Leita í fréttum mbl.is

Má venjast því?

að þingmenn skipti um flokka reglulega?

Fyrst var Guðmundi Steingrímssyni ekki lengur vært í Samfylkingunni sem ég hefði skilið mætavel. Svo býður hann sig fram fyrir flokk föður síns og afa er og kjósendur flokksins setja traust sitt á þennan erfðaprins og stórættaðan manninn.

En nú gefur Guðmundur frat í fólkið sem tók við honum úr ræningjahöndum kratana. Er verið að gera honum tilboð sem hann getur ekki hafnað? Hefur það eitthvað að gera með það að Jóhönnu vanti mann til að gelda Þráinn Bertelsson? Og ef Siv myndi nú fylgja á eftir ef verðið væri rétt, þá fer nú að vænkast hagur Strympu. Og svo er hann Ásmundur Daði þarna einhversstaðar. Þannig bjargast norræna velferðarstjórnin fram hjá einu skerinu enn.

En hvað finnst kjósendum úr báðum þessum flokkum um það fyrirkomulag að hefja sig stöðugt upp úr flokssviðjunum? Skiptir það máli lengur hvaða lista menn kjósa ef frambjóðendurnir hafa sífellt hestaskipti eftir kosningarnar?

Ég veit ekki hvernig mér gengi sjálfum að standa í því að þingmaður minn skipti reglulega um pólitíska skoðun og flokk? En hugsanlega má öllu venjast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Sumir þingmannanna vilja nú meina að flokkurinn hafi skipt um stefnu eða hugsjón en þeir ekki. Flokkurinn hafi farið frá þeim en ekki þeir frá flokknum.

Ég verð nú að segja að það er nokkuð til í því stundum. Allavega hjá vinstri gænum meðan meirihlutinn fylgir foringjanum.

Landfari, 22.8.2011 kl. 21:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég var einhversstaðar að kvarta yfir að við kjósendur,gætum ekki sótt atkvæði okkar aftur, ef mikil brögð væru að alvarlegum svikum.

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2011 kl. 22:30

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Var ekki verið að auglýsa eftir viðburðarstjóra að Bessastöðum um helgina. Upplagt fyrir mann sem hefur heila hljómsveit á bak við sig og væntanlega góð sambönd....

Ómar Bjarki Smárason, 22.8.2011 kl. 22:44

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn Bjarna er búinn að koma auga á ástæðuna. Guðmundur var búinn að átta sig á að hann myndi fala í kjördæminu sínu fyrir Ásmundi Daða nýframsóknarmanni

Er ekki sagt að völskurnar yfirgefi skipið áður en það sekkur?

Halldór Jónsson, 22.8.2011 kl. 22:52

5 Smámynd: Landfari

Ómar, maðurinn er í fullu starfi. Hann sagði sig bara úr flokkum en ekki af þingi frekar en nokkur þingmaður sem fer úr flokknum sínum.

Landfari, 22.8.2011 kl. 22:52

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Líklega nokkuð til í þessu hjá Birni Bjarna....

Þingmennskan verður nú seint flokkuð sem starf, miklu frekar íhlaupavinna, Landfari....

Ómar Bjarki Smárason, 22.8.2011 kl. 23:33

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Allavega er heyskaparfríið ekki skorið við nögl.

Halldór Jónsson, 23.8.2011 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband