

Flúðir er einstaklega falleg byggð og skógi vaxin. Þar er golfvöllur, flugvöllur, hjólhýsabyggð, garðyrkjustöðvar og brennivínsbúð. Það hefur einhvernveginn verið alltaf verið svolítið sérstakur myndarbragur yfir Flúðum og fólkinu þar. Þeir settu á stofn Límtrésverksmiðju fyrir margt löngu. Ekki spáðu nú margir fyrir þeirri velgengni sem þeirri framleiðslu hefur fylgt svo rækilega hefur verksmiðjunni tekist að komast á markaðinn. En Flúðamenn eru margir bjartsýnir og brattgengir og einhvernveginn stundum hressari en Tungnamenn finnst mér þó það geti auðvitað verið áhrif frá gömlu þulunni ..."Grímsnesið góða, Gull-Hreppar og Sultartungur..." Flúðasveppir eru landsþekkt fyrirtæki og margur fleiri myndarskapur er þarna á Flúðum án þess að ég þekki það. En ég hef verið meira í Tungunum allt frá barnsaldri þegar ég var mikið á Geysissvæðinu og Flúðir voru nærri því útlönd, svo langt var þangað að fara og vegir vondir.

En nú er öldin önnur. Það eru bara 10 km. á milli Reykholts og Flúða. Við fórum í sund á Flúðum á sunnudeginum en í Reykholti á laugardeginum. Pottarnir eru betri á Flúðum en búningsaðstaðan verri. Fólk vill hafa næga potta með nuddi eða án. Flúðir hafa vinninginn í pottunum en Reykholt gæti auðveldlega toppað þetta með því að bæta við nuddpotti og meira vatnsrennsli í Aragjá. Meiri metnaður þarf að koma á þessa sundstaði, þá vantar útiskýli, gufuböð, pundara í búningsklefana fyrir ístrubelgina eins og mig osfrv. En byggðirnar hljóta núna að verða að taka sig á þegar samgöngurnar skapa samanburð og samkeppni um ferðafólkið.

Bjarnabúð í Reykholti er vinsæl verslun og gamalagróin og miðpunktur hverfisins. Þar er bílaþvottaaðstaða sem ég fann enga á Flúðum. Það er vaxandi aðsókn ferðamanna til Reykholts á tjaldstæðin. Svæðið þar er allt skógi vaxið og þarna eru mikil gróðurhús. Þarna er Kaffi Klettur sem er ágætis veitingahús og nýbyggt annað kaffihús og prjónaverslun er þar líka og afgreiðsla Riverjet bátsins sem spíttar á Hvítá hvort sem laxinum í ánni er sama eða ekki. Reykholt er skólasetur og landrými býður uppá mikla möguleika til aukinna athafna.

Reykholt-Flúðir liggja nægilega langt frá Geysis-Gullfosssvæðinu til að eiga sjálfstæða tilveru. Mikill fjöldi ferðamanna fer um svæðið og mikilvægt fyrir heimamenn á svæðinu að sinna þeim af bestu getu. Þarna er komin samkeppni um hylli þeirra sem heimamenn verða að sinna.

það hefur verið mikið um góðviðri í sumar og jafnvel pólitíkin líður fyrir. Menn eru latari við að æsa sig í blíðunni. Enda er alveg óhætt að horfa á hversu landið okkar er fagurt í góðviðrinu, fjallasýnin stórkostleg og fannhvítir jökklanna tindar. Það er glatt yfir fólkinu á slíkum góðum helgum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Svo sannarlega rétt hjá þér,þessi brú er rennileg og mikil samgöngubót. Ég var þarna um helgina,var í bústað hjá vinkonu í Vaðnesi,var síðan ekkert mál að skreppa til sonar míns sem á bústað á Flúðum. Þar er golfvöllurinn þeirrar fjölskyldu besta skemmtun og heilsubót. Landið er fagurt og frítt. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2011 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband