Leita í fréttum mbl.is

Albert Jensen

hef ég lesið í morg ár mér til upplyftingar. Margt hefur hann glöggt séð og vakið á athygli.Manninn hef ég aldrei hitt og þekki ekki til hans af öðru en skrifum hans.

Hinsvegar varð ég dolfallinn að lesa það sem hann skrifar í Mbl.í dag. Ég gerði mér enga grein fyrir við hvaða aðstæður þessi maður býr líkamlega, þgar andinn svífur svo hátt sem hann gerir í dægurmálaumræðunni.En Albert er lamaður eftir slys fyrir tveimur áratugum.

Manni sundlar við það, að hugsa það til enda að verða fyrir einskonar ofbeldi, líkamlegu sem andlegu, og geta enga björg sér veitt, eins og Albert lýsir í grein sinni.

Ég hef lengi dáðst að því fólki sem ég hef kynnst í ummönnunarstéttunum sem eru að sinna því fólki sem ég hef heimsótt á stofnanir. Ég hef oft sagt við sjálfan mig, að þetta fólk séu englar í mannsmynd ef slíkir séu til, mér svo miklu fremri að innri gerð. Svo óendanlega sjálfslaust og kærleiksríkt miðað við mig, þennan frekjustrump og tillitsleysingja.

Grein Alberts vekur mann til umhugsunar, að staðallinn sé að lækka í þessum störfum, lægri lífverur fáist fyrir lægra gjald, í pólitík sem öðru.

Í þjóðfélagi sem allt er miðað við lágmörkun, þar sem ekkert megi kosta sitt verð, allt eigi að skera við nögl, hljóta lífsgæðin að verða skorin við nögl líka. Lélegra fólk með lélegra innræti kemur að málunum. Gæðakröfur daglegs lífs hljóta að lækka þar sem öll viðmiðun lækkar.Hugsum okkur öfugan skóla, þar sem nemendur sem læra væru felldir og yrðu reknir úr landi en gatistarnir og tossarnir útskrifaðir til æðstu metorða? Er Ísland á þeirri leið?

Albert Jensen, ég er sammála þér um að gæði stjórnmálanna hafi fallið og að þau skipti máli. Baráttukveðjur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér með Albert, Halldór, ég hef oft lesið greinarnar hans, ekki alltaf verið sammála honum, en ekki fer á milli mála að Alber Jensen er vel gerður andlega, greindur mjög og málefnalegur.

Satt að segja vissi ég ekki að til væri fólk með svona kalt hjarta, að geta hreytt ónotum í mann sem er lamaður frá hálsi.

Já, alltaf sér maður fleiri hliðar á mannskepnunni.

Miðað við skrif hans, þá efast ég um að hann sé ónotalegur við fólk, en sökum mikillar fötlunar og vanmáttar, þá er ekkert óeðlilegt að fólk missi stundum stjórn á sér og láti reiði í ljós, en ég er ekki að segja að Albert hafi gert það.

Þeir sem eru heilbrigðir ættu vel að geta sýnt fötluðu fólki þolinmæði og vinsemd og horft framhjá því, þótt viðkomandi sé ekki alltaf með kærleiksorð á vörum og láti þau flæða með silkimjúkri englarödd.

Fólk sem getur fengið af sér að skammast í svona mikið fötluðu fólki, það er með afskaplega kalt hjarta, svo ekki sé nú meira sagt.

Jón Ríkharðsson, 30.8.2011 kl. 13:10

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Einu sinni barði ég yndislega frænku mína og kæran leikfélaga   í hausinn með skóflu. Það kom blóð hljópa grátandi burt.

Ég hef hugsað þetta stundum síðan og hugsað að ég hafi kannski ekki gert þetta af illu innræti en hugsanlega í óvitaskap.Samt var ég reiður þegar þetta skeði.   Að minnsta kosti sé ég atvikið enn ljóslifandi fyrir mér þó liðin séu bráðum sjötíu ár.  Við vorum samt vinir til æviloka hennar og hún launaði mér ávallt illt með góðu Ég sé jafnmikið eftir þessu nú og ég gerði þá og  mórallinn hefur aldrei yrfirgefið mig.

Er það kannski ekki óvitaskapurinn fremur en illt innræti sem veldur svona atvikum Jón ? Fólk hugsar ekki alltaf nóg og gerir stundum eitthvað í fljótræði sem það í rauninni vill ekki eins og postulinn sem vildi gjöra hið góða sem hann vildi en gjörði það illa sem hann vildi ekki. Það tekst bara ekki alltaf.

"..Hve iðrar margt lífið eitt augnakast, sem aldrei varð tekið til baka." segir Einar.

Halldór Jónsson, 30.8.2011 kl. 13:43

3 identicon

Tek undir með ykkur, ég varð agndofa við lestur greinarinnar.

Ég vona að sem flestir lesi þessa grein, hugi að því hvernig við sjálf komum fram við náungann og ég tala nú ekki um þá sem eru fatlaðir. Sýnum hverjum öðrum meira umburðalyndi. Það græða allir á því.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 17:03

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jú Halldór, þetta er rétt hjá þér, ég var óþarflega dómharður í ofangreindu inleggi.

Vitanlega getur fólk sagt og gert ýmislegt í fljótfærni og hugsunarleysi, án þess að vera illa innrætt.

Jón Ríkharðsson, 30.8.2011 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband