Leita í fréttum mbl.is

Bréf til Árna

Gunnarssonar bloggvinar míns.

 Hann skrifar mér svona á þessum sunnudegi:

"Seðlabankinn hefur tapað áður og miklu meiri fjámunum en þetta. Nú er ég búinn að steingleyma hvað þeir hétu kommadindlarnir sem sátu þar 2008.

Man nokkur hvaða kommúnistar sátu í ríkisstjórn í aðdragandanum og settu stefnuna sem olli hruninu?

Það er greinilega þörf á að varast þessa helv. kommúnista sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.

Árni Gunnarsson, 28.8.2011 kl. 12:53

 

Árni minn góður, mikið er gaman að heyra í þér aftur. Ekki hefur þér batnað mikið í hrunskýringunum. Helvítin þeir Dóri og Dabbi, sem hrintu heiminum útí þetta hrun, með falli Lehmansbræðra, óráðsíuna í Grikkjum, Ítölum, Portúgölum, Írum, Spánverjum, þeir spranga um galvaskir og þykjast hvergi hafa nærri komið.   Og fóru svo í stríð í Írak í þokkabót. Settu ESB í uppnám með því að vera á móti aðildarumsókn. Enda á  Evran  í mesta basli síðan.

Það er ekki furða þegar þú ert búinn að eyða þessum árum sem liðin eru frá hruninu í að finna skýringuna, hverjir voru ábyrgir hér á Íslandi að hleypa þessu af stað, að þú sért kominn að niðurstöðu núna. 

Uppáhaldið þitt hann  Steingrímur hélt nú til jafns við þá tvímenningana  með því að ráðast  á  Gaddafi og bomba hann út úr kortinu. Hóar síðan saman flokksráði VG, (varstu nokkuð þar sjálfur í þessum liðlega 50 manna hópi ?) til að rannsaka hvernig við Íslendingar fórum að þessu?  Svei mér þá ef Steingrímur er ekki mesti stjórnmálamaður allra tíma. Hvernig hann getur kallað flokksmennina saman æ oní æ og fengið þá til að sjá það að 180 gráðu beygjur frá áður samþykktri stefni VG séu í fyllsta máta eðlig framþróun mála og allt sé í fína lagi. Norræna velferðrastjórnin sé það sem skipti VG meginmáli, allt annað sé í rauninni bara hégómi auk þess sem stöðugt bætist í eftirlaunasjóð Steingríms sjálfs.Já snjall var að klína því máli á Dabbann sem fékk verðskuldað á kassann fyrir.  

Stundum veit ég ekki hvorir settu kúrsinn meira fyrir okkur í hrunmálunum , þeir Sigurður Einarssn, Óli í Samskip, AlThani, Jón Ásgeir,Finnur Ingólfsson, Pálmi Haraldsson, Hannes Smárason, Björgólfarnir  eða fyrrnefndu helvítis beinin þeir Dabbi og Dóri?  Það er gott að þú sért svona klár á þessu Árni minn, þú sér í gegnum hismið að kjarnanum. Þú lætur ekki plata þig.

Raunar áttu marga sálufélaga á Íslandi Árni minn. Hlustaðu bara á á þá sem hringja inn að tala við han Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu. Þeir eru alveg klárir á því að helvítis fjórflokkurinn eigi alla sök á óförum Íslendinga. Það sé eiginlega nauðsynlegt að stofna nýjan flokk eða flokka undir forystu Stjórnlagaráðs til að hrista uppí þessu. Varla nokkur af hringjurunum. hvað þá Pétur sjálfur, hefur nokkurn tímann komið á landsfund Sjálfstæðisflokksins til dæmis. En vita samt uppá á hár, að þar er bara æpt hallelúja í tvöþúsund manna kór þegar flokkseigendurnir hafa gefið línuna. Svo samstillta sauðahjörð hefur Pétur aldrei séð á sinni lífsfæddri ævi. Og ekki er það skárra hjá hinum flokkunum þremur. Af hverju eru þeir ekki sameinaðir í einn flokk úr því að Pétur sér svona glöggt að það sé alvega sama hvað menn kjósi, þeir endi alltaf uppi með þennan fjórflokk. Þrátt fyrir Gnarr og Atta Kitta Gauju, Þór Saari og Þráinn Bertelsson. 

Nýjir flokkar sem rífa þessa gömlu spillingarflokka upp með rótum og koma með sannleikann kristaltæran, verða að koma fram og frelsa fólkið.  Er ekki Guðmundur Steingrímsson einmitt að setja saman svona flokk sem leiðir okkur útúr myrkrinu? Eigum við ekki bara að ganga í hann Árni minn til að tryggja það að Brüssel hafi framvegis vit fyrir okkar næstu hrunadönsurum íslensks stjórnmálalífs? Eða hvað?

Vertu ávallt blessaður Árni minn, og líði þér sem best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið er ég nú feginn að þú gast ekki á þér setið minn ágæti Halldór. Við skulum ekki ljúga neinu að okkur því þá þyngist undir fæti á þroskaleiðinni sem okkur er nauðsyn að feta.

Reyndar er mér aldeilis ómögulegt að skilja hvað í tilvitnuðum orðum mínum hefur raskað ró þinni svona.

En það er svo sem þekkt hverju flestir verða sárreiðastir.

Pólitíkin er átök um hugmyndafræði og þeir Lehmanbræður, Dabbi, Dóri, Hannes Hólmsteinn og hvað þeir nú heita allir þessir ógæfumenn lifa í sama hugarheimi.

Það var margbúið að vara okkar stjórnvöld og seðlabankalið við því að íslenska hagkerfið réði ekki við nein þau óhöpp sem yrðu til að hægja ofsaaksturinn. Þú mátt til með að vinna þig út úr sárindunum og kyngja sannleikanum.

Það var marg - marg - margbúið að vara við þessu og þetta veistu. Og þú veist jafn vel og ég og allir Íslendingar að hagkerfi þessarar litlu fjölskyldu á Íslandi er viðkvæmara en hagkerfi þróaðra iðnríkja sem telja marga tugi milljóna í fólksfjölda.

Það voru óheiðarlegir fjárglæframenn á aðra síðuna og tröllheimskir pólitíkusar sem trúðu á hugmyndafræði frjálshyggjunnar á hina, sem ollu því að íslenska hagkerfinu var sturtað í fjóshaug kapitalismans.

Ekki skil ég hvernig það róar þig að nudda mér upp úr meintri áfergju til Brussels og ESB. Þú veist vel andstöðu mína við frekara afsal fullveldis. 

Ekki veit ég heldur hvar ég hef sannfært þig um uppáhald mitt á Steingrími. (geri ráð fyrir að þú eigir við Steingrím J. þó erfitt sé að henda reiður á þér í þessu ástandi.)

Kommúnistar eru ekki við stjórn á Íslandi Halldór. Ef svo hefði verið þá hefði ekki verið byrjað á að vernda fjármálastofnanir og fóðra þær á lífshamingju skuldsettra fjölskyldna.

Hefurðu nokkuð verið að sulla í sítróni Halldór minn?

Þakka þér vingjarnleg kveðjuorð og kveð þig á sömu lund. 

Árni Gunnarsson, 28.8.2011 kl. 21:59

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef Íslendingar hefðu lært löglegt hliða jafvægis fjárhagsbókhald upp á tíu, Í UK eða France, eða Germany, eða USA og skildu því hagfræðinga eins og Friedmann og Fisher föður Hagvísanna, þá væri engin ráðherra í þessu stólum í dag og öll þess nöfn sem þú nefnir væru ekki til í umræðunni. Ísland væri stöndugt og með styðsta vinnu dag í heimi og minnst hlutfall að bótaþegum, sjá afslátt af grumþrepi tekjuskatts til vsk. rekstra, stuðla að fákeppni  og undanskotum frá söluskatti og hækkuna á skatta prósentu í öðrum þrepum, sjá vaxtabætur, sem hækka nafnvexti og gerir örugg bréf að áhættu bréfum á alvöru mörkuðum, sjá húsaleigubætur sem gerir út af við fasteignsala og fækkar greiðendum í veðsöfn, barna bætur sem börnum eftir tekjum foreldra.  Fasteignaveðmat sem hækkar umfram verðlag í hverfum eldri en 30 ára.  Ísland er svo öfugt að það er með eindæmum. Menn geta teiknað skattað og ýmislegt, en það kostar reiðufé að hækka hreinar eignir og geyma reiðufé í uppsöfnuarsjóðum sem er sú heimskast hugmyndfræði sem til er, reifé sem liggur kurt vinnur ekki fyrir sér á mörkuðum þótt það vaxi í fölsuðum efnhagsreikningum.  Samdráttur hjá sorpu eru öruggar vísbendingar um minni innri raunhagvöxt en sérfræðingamælingar sem meta hann eftir 3 ár.

Júlíus Björnsson, 29.8.2011 kl. 02:49

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jæja Árni minn,

Ég sýndi þér þann heiður að vera ekkert í sítróninu þegar ég skrifaði þér. Enda betra að vera alveg klár þegar maður á við svona mannvitsbrekkur.

Ekki veit ég hvað þú hefðir viljað gera 2007 til að afstýra falli Lehmansbræðra. Þegar þeir féllu þá féll Ísland. Ég hefði viljað binda erlendfu peninga hrunbankanna í Seðlabanka 2007 eða 2006 til að stoppa jöklabréfin. Ekkert með frjálshyggju að gera ef maður gerir ekki eitthvað rétt eða lætur ógert. Pólitíkusarnir voru ekki tröllheimskir heldur komu því ekki fram að leggja bönd á bankana. Þú manst hvernig þeir útrásarvíkingar  létu, keyptu rógbera og mútuðu útum allt. Flugu með Forsetanum um allar grundir sem hrúgaði yfirþá verðlaunum og viðurkenningum.  Það mátti enginn segja að þeir væru glæpamenn sem þeir því þeir áttu yfirhönd í allari fjölmiðlun á landinu og sögðu þér að éta hann sjálfur.

Þú hlýtur að vera fylgismaður Steingríms J. úr þér er svona illa við Dabba og Dóra. Hann er á móti þeim eins og þú og hann vill fara í ESB en þeir ekki. Hann er líka í stríði í Lýbíu en er búinn að skipa nefnd til að finna útúr því af hverju hann er í þessu stríði.

Ingvi Hrafn telur upp átta kommúnista sem séu í ríkisstjórn Íslands um þessar mundir. Hann segir þá vera kommúnista sem voru í Alþýðubandalaginu gamla. Og við kaldastríðsmenn treystum varlega gömlum kommum. Einu sinni kommi, alltaf kommi sögðu þeir í Tékkóslóvakíu. 

Þetta með ESB. Ertu ekki þessi kíkjaípakka maður? Einn af þeim sem vill halda fullveldinu en fá styrkina?

Halldór Jónsson, 29.8.2011 kl. 16:18

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Á Íslandi er rekin mjög óðlilega langtíma sjóðastarfsemi, í keppni við innri raunþjóðartekju framleiðslu.

VR t.d. er með heildar pappírs sjóðstreymi  í milljörðum 2010.   Innstreymi [73]  og Útstreymi [74].

Hinsvegar ef litið er á eiginlegan 100% öruggan rekstur: Þá eru iðgjaldagreiðslur [15] og útborganir [6].  Reiðufé til hækkunar á reiðufjáreignum [7] í því samhengi. 

 Heildar rekstrarkostnaður 247 milljónir eða   16,4 % af iðgjöldum.

Ný veðlán [3]. Ef 3 millarðar eru varasjóður til að mæta fækkun iðgjaldagreiðenda. Þá samsvara þetta 90 milljarða heildarskuld í jafngreiðsluskuldum USA Prime AAA+++.  100 nýjar jafngreiðsluborganir vegna nýrra að íbúða [veða] að andvirði: 37,5 milljónir hver.  

Ef ekki væri kreppa þá myndi ég setja 3,8 milljarða til viðbótar í örugg fasteign veð það er borga út í 127 nýjar íbúðir sem kosta 37,5 milljónir hver.    

15/6 skilar 250 % álagningu á nauðslegar lífeyrisútborganir í dag.  Það fara ekki að greiða nema 6 milljarðar í reiðufé út. Það m´ti jafnvel hækka útgreiddan grunn lífeyri um 20 %.

þá væru greiddar út 7,2 milljarðar í lífeyri og  4,8 milljarða í 30 ára jafnskuldar veðlán með heildar skuld í upphafi  8,64 milljarðar. Iðgjaldainnborganir borganir lækkaðar niður í 7,2 + 4,8 milljarð= 12 milljarða.  

Reynslan sýnir að ef hlutfall  óstarfandi eykst þá fækkar íbúum á Íslandi. Lífeyrisbullið hér er ekki sambærilegt við 100 % örrugg lífeyrisjóð utan Íslands. Fákeppni virðast rekin þannig að þau gagni að vísu að Lífeyrissjóðir borgi þeirra græðgi eða fyrirfram bókaðar og eignfærðar tekjur. Hér um árið þegar fleiri störfuðu í hreinum séreignarábyrgðargeirum voru flestir enn að 75 ára, hlutfall að ekkjum minnkaði ári frá ári og mismunur á tekjum kvenna og karla líka.  Ef þjóðin eldist þá þýðir það ekki að hún verði ekki ern.  Þýskir eldri borgarar við halda eftirspurn eftir raunverðmæta sköpum og þeirra kerfi er til fyrir myndar.  Fasteignveðsvarasjóður með beingreiðslu virkar þannig að vantar 1% upphæð til útborgunna þá má bremsa útborganir til verðtrygginga í öruggum fasteignaveðum. Græða almennt umfram framtíðar rauntekjur ríkis eða þjóðar  gengur ekki upp almennt. Loforð um slíkt byggjast á ímyndunarafli aurasála. 

Júlíus Björnsson, 29.8.2011 kl. 19:07

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er líklega eldri en þú Halldór og þar með þroskaðri í pólitík. Þú leyfir þér þann barnaskap að staðsetja mig í liði Steingríms J. af því að ég sé andsnúinn Dabba og Dóra.

Svo einfaldur er ég bara ekki Halldór að ég taki mér stöðu við hlið einhvers pólitísks þarfanauts -(pólitísk þarfanaut gagnast yfirleitt ekki öðrum en sjálfum sér og þeim sem gefur þeim að éta)- og standi þar unz yfir lýkur eins og Sveinn heitinn dúfa sem einhver finnskur skáldmæringur -Runeberg?- orti um og börn voru svo látin læra. 

Það eru tvær kynslóðir fæddar síðan ég tók til við að hæðast að þeim sem urðu eign stjórnmálaflokka og byrjuðu daginn á því að skoða hvaða skoðun þeir ættu að hafa til kvölds.

Ég lít á pólitíkusa eins og einnota drasl - ámóta og smokkinn á meðan maður þurfti á honum að halda. Pólitíkus á að vinna vinnuna sína skammlaust og ef hann gerir það ekki á að kæra hann, dæma og setja í tugthús. Pólitíkus kemur á framboðsfund og talar af rembingi. Hann skal standa undir þeim rembingi ef ég kýs hann annars getur hann átt von á mér á fund og þá er jafnvel hægt að búast við veseni.

Þessir pólitíkusar okkar eru flestir dusilmenni og í vinnu hjá einhverjum óþokkum sem þurfa að komast framfyrir í röðinni þegar gúmmístígvélin koma í Kaupfélagið.

Það er fráleitt að ég vilji kíkja í pakka frá Brussel Halldór minn. Það stendur heldur ekki til. Því var öllu logið þegar fólki var talin trú um að ESB umsóknin væri bara um að fá að skríða undir jólatréð og kíkja aðeins í pakkana. Við erum í aðlögunarferli- eins konar brimróðri.

Ég held að við séum með svo marga landráðamenn við stjórn að ég er bara skíthræddur.

Það er ekki refsivert að segjast halda að þetta séu landráðamenn.

Árni Gunnarsson, 30.8.2011 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband