Leita í fréttum mbl.is

Af hverju Hólmsheiði?

fyrir fangelsi?

"Allt á sama stað" var kjörorð Egils Vilhjálmssonar athafnamanns á bifreiðasviði.Við sem rákum iðnfyrirtæki lengi sáum fljótt að það skipti máli að vera með allt á staðnum en ekki dreift um allar grundir.Útþynning stúdentsmenntunarinnar hófst með því að fjölga menntaskólum úr öllu hófi. Sama hefur skeð með svokallað háskólastig þegar hverskyns gjörningar eru þangað komnir sem hluti af einhverskonar kjarabaráttu.

Litla Hraun hefur þjónað sem fangelsi með miklum ágætum um mannsaldra. Þar er yfirdrifið landrými. Fangelsið er svo flott að aðbúnaður fanga er margfalt betri en aldraðra og brasíliskur reyfari sem þar gisti sagði það vera eins og 5 stjörnu hótel miðað við þau fangelsi sem hann þekkti.

Þarna er geymdur mikill vinnukraftur af nautsterkum mönnum, smíðalærlingum sem öðru hæfu fólki. Af hverju hefði ekki verið hægt að nýta þssa krafta til að smíða nýtt hótel sem viðbyggingu á lóðinni? Er ekki byggingakostnaður að hugsanlega þriðjungi laun? Vantar ekki peninga? Hefði ekki verið gott að nota fyrirliggjandi afl og virkja fangana sjálfa til að byggja yfir sig?

Það gat varla farið öðruvísi en að ríkisstjórnin okkar, sem var búin að rembast mánuðum saman í ákvarðanatöku eins og bústin kona í barnsnauð, kæmist að annarri en vitlausri niðurstöðu og þeirri dýrustu.

Þess vegna Hólmsheiði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Hér spilar eflaust inní að það er dýrt og tímafrekt að hafa gæsluvarðhaldsfanga langt frá Reykjavík og þurfa að flytja þá daglega fram og til baka í yfirheyrslur.

Öryggisfangelsi þarf hins vegar ekki að vera í borginni.

Haraldur Hansson, 25.8.2011 kl. 12:50

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hva, erða ekki hagvöxtur að skapa vinnu við fangaflutninga. Skapar störf útá landi? Er ekkert samhengi í hlutunum hjá þessu liði?

Halldór Jónsson, 26.8.2011 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband