Leita í fréttum mbl.is

Féflettar

er nýtt safnyrđi sem Ragnar Önundarson notar í grein sinni í Mbl. í dag. Orđiđ lýsir ţeirri stétt manna sem líka sem ýmist voru kallađir útrásarvíkingar eđa kjölfestufjárfestar. Ţeir gátu notađ tengsl sín viđ menn í bönkunum til ađ komast í skuldsettar yfirtökur á grónum fyrirtćkjum, sem höfđu veriđ byggđ upp međ ćvistarfi kynslóđanna. Ţeir síđan sópuđu öllu lauslegu úr ţeim um leiđ og ţeir skuldsettu félögin upp fyrir rjáfur og hirtu sjálfir peningana sem arđ.

Ţjóđin horfđi á Pálma Haraldsson kaupa hvert félagiđ af öđru, selja ţau međ risahagnađi og jafnvel kaupa ţau svo aftur og aftur.Grćddi milljarđa í hvert sinn en fór svo á hausinn međ pompi og pragt. En ţađ beit ekki á víkinginn og núna flýgur Iceland Expresss á silfurvćngjum til sólarlanda. Og öllum er sama nema líklega Vilhjálmi Bjarnasyni sem vildi ekki ferđast einu sinni frítt međ ţví félagi vegna eigandans. Ţađ eru til menn međ prínsíp ennţá ţótt ţeim fari fćkkandi.

Árni Hauksson vann í Húsasmiđjunni og enginn vissi ađ hann ćtti mikiđ annađ en eina fegurstu konu landsins og mörg börn. Vinur hans og skólabróđir Hallbjörn Karlsson,sem á líka frćga og fallega konu, vann hinsvegar í Kaupthingbanka. Skyndilega kaupir Árni Húsasmiđjuna og sameinar hana skelfyrirtćki sínu, sem nú hefur fengiđ risalán til skuldsettrar yfirtöku. Allar eignir Húsasmiđjunnar eru seldar fyrir yfirverđ, sem ratar svo úr félaginu á einhvern hátt til Árna og Hallbjörns sem báđir vinna nú í ćđstu stjórn í Húsasmiđjunni. Árni og Hallbjörn selja svo Baugi og Pálma Húsasmiđjuna međ miklum hagnađi sem Landsbankinn lánar fyrir á svipađan hátt og í fyrra dćminu. Húsasmiđjan sligast af nýju skuldunum, Landsbankinn, eign ţjóđarinnar núna, fćr Húsasmiđjuna í fangiđ og verđur ađ afskrifa öll lánin vegna yfirtökunnar.Allir grćđa nema aumingja bankinn.Mađur spyr sig hvort međal bankastjóra finnist aldrei neinir bísnessmenn? ţeir eru alltaf platađir af öđrum og bara afskrifa útlánin sem töpuđ.Reyna ekki einu sinni ađ innheimta nema hjá smáfiskunum hagsmunasamtökum heimilanna.

Nćst er ţađ Árni Hauksson kjölfestufjárfestir sem er ađ kaupa Haga af Aríonbanka međ Hallbirni Karlssyni. Međ í förinni eru helstu lífeyrissjóđir landsins sem sjá núna hagnađarvon í ţví ađ reka lágvöruverđsverlanir međ Árna og Hallbirni. Aldeilis munur ađ ţurfa nú ekki ađ versla viđ ţá Baugsfeđga lengur en geta nú verslađ viđ Árna og Hallbjörn í stađinn. Allt annađ líf fyrir almenning. Ţjóđargersimin, Landbankinn, má bara eiga sviđann eftir tapiđ á fyrirgreiđslunni vegna Húsasmiđjunnar.Auđugir menn ađ kaupa fákeppnisfélagiđ Haga á frábćru verđi. Hverjir töpuđu ţví sem ţeir grćddu?

Um ţetta getur mađur lesiđ um í grein Ragnars.Og allt er ţetta í fína lagi og enginn segir neitt. "Ţađ er vont en ţađ venst" sagđi í vísunni. Kannski flýgur Vilhjálmur međ Pálma í fyllingu tímans. Allir versla í Bónus og enginn fćr gert viđ ţví

Féflettarnir hafa náđ sínu fram. Vextirnir hćkka hjá Mávi Seđla vegna verđbólgunnar og ađ ţví kemur líklega ađ Jöklabréfin fara ađ leita hingađ aftur ţar sem enga ávöxtun verđur ađ hafa annarstađar en í bođi bankamálaráđherra Íslands, Steingríms J. Sigfússoanr, sem ólmur vill borga Icesave og ganga í ESB.

Minniđ er stundum stopult hjá öđrum en ţeim féflettu. Ţeir sem vilja hugsa sitt eiga ţó annars Kostar völ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ţađ er rétt ef Pétur Blöndal og Vilhjálmur Bjarnson og Már reikna međ veldisvísislegum almennu  sparnađartekjuhćkkun á Íslandi nćsti 30 ár, og ársverđlagshćkkanir er mćldar 3,0% í ár, ţá mćlast heildarverđlagshćkkanir eftir 30 ár um 235%.   Ţá gildir líka ađ hreint eiginfé  hefur hćkkađ um 253% og sennilega raunvirđi bakveđ líka í milliríkja viđskiptum. 

Hinsvegar ţegar stöndug mannauđs ríki eru međ ráđgerđir, ţá segja ţau sem svo ađ verđverđlagshćkkanir verđa max. 150 % nćstu 30 ár eđa 135%  til ađ halda viđskipta jafnvćgi viđ önnur ríki, og líka til ađ halda afskriftum í lágmarki  ţađ er reiđufjárkostnađinum í heildina litiđ sem kostar ađ viđhalda raunvirđi ţjóđartekna í samanburđi viđ Alţjóđasamfélagiđ.

Gera ráđ fyrir 135% verđlaghćkkunum á 30 árum jafngildir ađ gera ráđ fyrir međalhćkkunum yfir 5 ár um  22,5% sem eru löglegt í EU og kostar ekki efnahagsţvinganir. Ţetta jafngildi líka ađ gera ráđ fyrir 3,5% međal hćkkunum á ári. 

Íslendingar hafa sannarlega aldrei skiliđ erlent löglegt tvíhliđa jafnvćgisbókhald og gerst sekir um ađ ráđgera alltof miklar verđlagshćkkanir bćđi hér heima og erlendis ţegar kemur ađ langtíma veđskuldbindingum.  Jafnvćginu er ćtlađ ađ standa vörđ um eignarétt á raunverđmćtum. Aurasálir og ţjófsnautar hafa engan áhuga á kynna sér  grunn hins löglega tvíhliđa jafnvćgisbókhalds. Hafa síđan viđ urđum fullvalda fariđ sínar eigin reglur í bókhaldi og breytt ţví ađ eigin geđţótta til ađ ţjóna hagsmunum fámennis ráđstjórnar hér.  Ef Ţjóđverjar, Frakkar, USA og UK byggja á sama bókhaldsgrunni hvađ varđar bókhald lengra en 5 ár og svipuđ ţegar kemur ađ skammtíma uppgjörum ţá er ţađ vegna túlkunar á eignarréttar ákvćđum í stjórnarskrám ţessara ríkja.

Hér er dćmi um stöđuleika jafngreiđslu skuld, sem viđheldur fjölda fasteignasala til dćmi.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1187682/

Júlíus Björnsson, 30.8.2011 kl. 00:17

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Já Halldór. Uppsveiflan núna er drifin áfram af féflettum međ meirimáttarkennd og sterkt pólitískt bakland í Steingrími Sigfússyni. Honum er svo mikiđ í mun ađ telja sjálfum sér trú um ađ hér sé allt í blóma ađ honum er alveg saman ţó íslenska samtímaglćpasagan endurtaki sig fyrir opnum tjöldum á hans vakt. Ţađ er ótrúlega stjúpid liđ sem stjórnar hér. Verst er ţó hvađ kjósendur eru vitlausir. Ţeir kjósa yfir sig landsins bestu lygalaupa úr öllum flokkum og láta sér lygasögurnar duga til ađ líđa nógu vel til ađ sćtta sig viđ sömu vitleysuna aftur og aftur.

Jón Pétur Líndal, 30.8.2011 kl. 00:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 583
  • Sl. sólarhring: 631
  • Sl. viku: 5491
  • Frá upphafi: 3195110

Annađ

  • Innlit í dag: 454
  • Innlit sl. viku: 4505
  • Gestir í dag: 412
  • IP-tölur í dag: 401

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband